„Þetta er rosalega KR-legt“ Jón Már Ferro skrifar 17. apríl 2023 13:00 Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður KR. vísir/bára KR-ingar byggja sóknarleik sinn mikið á spili upp kantana. Það skilaði sér í báðum mörkum þeirra í 0-2 sigri KR gegn Keflavík á laugardag á gervigrasinu fyrir utan Nettó-höllina í Bestu deildinni. Mikið var um meiðsli KR-inga í fyrra, nokkrir lykilmenn duttu út og það reyndist þeim dýrt. Leikmenn eins og Kristján Flóki og Kristinn Jónsson tóku lítinn þátt og forföll í vörninni reyndust þeim erfið. Nú er ekki jafn mikið um meiðsli og KR hefur byrjað mótið vel. Í fyrsta leik náðu Vesturbæingar jafntefli á Akureyri við KA og á laugardag vann liðið Keflavík sannfærandi 0-2. Kristján Flóki fótbrotnaði fyrir síðasta tímabil og tók lítinn þátt. Nú er hann að komast í sitt besta stand.Vísir/Bára Dröfn „Lykilmenn í þeirra leik eins og Kristinn Jóns, Theodór Elmar, við erum að sjá Kristján Flóka, reyndar koma inn á, hann er að skila mörkum og við erum að sjá þessa samvinnu Kidda og Theodórs Elmars. Þetta er rosalega KR-legt og höfum séð lengi, góða samvinnu bakvarðar og kantara,“sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar í gærkvöldi. Baldur benti á frábært kantspil KR-inga á báðum köntunum. Theodór Elmar hefur byrjaði mótið á vinstri kantinum og er klókur í að draga sig inn á völlinn og hleypa Kristni Jónssyni, hinum mjög svo sókndjarfa vinstri bakverði upp kantinn. Kennie Chopart hefur verið frábær í hægri bakverðinum undanfarin ár.VÍSIR/BÁRA Kennie Chopart er í hægri bakverði en hann er að upplagi kantmaður. Á hægri kantinum er besti leikmaður KR í fyrra, Atli Sigurjónsson. „KR getur gert þetta báðu megin, Atli og Kennie ná mjög vel saman og Theodór Elmar og Kiddi eru að ná vel saman. Þetta er mjög góð klippa sem sýnir á rólegan hátt hvernig færslurnar þeirra eru. Ægir fer inn í svæðið, þeir þurfa að passa hann, Theodór fer inn og Kiddi er þá kominn upp,“ sagði Baldur. Klippa: Stúkan: Kantspil KR-inga Færslan skapar yfirtölu á kantinum sem gerir andstæðingnum erfitt fyrir ef varnarfærslan er ekki góð. „Það er ofboðslega erfitt fyrir lið að verjast þessu þegar þú ert með klókann spilara eins og Theodór Elmar sem er eiginlega alltaf sá sem að gefur lykilsendinguna af því hlaupin koma alltaf í kringum hann. Kiddi kemur upp kantinn, framherjinn tekur hlaup inn fyrir eða Ægir,“ sagði Baldur. Theodór Elmar Bjarnason er frábær í stöðu vinstri kantmanns.Vísir/Hulda Margrét Í fyrra markinu skoraði Kristinn Jónsson með fallegu skoti vinstra megin utarlega í teignum. „Svo sáum við hérna að þetta er ekki jafn eðlilegt spil. Kannski meiri heppni að Kiddi fékk hann þarna og hann chippaði honum þarna í fjær. Það má segja að KR hafi unnið sig upp í þessa stöðu sem endaði svo með marki Kidda. Þeir voru búnir að gera þetta allan leikinn mjög vel,“ sagði Baldur. Keflavík reyndi að bregðast við spili KR-inga eftir því sem á leið. „Þeir reyndar brugðust aðeins við þessu. Þeir voru að koma með Dag Inga neðar, Frans og Sindra. Voru að reyna hjálpa þeim en KR-ingarnir gera þetta vel,“ sagði Baldur. KR Keflavík ÍF Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó Keflavík tók á móti KR í fyrsta leik 2. umferð Bestu deildar karla og sigruðu gestirnir úr Vesturbænum 2-0. 15. apríl 2023 17:35 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sjá meira
Mikið var um meiðsli KR-inga í fyrra, nokkrir lykilmenn duttu út og það reyndist þeim dýrt. Leikmenn eins og Kristján Flóki og Kristinn Jónsson tóku lítinn þátt og forföll í vörninni reyndust þeim erfið. Nú er ekki jafn mikið um meiðsli og KR hefur byrjað mótið vel. Í fyrsta leik náðu Vesturbæingar jafntefli á Akureyri við KA og á laugardag vann liðið Keflavík sannfærandi 0-2. Kristján Flóki fótbrotnaði fyrir síðasta tímabil og tók lítinn þátt. Nú er hann að komast í sitt besta stand.Vísir/Bára Dröfn „Lykilmenn í þeirra leik eins og Kristinn Jóns, Theodór Elmar, við erum að sjá Kristján Flóka, reyndar koma inn á, hann er að skila mörkum og við erum að sjá þessa samvinnu Kidda og Theodórs Elmars. Þetta er rosalega KR-legt og höfum séð lengi, góða samvinnu bakvarðar og kantara,“sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar í gærkvöldi. Baldur benti á frábært kantspil KR-inga á báðum köntunum. Theodór Elmar hefur byrjaði mótið á vinstri kantinum og er klókur í að draga sig inn á völlinn og hleypa Kristni Jónssyni, hinum mjög svo sókndjarfa vinstri bakverði upp kantinn. Kennie Chopart hefur verið frábær í hægri bakverðinum undanfarin ár.VÍSIR/BÁRA Kennie Chopart er í hægri bakverði en hann er að upplagi kantmaður. Á hægri kantinum er besti leikmaður KR í fyrra, Atli Sigurjónsson. „KR getur gert þetta báðu megin, Atli og Kennie ná mjög vel saman og Theodór Elmar og Kiddi eru að ná vel saman. Þetta er mjög góð klippa sem sýnir á rólegan hátt hvernig færslurnar þeirra eru. Ægir fer inn í svæðið, þeir þurfa að passa hann, Theodór fer inn og Kiddi er þá kominn upp,“ sagði Baldur. Klippa: Stúkan: Kantspil KR-inga Færslan skapar yfirtölu á kantinum sem gerir andstæðingnum erfitt fyrir ef varnarfærslan er ekki góð. „Það er ofboðslega erfitt fyrir lið að verjast þessu þegar þú ert með klókann spilara eins og Theodór Elmar sem er eiginlega alltaf sá sem að gefur lykilsendinguna af því hlaupin koma alltaf í kringum hann. Kiddi kemur upp kantinn, framherjinn tekur hlaup inn fyrir eða Ægir,“ sagði Baldur. Theodór Elmar Bjarnason er frábær í stöðu vinstri kantmanns.Vísir/Hulda Margrét Í fyrra markinu skoraði Kristinn Jónsson með fallegu skoti vinstra megin utarlega í teignum. „Svo sáum við hérna að þetta er ekki jafn eðlilegt spil. Kannski meiri heppni að Kiddi fékk hann þarna og hann chippaði honum þarna í fjær. Það má segja að KR hafi unnið sig upp í þessa stöðu sem endaði svo með marki Kidda. Þeir voru búnir að gera þetta allan leikinn mjög vel,“ sagði Baldur. Keflavík reyndi að bregðast við spili KR-inga eftir því sem á leið. „Þeir reyndar brugðust aðeins við þessu. Þeir voru að koma með Dag Inga neðar, Frans og Sindra. Voru að reyna hjálpa þeim en KR-ingarnir gera þetta vel,“ sagði Baldur.
KR Keflavík ÍF Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó Keflavík tók á móti KR í fyrsta leik 2. umferð Bestu deildar karla og sigruðu gestirnir úr Vesturbænum 2-0. 15. apríl 2023 17:35 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó Keflavík tók á móti KR í fyrsta leik 2. umferð Bestu deildar karla og sigruðu gestirnir úr Vesturbænum 2-0. 15. apríl 2023 17:35