„Við ætluðum okkur klárlega stærri hluti“ Jón Már Ferro skrifar 18. apríl 2023 09:00 Hörður Vilhjálmsson leikmaður Keflavíkur og þjálfari kvennaliðsins. vísir/bára dröfn „Hjalti er búinn að vera í fjögur ár í Keflavík og í körfuboltaheiminum er það mjög langur tími. Heilt yfir hefur hann staðið sig vel og er samningslaus eftir tímabilið. Ég var ekki búinn að eiga neitt spjall við hann um að hann myndi hætta,“ sagði Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður Keflavíkur, í samtali við Vísi. Eftir að Keflavík datt úr leik gegn Tindastól í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Subway-deildarinnar sagðist Hjalti Þór Vilhjálmsson vera hættur sem þjálfari liðsins. Hjalti Þór Vilhjálmsson er fyrrverandi þjálfari Keflavíkur.vísir/Bára dröfn „Hann tekur þessa ákvörðun eftir leikinn. Ég á svo sem eftir að heyra betur í honum með það allt saman. Góð fjögur ár að baki hjá Hjalta og við óskum honum góðs gengis í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur,“ sagði Magnús. Keflavík er stórveldi í íslenskum körfubolta og sættir sig ekki við að falla úr leik í 8-liða úrslitum. Markmiðið er alltaf Íslandsmeistaratitill. „Við dettum út í 8-liða úrslitum og við ætluðum okkur titil. Þannig það er ljóst að það þarf að gera einhverjar breytingar,“ segir Magnús. Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður Keflavíkur.Íslenski draumurinn Magnús segir að farið verði í fleiri breytingar en ekki sé komið í ljós hverjar þær verða. Hann sagði að ekkert liggi á útlendingamálum og að flestir góðir íslenskir leikmenn séu enn þá að spila. Hins vegar sé byrjað að leggja drög að breytingum. „Þetta eru klárlega vonbrigði hjá öllum sem koma að klúbbnum hvort sem það eru leikmenn, stjórnarmenn eða þjálfari og við ætluðum okkur klárlega stærri hluti. Það verða breytingar og það verður stigið vel niður. Eitthvað sem við erum að fara ákveða á næstu dögum,“ segir Magnús. Þrátt fyrir að Magnús vilji breytingar segist hann vilja halda Herði Vilhjálmssyni leikmanni karlaliðsins og þjálfara kvennaliðsins. Hörður er bróðir Hjalta. Hörður Vilhjálmsson er leikmaður karlaliðs Keflavíkur og þjálfari kvennaliðsins.vísir/Bára dröfn „Hann er með samning við okkur beggja megin, bæði sem leikmaður og þjálfari. Ég held og vona að það verði engar breytingar með hann. Enda stórkostlegur á báðum sviðum, bæði sem leikmaður og þjálfari. Ég hef ekki trú á neinu öðru en að Hörður, með öll þessi gæði sem hann hefur þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára, eigi slatta eftir og hef ekki trú á öðru en að hann spili með okkur á næsta ári.“ Hörður var í leikbanni í fyrsta leik einvígisins sem tapaðist í framlengdum leik. „Það hefði verið gaman að sjá hvernig þetta einvígi hefði farið ef hann hefði spilað þann leik. Þá hefði þetta litið allt öðruvísi út og þá hefðum við verið að taka fimmta leikinn á morgun,“ sagði Magnús. Keflavík ÍF Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Tindastóll - Keflavík 97-79 | Stólarnir í undanúrslit eftir öruggan sigur Tindastóll er komið í undanúrslit Subway-deildar karla í körfubolta eftir frábæran sigur á Keflavík á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll vann einvígið 3-1. 15. apríl 2023 21:15 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Sjá meira
Eftir að Keflavík datt úr leik gegn Tindastól í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Subway-deildarinnar sagðist Hjalti Þór Vilhjálmsson vera hættur sem þjálfari liðsins. Hjalti Þór Vilhjálmsson er fyrrverandi þjálfari Keflavíkur.vísir/Bára dröfn „Hann tekur þessa ákvörðun eftir leikinn. Ég á svo sem eftir að heyra betur í honum með það allt saman. Góð fjögur ár að baki hjá Hjalta og við óskum honum góðs gengis í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur,“ sagði Magnús. Keflavík er stórveldi í íslenskum körfubolta og sættir sig ekki við að falla úr leik í 8-liða úrslitum. Markmiðið er alltaf Íslandsmeistaratitill. „Við dettum út í 8-liða úrslitum og við ætluðum okkur titil. Þannig það er ljóst að það þarf að gera einhverjar breytingar,“ segir Magnús. Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður Keflavíkur.Íslenski draumurinn Magnús segir að farið verði í fleiri breytingar en ekki sé komið í ljós hverjar þær verða. Hann sagði að ekkert liggi á útlendingamálum og að flestir góðir íslenskir leikmenn séu enn þá að spila. Hins vegar sé byrjað að leggja drög að breytingum. „Þetta eru klárlega vonbrigði hjá öllum sem koma að klúbbnum hvort sem það eru leikmenn, stjórnarmenn eða þjálfari og við ætluðum okkur klárlega stærri hluti. Það verða breytingar og það verður stigið vel niður. Eitthvað sem við erum að fara ákveða á næstu dögum,“ segir Magnús. Þrátt fyrir að Magnús vilji breytingar segist hann vilja halda Herði Vilhjálmssyni leikmanni karlaliðsins og þjálfara kvennaliðsins. Hörður er bróðir Hjalta. Hörður Vilhjálmsson er leikmaður karlaliðs Keflavíkur og þjálfari kvennaliðsins.vísir/Bára dröfn „Hann er með samning við okkur beggja megin, bæði sem leikmaður og þjálfari. Ég held og vona að það verði engar breytingar með hann. Enda stórkostlegur á báðum sviðum, bæði sem leikmaður og þjálfari. Ég hef ekki trú á neinu öðru en að Hörður, með öll þessi gæði sem hann hefur þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára, eigi slatta eftir og hef ekki trú á öðru en að hann spili með okkur á næsta ári.“ Hörður var í leikbanni í fyrsta leik einvígisins sem tapaðist í framlengdum leik. „Það hefði verið gaman að sjá hvernig þetta einvígi hefði farið ef hann hefði spilað þann leik. Þá hefði þetta litið allt öðruvísi út og þá hefðum við verið að taka fimmta leikinn á morgun,“ sagði Magnús.
Keflavík ÍF Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Tindastóll - Keflavík 97-79 | Stólarnir í undanúrslit eftir öruggan sigur Tindastóll er komið í undanúrslit Subway-deildar karla í körfubolta eftir frábæran sigur á Keflavík á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll vann einvígið 3-1. 15. apríl 2023 21:15 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Sjá meira
Umfjöllun: Tindastóll - Keflavík 97-79 | Stólarnir í undanúrslit eftir öruggan sigur Tindastóll er komið í undanúrslit Subway-deildar karla í körfubolta eftir frábæran sigur á Keflavík á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll vann einvígið 3-1. 15. apríl 2023 21:15