Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn | Tapaði rúmum milljarði Valur Páll Eiríksson skrifar 18. apríl 2023 10:24 Eiður Smári Guðjohnsen fagnar reglubreytingu ensku úrvalsdeildarinnar og hvetur fólk til að opna sig um sín vandamál. Vísir/Hulda Margrét Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen fagnar nýrri reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni sem bannar veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í deildinni. Hann tapaði sjálfur rúmum milljarði í veðmálum þegar hann var á toppi ferilsins. Daily Mirror tók tal af Eiði Smára vegna reglubreytingarinnar en þar segir að Eiður hafi tapað sex milljónum punda fyrir tuttugu árum síðan, rúmum milljarði íslenskra króna. Þar af hafi hann tapað 400 þúsund pundum, tæpum 70 milljónum króna, á fimm mánaða tímabili. Eiði þykir bann við auglýsingum veðmálafyrirtækja hefði átt að taka gildi fyrr, en fagnar skrefinu sem er tekið. „Hver einasti fótboltaaðdáandi, öll börn í heiminum, eru með augun límd við treyjur stærstu félaganna á hverjum degi. Treyjuauglýsing sendir sterk skilaboð og auglýsingar hafa mikil áhrif,“ segir Eiður Smári við Mirror. „Þetta hefur áhrif á alla vegna þess að við sjáum þetta í sjónvarpinu, á auglýsingaskiltum og fótboltatreyjum. Þetta hefur orðið hluti hversdagslegs veruleika og ég held að bannið sendi mikilvæg og jákvæð skilaboð,“ segir hann enn fremur. Átta félög í ensku úrvalsdeildinni eru með veðmálafyrirtæki sem aðalstyrktaraðila framan á treyju sinni en slíkt verður bannað frá og með árinu 2026 samkvæmt nýju reglunum. Þó mega félög áfram hafa auglýsingu frá slíku fyrirtæki á ermi treyjunnar sem og á auglýsingaskiltum á vellinum. Ánetjaðist meðan hann var meiddur Eiður Smári kveðst hafa ánetjast veðmálum þegar hann var að jafna sig á meiðslum. Spennan sem fylgi fjárhættuspilum hafi fyllt upp í holið sem myndaðist þegar hann gat ekki verið á vellinum. Hann hafi oft sett tvö þúsund pund, um 340 þúsund krónur, á einn snúning á rúllettuhjóli á netinu. „Fótboltamenn finna fyrir yfirgnæfandi pressu að standa sig og vera upp á sitt besta öllum stundum. Það getur haft mikil áhrif þegar hlutirnir ganga ekki sem skyldi,“ Eiður Smári fagnar enska meistaratitlinum með Frank Lampard og John Terry árið 2006.Getty „Þá áttu kannski til að leita í annað til að fá adrenalín eða slíkt. Fyrir suma geta það verið veðmál, aðrir snúa sér að flöskunni eða eitthvað annað sem á að verka sem skyndilausn,“ „Það er aðeins þegar þú áttar þig á því að engin slík skyndilausn er til sem þú byrjar að leita þér hjálpar,“ segir Eiður Smári. Hluti af átaksverkefni - hvetur fólk til að opna sig Eiður hvetur leikmenn og stuðningsmenn til að leita sér hjálpar ef þeir eru í vandræðum. Hann gaf viðtalið í samstarfi við fyrirtækið Three UK og hjálparsamtök þess Samaritans sem hvetja fótboltaaðdáendur til að opna sig um andlega heilsu undir myllumerkinu #TalkMoreThanFootball. „Lesandi yfir tölfræði um fólk sem glímir við andlega heilsubresti og fjölda sem sviptir sig lífi, áttar maður sig á því að eitthvað þarf að gera,“ segir Eiður. Eiður Smári tekst á við Brasilíumanninn Ronaldinho sem átti síðar eftir að verða liðsfélagi hans hjá Barcelona.Getty „Fólki finnst miklu auðveldara að ræða fótbolta og nær þannig að losa um tilfinningar sínar. Þrátt fyrir það virðist miklu erfiðara fyrir fólk að tjá sig um dýpri tilfinningar sínar,“ „Þú þarft ekki að vera þunglyndur til að leita þér hjálpar. Ef þér líður ekki frábærlega geturu kallað eftir hjálp - og Samaritans eru til staðar allan sólarhringinn,“ segir Eiður Smári að endingu. Enski boltinn Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Daily Mirror tók tal af Eiði Smára vegna reglubreytingarinnar en þar segir að Eiður hafi tapað sex milljónum punda fyrir tuttugu árum síðan, rúmum milljarði íslenskra króna. Þar af hafi hann tapað 400 þúsund pundum, tæpum 70 milljónum króna, á fimm mánaða tímabili. Eiði þykir bann við auglýsingum veðmálafyrirtækja hefði átt að taka gildi fyrr, en fagnar skrefinu sem er tekið. „Hver einasti fótboltaaðdáandi, öll börn í heiminum, eru með augun límd við treyjur stærstu félaganna á hverjum degi. Treyjuauglýsing sendir sterk skilaboð og auglýsingar hafa mikil áhrif,“ segir Eiður Smári við Mirror. „Þetta hefur áhrif á alla vegna þess að við sjáum þetta í sjónvarpinu, á auglýsingaskiltum og fótboltatreyjum. Þetta hefur orðið hluti hversdagslegs veruleika og ég held að bannið sendi mikilvæg og jákvæð skilaboð,“ segir hann enn fremur. Átta félög í ensku úrvalsdeildinni eru með veðmálafyrirtæki sem aðalstyrktaraðila framan á treyju sinni en slíkt verður bannað frá og með árinu 2026 samkvæmt nýju reglunum. Þó mega félög áfram hafa auglýsingu frá slíku fyrirtæki á ermi treyjunnar sem og á auglýsingaskiltum á vellinum. Ánetjaðist meðan hann var meiddur Eiður Smári kveðst hafa ánetjast veðmálum þegar hann var að jafna sig á meiðslum. Spennan sem fylgi fjárhættuspilum hafi fyllt upp í holið sem myndaðist þegar hann gat ekki verið á vellinum. Hann hafi oft sett tvö þúsund pund, um 340 þúsund krónur, á einn snúning á rúllettuhjóli á netinu. „Fótboltamenn finna fyrir yfirgnæfandi pressu að standa sig og vera upp á sitt besta öllum stundum. Það getur haft mikil áhrif þegar hlutirnir ganga ekki sem skyldi,“ Eiður Smári fagnar enska meistaratitlinum með Frank Lampard og John Terry árið 2006.Getty „Þá áttu kannski til að leita í annað til að fá adrenalín eða slíkt. Fyrir suma geta það verið veðmál, aðrir snúa sér að flöskunni eða eitthvað annað sem á að verka sem skyndilausn,“ „Það er aðeins þegar þú áttar þig á því að engin slík skyndilausn er til sem þú byrjar að leita þér hjálpar,“ segir Eiður Smári. Hluti af átaksverkefni - hvetur fólk til að opna sig Eiður hvetur leikmenn og stuðningsmenn til að leita sér hjálpar ef þeir eru í vandræðum. Hann gaf viðtalið í samstarfi við fyrirtækið Three UK og hjálparsamtök þess Samaritans sem hvetja fótboltaaðdáendur til að opna sig um andlega heilsu undir myllumerkinu #TalkMoreThanFootball. „Lesandi yfir tölfræði um fólk sem glímir við andlega heilsubresti og fjölda sem sviptir sig lífi, áttar maður sig á því að eitthvað þarf að gera,“ segir Eiður. Eiður Smári tekst á við Brasilíumanninn Ronaldinho sem átti síðar eftir að verða liðsfélagi hans hjá Barcelona.Getty „Fólki finnst miklu auðveldara að ræða fótbolta og nær þannig að losa um tilfinningar sínar. Þrátt fyrir það virðist miklu erfiðara fyrir fólk að tjá sig um dýpri tilfinningar sínar,“ „Þú þarft ekki að vera þunglyndur til að leita þér hjálpar. Ef þér líður ekki frábærlega geturu kallað eftir hjálp - og Samaritans eru til staðar allan sólarhringinn,“ segir Eiður Smári að endingu.
Enski boltinn Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti