„Ég er mjög ánægð og þakklát fyrir traustið sem ELTA sýnir mér með þessari skipan og er virkilega spennt fyrir framhaldinu,“ er haft eftir Margréti Önnu í tilkynningu.
Justikal er nýsköpunarfyrirtæki sem hefur þróað lausn fyrir stafrænt réttarkerfi. Lausnin gerir aðilum í dómsmálum kleift að meðhöndla gögn á öruggan og rekjanlegan hátt í samræmi við kröfur elDAS reglugerðarinnar.
Margrét segir skipunina einnig vera mikla viðurkenningu fyrir fyrirtækið og það starf sem þar hefur verið unnið að undanförnu:
„Sem stofnandi og framkvæmdastjóri Justikal er ég heilluð af möguleikanum að efla tækni í lögfræðigeiranum og hlakka því mikið til að tengjast fagfólki frá Evrópu og öllum heimshornum á þessu sviði.“