Uppskriftin er líkt og orðið gefur til kynna fituminni en hin hefðbundna pítusósa sem fæst í verslunum. Uppistaðan í uppskriftinni er létt majónes.
Ragga er þekkt fyrir að deila heilbrigðum lífsstíl og heilræðum með fylgjendum sínum.
„Horuð pítusósa sem tryllir öll skilningarvit“
Uppskrift
3 msk. létt majónes
1,5 tsk. Herbs de Provence krydd
1 tsk. óreganó
Dass af Aromat og hvítlauksdufti
Aðferð
„Hræra eins og vindurinn.“