„Hefði hjálpað okkur Bjarka heil ósköp“ Máni Snær Þorláksson skrifar 18. apríl 2023 15:40 Ástrós Rut Sigurðardóttir flutti sína fyrstu ræðu á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Ástrós Rut Sigurðardóttir, varaþingmaður Viðreisnar, flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Í ræðunni fagnar Ástrós þingsályktunartillögu um umboðsmann sjúklinga. Ástrós missti eiginmann sinn árið 2019 eftir langa baráttu við krabbamein. Hún segir að umboðsmaður sjúklinga hefði getað hjálpað þeim á sínum tíma. „Það er heiður að fá að standa hér og flytja mína fyrstu ræðu í einu glæsilegasta og virðulegasta húsi landsins,“ segir Ástrós í upphafi ræðunnar. Hún segir það hafa verið ástríðu sína lengi að breyta til hins betra og vera partur af jákvæðri þróun samfélagsins. Klippa: Jómfrúarræða Ástrósar Rutar Þegar Ástrós var einungis 24 ára gömul stóð hún við hlið Bjarka Má Sigvaldssonar, eiginmanns síns, er þeim var tjáð að krabbamein væri ástæðan fyrir verkjum og veikindum hans. „Við fengum einnig að heyra að þetta yrði mjög langt og erfitt ferli. Í dag eru tíu ár liðin og ég tíu árum eldri og vitrari en maðurinn minn er ekki lengur með okkur. Hann lést árið 2019 frá kornungri dóttur sinni og stóðu mæðgur eftir í sárum.“ Nauðsynlegt afl fyrir sjúklinga Ástrós segir að á þessum sjö árum sem Bjarki glímdi við krabbamein hafi hún lært margt. „Ég lærði að það er flókið að vita sín réttindi. Ég lærði að vegurinn í gegnum kerfið er þungbær og ég lærði að það þarf sterkan einstakling á bak við veikan einstakling til að komast í gegnum frumskóg kerfisins og það er ekki sjálfgefið.“ Hún segist hafa orðið fyrir löngu sannfærð um mikilvægi þess að koma á fót embætti umboðsmanns sjúklinga. Að hennar mati væri embættið nauðsynlegt afl fyrir sjúklinga til að fá á einum stað upplýsingar um sín réttindi, fræðslu og leiðsögn um kerfið. „Umboðsmaður sjúklinga myndi einnig sinna því hlutverki að standa vörð um hagsmuni þessa viðkvæma hóps og gæta að því að sjúklingar fái sem besta heilbrigðisþjónustu hverju sinni. Þetta er ekki bara fallegt fyrirkomulag, þetta er faglegt.“ Embættið hefði hjálpað sér og Bjarka Um er að ræða þingsályktunartillögu frá stjórnarandstöðunni. Halldóra Mogesen, þingmaður Pírata, lagði tillöguna fram og er það nú komið til umfjöllunar í velferðarnefnd. Ástrós hvetur þingmenn nefndarinnar til að stoppa ekki málið þó það komi frá stjórnarandstöðuþingmanni. „Gott er gott, sama hvaðan það kemur. Kerfið var nefnilega flókið og erfitt yfirferðar þegar ég þurfti að eiga við það sjálf og hefur því miður alltof lítið breyst síðan. Þess vegna vil ég eindregið vekja athygli á þessu mikilvæga máli.“ Að lokum segir Ástrós að embættið hefði getað hjálpað sér og Bjarka á sínum tíma: „Ég er sannfærð um að umboðsmaður sjúklinga hefði hjálpað okkur Bjarka heil ósköp.“ Alþingi Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Það er heiður að fá að standa hér og flytja mína fyrstu ræðu í einu glæsilegasta og virðulegasta húsi landsins,“ segir Ástrós í upphafi ræðunnar. Hún segir það hafa verið ástríðu sína lengi að breyta til hins betra og vera partur af jákvæðri þróun samfélagsins. Klippa: Jómfrúarræða Ástrósar Rutar Þegar Ástrós var einungis 24 ára gömul stóð hún við hlið Bjarka Má Sigvaldssonar, eiginmanns síns, er þeim var tjáð að krabbamein væri ástæðan fyrir verkjum og veikindum hans. „Við fengum einnig að heyra að þetta yrði mjög langt og erfitt ferli. Í dag eru tíu ár liðin og ég tíu árum eldri og vitrari en maðurinn minn er ekki lengur með okkur. Hann lést árið 2019 frá kornungri dóttur sinni og stóðu mæðgur eftir í sárum.“ Nauðsynlegt afl fyrir sjúklinga Ástrós segir að á þessum sjö árum sem Bjarki glímdi við krabbamein hafi hún lært margt. „Ég lærði að það er flókið að vita sín réttindi. Ég lærði að vegurinn í gegnum kerfið er þungbær og ég lærði að það þarf sterkan einstakling á bak við veikan einstakling til að komast í gegnum frumskóg kerfisins og það er ekki sjálfgefið.“ Hún segist hafa orðið fyrir löngu sannfærð um mikilvægi þess að koma á fót embætti umboðsmanns sjúklinga. Að hennar mati væri embættið nauðsynlegt afl fyrir sjúklinga til að fá á einum stað upplýsingar um sín réttindi, fræðslu og leiðsögn um kerfið. „Umboðsmaður sjúklinga myndi einnig sinna því hlutverki að standa vörð um hagsmuni þessa viðkvæma hóps og gæta að því að sjúklingar fái sem besta heilbrigðisþjónustu hverju sinni. Þetta er ekki bara fallegt fyrirkomulag, þetta er faglegt.“ Embættið hefði hjálpað sér og Bjarka Um er að ræða þingsályktunartillögu frá stjórnarandstöðunni. Halldóra Mogesen, þingmaður Pírata, lagði tillöguna fram og er það nú komið til umfjöllunar í velferðarnefnd. Ástrós hvetur þingmenn nefndarinnar til að stoppa ekki málið þó það komi frá stjórnarandstöðuþingmanni. „Gott er gott, sama hvaðan það kemur. Kerfið var nefnilega flókið og erfitt yfirferðar þegar ég þurfti að eiga við það sjálf og hefur því miður alltof lítið breyst síðan. Þess vegna vil ég eindregið vekja athygli á þessu mikilvæga máli.“ Að lokum segir Ástrós að embættið hefði getað hjálpað sér og Bjarka á sínum tíma: „Ég er sannfærð um að umboðsmaður sjúklinga hefði hjálpað okkur Bjarka heil ósköp.“
Alþingi Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira