Gummi er í topp formi líkt og sjá má á myndunum.
„Ég tók tvær vikur í undirbúning þar sem ég tók mataræðið í gegn, skar út öll kolvetni, æfði tvisvar á dag og fór í vatnslosun þrjá daga fyrir,“ segir Gummi.
Hann viðurkennir að ferlið hafi verið erfitt og alls ekki skemmtilegt.
„Ég er svo mikill matgæðingur og elska kolvetni. Ég elska allt sem er með höfrum og kartöflur, ég mátti ekki snerta þær. Svo mátti ég ekki drekka gott vín, það var hræðilegt,“ segir Gummi og hlær.
Gummi er annáluð tískulögga eins og kom rækilega í ljós þegar Ísland í dag tók hús á honum í fyrra.
Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson sá um myndatökuna sem var tekin á Tower suits við Höfðatorg í Reykjavík.
„Helgi er náttúrulega geggjaður. Við leigðum herbergi í nokkra klukkutíma og þetta var bara svona leikur. Við vildum hafa þetta kynþokkafullt, röff en fágað á sama tíma,“ segir Gummi.

