Vanvirðing stuðningsmanna hafi áhrif á óhörðnuð börn Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. apríl 2023 21:36 Gjörningur stuðningsmanna Skallagríms á sunnudaginn þegar leikmenn Hamars gengu inn á völlinn. Aðsent Stuðningsmenn Skallagríms tóku upp dagblöð og þóttust ekki vera að fylgjast með þegar leikmenn Hamars gengu inn á völlinn fyrir leik liðsins við Skallagrím í úrslitakeppni fyrstu deildar í körfubolta. Áhorfandi á leiknum vakti athygli á gjörningnum í Facebook-færslu sem hefur þegar verið deilt 345 sinnum. Athæfi stuðningsmanna Skallagríms hefur væntanlega átt að stuða leikmenn Hamars og ögra stuðningsmönnum liðsins. Það fór ekki vel í alla viðstadda. Þar á meðal Valkyrju Söndru Marz sem blöskraði hegðunin og skrifaði í kjölfarið færslu á Facebook um málið. Þar lýsti hún hegðun stuðningsmannanna sem vanvirðandi og benti á möguleg áhrif slíks gjörnings á yngri áhorfendur. Börn hafi ekki þroska til að skilja „trash talk“ Í færslu Valkyrjar biðlar hún til foreldra að líta sér nær og skrifar svo „Hamars menn mættu í minn heimabæ til spila leik við Skallagrím, lið sem ég æfði og spilaði með sem krakki. Þegar lið Hamars var kynnt inn tóku “pallabullurnar” í stúku Skallagríms upp fréttablaðið og þóttust vera að lesa, átti sennilega að vera góðlátlegt grín en fyrir mér vanvirðing & lélegar fyrirmyndir.“ Þá segir einnig „Niðri á gólfi og í stúkunni eru börn sem horfðu á þennan gjörning. Börn hafa ekki þroska til að skilja muninn á trash talk til að koma leikmanni úr jafnvægi, reyna að trufla skot & annað & svo svona gjörningi.“ Hún spyr hvort „við sem foreldrar og fullorðnir einstaklingar“ séum ekki komin lengra en þetta. Að lokum skrifaði hún „Það eru óharðnaðir ungir einstaklingar sem fylgjast með leikjum, vilja læra leiktækni, það eru ungir strákar sem spila með liðunum, erum við búin að gleyma hárri sjálfsvígstíðni karlmanna?Stopp, segi ég, það eru aðrar leiðir en þetta.“ Vildi opna umræðuna um hegðun fólks á íþróttaleikjum Fréttastofa hafði samband við Valkyrju til að ræða við hana um athæfi stuðningsmannanna og færsluna. Hún hafði ekki miklu að bæta við færsluna sjálfa en sagði að sér fyndist verið „að gefa skít í andstæðinginn“ með svona hegðun. Þetta ætti að vera rosa fyndið en sér fyndist það ekki. Valkyrja bjóst sjálf ekki við því að færslan myndi ferðast jafnvíða og hún gerði. „Mig langaði bara að opna umræðuna almennt um hegðun fólks á íþróttaleikjum,“ bætti hún við. Sjálf eigi hún þrjú börn og segir að það hegðun og munnsöfnuður fólks á íþróttaleikjum sé oft og tíðum galinn. „Ég er ekki heilög en það er alveg hægt að gera þetta öðruvísi,“ sagði Valkyrja að lokum. Skallagrímur Hamar Borgarbyggð Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Sjá meira
Athæfi stuðningsmanna Skallagríms hefur væntanlega átt að stuða leikmenn Hamars og ögra stuðningsmönnum liðsins. Það fór ekki vel í alla viðstadda. Þar á meðal Valkyrju Söndru Marz sem blöskraði hegðunin og skrifaði í kjölfarið færslu á Facebook um málið. Þar lýsti hún hegðun stuðningsmannanna sem vanvirðandi og benti á möguleg áhrif slíks gjörnings á yngri áhorfendur. Börn hafi ekki þroska til að skilja „trash talk“ Í færslu Valkyrjar biðlar hún til foreldra að líta sér nær og skrifar svo „Hamars menn mættu í minn heimabæ til spila leik við Skallagrím, lið sem ég æfði og spilaði með sem krakki. Þegar lið Hamars var kynnt inn tóku “pallabullurnar” í stúku Skallagríms upp fréttablaðið og þóttust vera að lesa, átti sennilega að vera góðlátlegt grín en fyrir mér vanvirðing & lélegar fyrirmyndir.“ Þá segir einnig „Niðri á gólfi og í stúkunni eru börn sem horfðu á þennan gjörning. Börn hafa ekki þroska til að skilja muninn á trash talk til að koma leikmanni úr jafnvægi, reyna að trufla skot & annað & svo svona gjörningi.“ Hún spyr hvort „við sem foreldrar og fullorðnir einstaklingar“ séum ekki komin lengra en þetta. Að lokum skrifaði hún „Það eru óharðnaðir ungir einstaklingar sem fylgjast með leikjum, vilja læra leiktækni, það eru ungir strákar sem spila með liðunum, erum við búin að gleyma hárri sjálfsvígstíðni karlmanna?Stopp, segi ég, það eru aðrar leiðir en þetta.“ Vildi opna umræðuna um hegðun fólks á íþróttaleikjum Fréttastofa hafði samband við Valkyrju til að ræða við hana um athæfi stuðningsmannanna og færsluna. Hún hafði ekki miklu að bæta við færsluna sjálfa en sagði að sér fyndist verið „að gefa skít í andstæðinginn“ með svona hegðun. Þetta ætti að vera rosa fyndið en sér fyndist það ekki. Valkyrja bjóst sjálf ekki við því að færslan myndi ferðast jafnvíða og hún gerði. „Mig langaði bara að opna umræðuna almennt um hegðun fólks á íþróttaleikjum,“ bætti hún við. Sjálf eigi hún þrjú börn og segir að það hegðun og munnsöfnuður fólks á íþróttaleikjum sé oft og tíðum galinn. „Ég er ekki heilög en það er alveg hægt að gera þetta öðruvísi,“ sagði Valkyrja að lokum.
Skallagrímur Hamar Borgarbyggð Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Sjá meira