Vanvirðing stuðningsmanna hafi áhrif á óhörðnuð börn Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. apríl 2023 21:36 Gjörningur stuðningsmanna Skallagríms á sunnudaginn þegar leikmenn Hamars gengu inn á völlinn. Aðsent Stuðningsmenn Skallagríms tóku upp dagblöð og þóttust ekki vera að fylgjast með þegar leikmenn Hamars gengu inn á völlinn fyrir leik liðsins við Skallagrím í úrslitakeppni fyrstu deildar í körfubolta. Áhorfandi á leiknum vakti athygli á gjörningnum í Facebook-færslu sem hefur þegar verið deilt 345 sinnum. Athæfi stuðningsmanna Skallagríms hefur væntanlega átt að stuða leikmenn Hamars og ögra stuðningsmönnum liðsins. Það fór ekki vel í alla viðstadda. Þar á meðal Valkyrju Söndru Marz sem blöskraði hegðunin og skrifaði í kjölfarið færslu á Facebook um málið. Þar lýsti hún hegðun stuðningsmannanna sem vanvirðandi og benti á möguleg áhrif slíks gjörnings á yngri áhorfendur. Börn hafi ekki þroska til að skilja „trash talk“ Í færslu Valkyrjar biðlar hún til foreldra að líta sér nær og skrifar svo „Hamars menn mættu í minn heimabæ til spila leik við Skallagrím, lið sem ég æfði og spilaði með sem krakki. Þegar lið Hamars var kynnt inn tóku “pallabullurnar” í stúku Skallagríms upp fréttablaðið og þóttust vera að lesa, átti sennilega að vera góðlátlegt grín en fyrir mér vanvirðing & lélegar fyrirmyndir.“ Þá segir einnig „Niðri á gólfi og í stúkunni eru börn sem horfðu á þennan gjörning. Börn hafa ekki þroska til að skilja muninn á trash talk til að koma leikmanni úr jafnvægi, reyna að trufla skot & annað & svo svona gjörningi.“ Hún spyr hvort „við sem foreldrar og fullorðnir einstaklingar“ séum ekki komin lengra en þetta. Að lokum skrifaði hún „Það eru óharðnaðir ungir einstaklingar sem fylgjast með leikjum, vilja læra leiktækni, það eru ungir strákar sem spila með liðunum, erum við búin að gleyma hárri sjálfsvígstíðni karlmanna?Stopp, segi ég, það eru aðrar leiðir en þetta.“ Vildi opna umræðuna um hegðun fólks á íþróttaleikjum Fréttastofa hafði samband við Valkyrju til að ræða við hana um athæfi stuðningsmannanna og færsluna. Hún hafði ekki miklu að bæta við færsluna sjálfa en sagði að sér fyndist verið „að gefa skít í andstæðinginn“ með svona hegðun. Þetta ætti að vera rosa fyndið en sér fyndist það ekki. Valkyrja bjóst sjálf ekki við því að færslan myndi ferðast jafnvíða og hún gerði. „Mig langaði bara að opna umræðuna almennt um hegðun fólks á íþróttaleikjum,“ bætti hún við. Sjálf eigi hún þrjú börn og segir að það hegðun og munnsöfnuður fólks á íþróttaleikjum sé oft og tíðum galinn. „Ég er ekki heilög en það er alveg hægt að gera þetta öðruvísi,“ sagði Valkyrja að lokum. Skallagrímur Hamar Borgarbyggð Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Athæfi stuðningsmanna Skallagríms hefur væntanlega átt að stuða leikmenn Hamars og ögra stuðningsmönnum liðsins. Það fór ekki vel í alla viðstadda. Þar á meðal Valkyrju Söndru Marz sem blöskraði hegðunin og skrifaði í kjölfarið færslu á Facebook um málið. Þar lýsti hún hegðun stuðningsmannanna sem vanvirðandi og benti á möguleg áhrif slíks gjörnings á yngri áhorfendur. Börn hafi ekki þroska til að skilja „trash talk“ Í færslu Valkyrjar biðlar hún til foreldra að líta sér nær og skrifar svo „Hamars menn mættu í minn heimabæ til spila leik við Skallagrím, lið sem ég æfði og spilaði með sem krakki. Þegar lið Hamars var kynnt inn tóku “pallabullurnar” í stúku Skallagríms upp fréttablaðið og þóttust vera að lesa, átti sennilega að vera góðlátlegt grín en fyrir mér vanvirðing & lélegar fyrirmyndir.“ Þá segir einnig „Niðri á gólfi og í stúkunni eru börn sem horfðu á þennan gjörning. Börn hafa ekki þroska til að skilja muninn á trash talk til að koma leikmanni úr jafnvægi, reyna að trufla skot & annað & svo svona gjörningi.“ Hún spyr hvort „við sem foreldrar og fullorðnir einstaklingar“ séum ekki komin lengra en þetta. Að lokum skrifaði hún „Það eru óharðnaðir ungir einstaklingar sem fylgjast með leikjum, vilja læra leiktækni, það eru ungir strákar sem spila með liðunum, erum við búin að gleyma hárri sjálfsvígstíðni karlmanna?Stopp, segi ég, það eru aðrar leiðir en þetta.“ Vildi opna umræðuna um hegðun fólks á íþróttaleikjum Fréttastofa hafði samband við Valkyrju til að ræða við hana um athæfi stuðningsmannanna og færsluna. Hún hafði ekki miklu að bæta við færsluna sjálfa en sagði að sér fyndist verið „að gefa skít í andstæðinginn“ með svona hegðun. Þetta ætti að vera rosa fyndið en sér fyndist það ekki. Valkyrja bjóst sjálf ekki við því að færslan myndi ferðast jafnvíða og hún gerði. „Mig langaði bara að opna umræðuna almennt um hegðun fólks á íþróttaleikjum,“ bætti hún við. Sjálf eigi hún þrjú börn og segir að það hegðun og munnsöfnuður fólks á íþróttaleikjum sé oft og tíðum galinn. „Ég er ekki heilög en það er alveg hægt að gera þetta öðruvísi,“ sagði Valkyrja að lokum.
Skallagrímur Hamar Borgarbyggð Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira