„Get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn“ Kári Mímisson skrifar 18. apríl 2023 21:14 Patrekur Jóhannesson var stoltur af sínum mönnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. „Ég er stoltur af leikmönnunum mínum sem spiluðu hér í kvöld. Þrátt fyrir að ég sé svekktur þá er ég ánægður með hvernig við komum og hvernig við spiluðum alvöru leik og frábæra vörn. Auðvitað þegar leið á þá áttum við í vandræðum með að skora og fengum kannski ekki eins góð færi í seinni hálfleik og þá fjaraði aðeins undan þessu og mögulega voru Eyjamenn aðeins þéttari. Hvað á maður að segja, það vantar einhverja sjö leikmenn og svo þetta rauða spjald eins og í síðasta leik. Þetta var rangur dómur að mínu mati en þessir menn hljóta nú að vita þetta betur en ég. Þetta var auðvitað sjokk fyrir okkur en það sló okkur ekki út af laginu eins og spjaldið sem Hergeir fékk í Eyjum. Ég get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn og framlagið í dag. Í Eyjum tókum við ekki þátt í þessum barningi eins og þar er alltaf. Þar er alltaf hart tekist á og sumir krydda þetta meira en aðrir,“ sagði afar stoltur en á sama tíma svekktur Patrekur Jóhannesson eftir svekkjandi tap Stjörnunnar gegn ÍBV nú í kvöld. Patrekur gaf lítið upp hvernig næsta tímabil verður hjá liðinu. Mögulega nær hann að sannfæra einhverja lykilleikmenn að halda áfram. „Eins og alltaf verða einhverjar breytingar. Ég verð örugglega með gott lið á næsta ári. Einhverjir hætta og einhverjir halda áfram. Það kemur bara í ljós.“ Patrekur hefur nú stýrt liðinu í þrjú ár en þegar hann tók við liðinu þá talaði hann um þriggja ára plan. Hversu sáttur er þjálfarinn með þessi þrjú ár? „2007/2008 var held ég síðasti titillinn svo var Stjarnan í fyrstu deild og fór upp og alltaf aftur niður. Núna erum við í kringum 25 stigin. Okkar markmið var að vera í efstu fjórum sætunum og við vorum tveimur stigum frá því. Margt búið að gerast á þessum þremur árum. Margt sem hefur gengið upp en auðvitað hefði maður viljað aðeins meira. Eins og núna í dag þá hefði maður viljað fara til Eyja og það hefði orðið alveg rosalegur leikur. Svona í heildina þá erum við búnir að breyta miklu og Stjarnan er orðið miklu betra lið en það var fyrir þremur, fjórum árum. Þá var liðið varla að komast í úrslitakeppnina. “ Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
„Ég er stoltur af leikmönnunum mínum sem spiluðu hér í kvöld. Þrátt fyrir að ég sé svekktur þá er ég ánægður með hvernig við komum og hvernig við spiluðum alvöru leik og frábæra vörn. Auðvitað þegar leið á þá áttum við í vandræðum með að skora og fengum kannski ekki eins góð færi í seinni hálfleik og þá fjaraði aðeins undan þessu og mögulega voru Eyjamenn aðeins þéttari. Hvað á maður að segja, það vantar einhverja sjö leikmenn og svo þetta rauða spjald eins og í síðasta leik. Þetta var rangur dómur að mínu mati en þessir menn hljóta nú að vita þetta betur en ég. Þetta var auðvitað sjokk fyrir okkur en það sló okkur ekki út af laginu eins og spjaldið sem Hergeir fékk í Eyjum. Ég get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn og framlagið í dag. Í Eyjum tókum við ekki þátt í þessum barningi eins og þar er alltaf. Þar er alltaf hart tekist á og sumir krydda þetta meira en aðrir,“ sagði afar stoltur en á sama tíma svekktur Patrekur Jóhannesson eftir svekkjandi tap Stjörnunnar gegn ÍBV nú í kvöld. Patrekur gaf lítið upp hvernig næsta tímabil verður hjá liðinu. Mögulega nær hann að sannfæra einhverja lykilleikmenn að halda áfram. „Eins og alltaf verða einhverjar breytingar. Ég verð örugglega með gott lið á næsta ári. Einhverjir hætta og einhverjir halda áfram. Það kemur bara í ljós.“ Patrekur hefur nú stýrt liðinu í þrjú ár en þegar hann tók við liðinu þá talaði hann um þriggja ára plan. Hversu sáttur er þjálfarinn með þessi þrjú ár? „2007/2008 var held ég síðasti titillinn svo var Stjarnan í fyrstu deild og fór upp og alltaf aftur niður. Núna erum við í kringum 25 stigin. Okkar markmið var að vera í efstu fjórum sætunum og við vorum tveimur stigum frá því. Margt búið að gerast á þessum þremur árum. Margt sem hefur gengið upp en auðvitað hefði maður viljað aðeins meira. Eins og núna í dag þá hefði maður viljað fara til Eyja og það hefði orðið alveg rosalegur leikur. Svona í heildina þá erum við búnir að breyta miklu og Stjarnan er orðið miklu betra lið en það var fyrir þremur, fjórum árum. Þá var liðið varla að komast í úrslitakeppnina. “
Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40