Erlent

Bíla­stæða­hús á Man­hattan hrundi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Mynd frá slysstað.
Mynd frá slysstað. AP/Charlie Franklin

Bílastæðahús hrundi á Manhattan í New York-borg í gær. Einn lést og fimm slösuðust er bílar á efstu hæð hússins hrundu niður. Ekki er talið að neinn sé enn grafinn í rústunum.

Atvikið átti sér stað í fjármálahverfinu á Manhattan. Efsta hæð hússins hrundi og bílarnir sem lagðir voru þar hrundu með. Í kjölfar þess hrundu allar hæðar hússins að einhverju leyti. 

Klippa: Bílastæðahús hrundi á Manhattan

Nemandi við Pace-háskólann sem er staðsettur nærri bílastæðahúsinu sagði við AP fréttaveituna að það var eins og jarðskjálfti hafi klofið jörðina. 

Einn er látinn eftir atvikið og eru fimm slasaðir. Fjórir þeirra voru lagðir inn á spítala en eru ekki í lífshættu. Einn neitaði læknisþjónustu. 

Notast hefur við vélhunda og flygildi við leit að fólki í rústunum en ekki er talið að neinn sé þar enn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×