Sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi Máni Snær Þorláksson og Heimir Már Pétursson skrifa 19. apríl 2023 12:24 Forsætisráðherra segir að sjónarmið Íslands í málinu hljóti að mæta skilningi. Vísir/Arnar Löggjöf um breyttar reglur um losunarheimildir í flugi var samþykkt á Evrópuþinginu í gærmorgun. Forsætisráðherra segir löggjöfina hafa hlutfallslega mikil áhrif á flugsamgöngur til og frá Íslandi. Hún trúir að raunhæf lausn náist í málinu, sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi. Þessar nýju reglur ná til Íslands á grundvelli EES samningsins. Reglurnar eru sagðar skaða hagsmuni íslenskra flugfélaga og veikja samkeppnisstöðu þeirra. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt því harðlega að þurfa að taka upp tilskipunina án breytinga sem taka tillit til landfræðilegrar legu Íslands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að afstaða ríkisstjórnarinnar sé algjörlega óbreytt eftir að löggjöfin var samþykkt. „Við sem búum hér á Íslandi höfum í raun og veru enga valkosti við það að fljúga til og frá landinu því héðan getur fólk ekki tekið lestir eða aðra samgöngumáta sem losa minna en hefðbundið flug. Við ætlumst til þess að það verði tekið tillit til þess þegar um er að ræða gjaldtöku.“ Klippa: Sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi Mikið gerst síðan bréfið barst Katrín segir þá að heilmikið vatn hafi runnið til sjávar síðan henni barst svar frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi sínu um málið síðasta sumar. Mjög mörg samtöl hafi átt sér stað síðan þá. „Utanríkisráðuneytið hefur verið þar í fararbroddi en aðrir ráðherrar hafa ljáð þessum málstað lið, ég þar að sjálfsögðu en líka menningar- og viðskiptaráðherra, innviðaráðherra og fleiri ráðherrar sem koma málinu við,“ segir Katrín. „Þannig ég held í raun og veru að þau gögn sem við höfum lagt fram sýni fram á þessi hlutfallslega miklu áhrif hér á Íslandi, bara einfaldlega vegna landfræðilegrar legu. Ég held að það hljóti að koma að því að þau sjónarmið mæti skilningi.“ Skipti máli að sanngirni sé gætt Varðandi hvað geti gerst ef Ísland neita að innleiða þessar reglur segir Katrín að það hafi ekki mikið upp á sig að ræða málið í viðtengingarhætti. „Við höfum bara verið algjörlega skýr með það,“ segir hún og bætir við að ekki séu komnar fram þær lausnir sem þarf til að skipta öllu flugi yfir á grænt eldsneyti. „Það hefur nú ekki skort upp á viljann hjá Íslendingum í þeim mæli. Ég minni á að hér hefur verið unnið mjög mikið starf í að þróa til dæmis að færa flug yfir á rafmagn, eins og kunnugt er, og við getum verið að sjá mjög hraðar breytingar í því á næstu árum.“ Að lokum segist Katrín halda að þessi skýra afstaða hljóti að skila sér. „Af því það skiptir máli í þessum málum að sanngirni sé gætt,“ segir hún. „Ég trúi því að það finnist einhver raunhæf lausn á þessu.“ Evrópusambandið Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Þessar nýju reglur ná til Íslands á grundvelli EES samningsins. Reglurnar eru sagðar skaða hagsmuni íslenskra flugfélaga og veikja samkeppnisstöðu þeirra. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt því harðlega að þurfa að taka upp tilskipunina án breytinga sem taka tillit til landfræðilegrar legu Íslands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að afstaða ríkisstjórnarinnar sé algjörlega óbreytt eftir að löggjöfin var samþykkt. „Við sem búum hér á Íslandi höfum í raun og veru enga valkosti við það að fljúga til og frá landinu því héðan getur fólk ekki tekið lestir eða aðra samgöngumáta sem losa minna en hefðbundið flug. Við ætlumst til þess að það verði tekið tillit til þess þegar um er að ræða gjaldtöku.“ Klippa: Sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi Mikið gerst síðan bréfið barst Katrín segir þá að heilmikið vatn hafi runnið til sjávar síðan henni barst svar frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi sínu um málið síðasta sumar. Mjög mörg samtöl hafi átt sér stað síðan þá. „Utanríkisráðuneytið hefur verið þar í fararbroddi en aðrir ráðherrar hafa ljáð þessum málstað lið, ég þar að sjálfsögðu en líka menningar- og viðskiptaráðherra, innviðaráðherra og fleiri ráðherrar sem koma málinu við,“ segir Katrín. „Þannig ég held í raun og veru að þau gögn sem við höfum lagt fram sýni fram á þessi hlutfallslega miklu áhrif hér á Íslandi, bara einfaldlega vegna landfræðilegrar legu. Ég held að það hljóti að koma að því að þau sjónarmið mæti skilningi.“ Skipti máli að sanngirni sé gætt Varðandi hvað geti gerst ef Ísland neita að innleiða þessar reglur segir Katrín að það hafi ekki mikið upp á sig að ræða málið í viðtengingarhætti. „Við höfum bara verið algjörlega skýr með það,“ segir hún og bætir við að ekki séu komnar fram þær lausnir sem þarf til að skipta öllu flugi yfir á grænt eldsneyti. „Það hefur nú ekki skort upp á viljann hjá Íslendingum í þeim mæli. Ég minni á að hér hefur verið unnið mjög mikið starf í að þróa til dæmis að færa flug yfir á rafmagn, eins og kunnugt er, og við getum verið að sjá mjög hraðar breytingar í því á næstu árum.“ Að lokum segist Katrín halda að þessi skýra afstaða hljóti að skila sér. „Af því það skiptir máli í þessum málum að sanngirni sé gætt,“ segir hún. „Ég trúi því að það finnist einhver raunhæf lausn á þessu.“
Evrópusambandið Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira