„Þetta er afturför um heilan áratug“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. apríl 2023 15:00 Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir nauðsynlegt að bregðast við stöðunni. Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. Á síðustu árum hefur verið bent á mikla afturför í bólusetningum barna og ef marka má nýja skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem kom út í dag er ekkert lát þar á. 67 miljónir barna höfðu misst af reglubundnum bólusetningum árin 2019 til 2021, þar af 48 milljónir sem höfðu ekki fengið neinar bólusetningar, og bólusetningum hafði fækkað í 112 löndum. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi, segir niðurstöðurnar sláandi. „Vísindin og þekkingin er algjörlega til staðar til þess að bólusetja öll börn og skýrslan er að segja okkur að jafnaði er eitt af hverjum fimm börnum í heiminum að fara á mis við reglubundnar bólusetningar sem bjargar lífi þeirra, og við þetta á ekki að una,“ segir Birna. „Þessi fjöldi sem við erum að sjá núna, um 67 milljónir barna sem er á við alla íbúatölu Bretlands, þetta er afturför um heilan áratug,“ segir hún enn fremur. Mesta bakslagið er í efnaminni ríkjum, þar sem Indland og Nígería standa hvað verst, en sömuleiðis er afturför í öðrum ríkjum. Áhrifin hafa þegar gert vart við sig en til að mynda árið 2022 ríflega tvöfölduðust tilfelli mislinga miðað við árið þar á undan og fjöldi barna sem lömuðust vegna mænusóttar jukust um sextán prósent. „Við erum að sjá hækkandi tíðni sjúkdóma og hreinlega farsótta sem að við höfðum ekki séð. Bæði er aukin tíðni á svæðum sem að voru enn þá með þessa sjúkdóma en svo eru þeir líka að skjóta upp kollinum á svæðum þar sem það var talið að það væri búið að ná stjórn á þeim,“ segir Birna. Stemma þurfi stigu við tortryggni í garð bólusetninga Heimsfaraldur Covid-19 er einn helsti áhrifaþátturinn, þar sem samfélög voru lömuð og heilbrigðisstarfsmenn gátu ekki sinnt sínum störfum sem hægði á reglubundnum bólusetningum, auk þess sem vopnuð átök hafa haft hamlandi áhrif. Einnig eru aðrir þættir. „Það sem að Unicef er sérstaklega að vara við er einfaldlega aukin tortryggni í garð bólusetninga, traust til bólusetninga sé að minnka er að hafa áhrif á tíðni bólusetninga sem setur líf barna í hættu,“ segir Birna en í skýrslunni segir að þegar heimsfaraldurinn var í hámarki hafi traust almennings til bólusetninga minnkað í 52 löndum af þeim 55 sem voru rannsökuð. Að mati UNICEF þarf að afla frekari gagna til að sjá hvort minnkandi traust sé tímabundið ástand eða hvort það sé til marks um langtímaþróun. Er þó tekið fram að þegar litið er til annarra sjúkdóma, til að mynda mænusótt og mislinga, sé stuðningur við bólusetningar barna áfram tiltölulega hár. Helstu úrræðin séu þau að fjárfesta í bólusetningarherferðum, setja aukið fjármagn í bólusetningar, einna helst í samfélögum þar sem bólusetningum er ábótavant, og stemma stigu við tortryggni í garð bólusetninga með aukinni upplýsingagjöf meðal annars. Biðlað er til ríkisstjórna heims til að bregðast við en ljóst sé að áhrifin verði mikil verði ekkert gert. „Ef að börn eru ekki bólusett þá minnka líkur þeirra til tækifæra til heilbrigðs lífs, til þess að fá menntun og til þess að þroskast og dafna eins og þau eiga rétt á. Við gætum einfaldlega farið að sjá bara aukna tíðni barnadauða, það er það sem gerist,“ segir Birna. Bólusetningar Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákall um aukna fjárfestingu til bólusetninga Liam Neeson, góðgerðarsendiherra UNICEF og stórleikari, fer í ár fyrir alþjóðlegu ákalli UNICEF um aukna fjárfestingu til bólusetninga en einnig er vísindafólki, foreldrum og forráðamönnum, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem koma að bólusetningum barna færðar þakkir fyrir framlag síðustu tvo áratugina. Tilefnið er Alþjóðleg vika bólusetninga sem nú er hafin. 26. apríl 2022 10:34 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Á síðustu árum hefur verið bent á mikla afturför í bólusetningum barna og ef marka má nýja skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem kom út í dag er ekkert lát þar á. 67 miljónir barna höfðu misst af reglubundnum bólusetningum árin 2019 til 2021, þar af 48 milljónir sem höfðu ekki fengið neinar bólusetningar, og bólusetningum hafði fækkað í 112 löndum. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi, segir niðurstöðurnar sláandi. „Vísindin og þekkingin er algjörlega til staðar til þess að bólusetja öll börn og skýrslan er að segja okkur að jafnaði er eitt af hverjum fimm börnum í heiminum að fara á mis við reglubundnar bólusetningar sem bjargar lífi þeirra, og við þetta á ekki að una,“ segir Birna. „Þessi fjöldi sem við erum að sjá núna, um 67 milljónir barna sem er á við alla íbúatölu Bretlands, þetta er afturför um heilan áratug,“ segir hún enn fremur. Mesta bakslagið er í efnaminni ríkjum, þar sem Indland og Nígería standa hvað verst, en sömuleiðis er afturför í öðrum ríkjum. Áhrifin hafa þegar gert vart við sig en til að mynda árið 2022 ríflega tvöfölduðust tilfelli mislinga miðað við árið þar á undan og fjöldi barna sem lömuðust vegna mænusóttar jukust um sextán prósent. „Við erum að sjá hækkandi tíðni sjúkdóma og hreinlega farsótta sem að við höfðum ekki séð. Bæði er aukin tíðni á svæðum sem að voru enn þá með þessa sjúkdóma en svo eru þeir líka að skjóta upp kollinum á svæðum þar sem það var talið að það væri búið að ná stjórn á þeim,“ segir Birna. Stemma þurfi stigu við tortryggni í garð bólusetninga Heimsfaraldur Covid-19 er einn helsti áhrifaþátturinn, þar sem samfélög voru lömuð og heilbrigðisstarfsmenn gátu ekki sinnt sínum störfum sem hægði á reglubundnum bólusetningum, auk þess sem vopnuð átök hafa haft hamlandi áhrif. Einnig eru aðrir þættir. „Það sem að Unicef er sérstaklega að vara við er einfaldlega aukin tortryggni í garð bólusetninga, traust til bólusetninga sé að minnka er að hafa áhrif á tíðni bólusetninga sem setur líf barna í hættu,“ segir Birna en í skýrslunni segir að þegar heimsfaraldurinn var í hámarki hafi traust almennings til bólusetninga minnkað í 52 löndum af þeim 55 sem voru rannsökuð. Að mati UNICEF þarf að afla frekari gagna til að sjá hvort minnkandi traust sé tímabundið ástand eða hvort það sé til marks um langtímaþróun. Er þó tekið fram að þegar litið er til annarra sjúkdóma, til að mynda mænusótt og mislinga, sé stuðningur við bólusetningar barna áfram tiltölulega hár. Helstu úrræðin séu þau að fjárfesta í bólusetningarherferðum, setja aukið fjármagn í bólusetningar, einna helst í samfélögum þar sem bólusetningum er ábótavant, og stemma stigu við tortryggni í garð bólusetninga með aukinni upplýsingagjöf meðal annars. Biðlað er til ríkisstjórna heims til að bregðast við en ljóst sé að áhrifin verði mikil verði ekkert gert. „Ef að börn eru ekki bólusett þá minnka líkur þeirra til tækifæra til heilbrigðs lífs, til þess að fá menntun og til þess að þroskast og dafna eins og þau eiga rétt á. Við gætum einfaldlega farið að sjá bara aukna tíðni barnadauða, það er það sem gerist,“ segir Birna.
Bólusetningar Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákall um aukna fjárfestingu til bólusetninga Liam Neeson, góðgerðarsendiherra UNICEF og stórleikari, fer í ár fyrir alþjóðlegu ákalli UNICEF um aukna fjárfestingu til bólusetninga en einnig er vísindafólki, foreldrum og forráðamönnum, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem koma að bólusetningum barna færðar þakkir fyrir framlag síðustu tvo áratugina. Tilefnið er Alþjóðleg vika bólusetninga sem nú er hafin. 26. apríl 2022 10:34 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Ákall um aukna fjárfestingu til bólusetninga Liam Neeson, góðgerðarsendiherra UNICEF og stórleikari, fer í ár fyrir alþjóðlegu ákalli UNICEF um aukna fjárfestingu til bólusetninga en einnig er vísindafólki, foreldrum og forráðamönnum, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem koma að bólusetningum barna færðar þakkir fyrir framlag síðustu tvo áratugina. Tilefnið er Alþjóðleg vika bólusetninga sem nú er hafin. 26. apríl 2022 10:34