Raab segir af sér vegna ásakana undirmanna um einelti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. apríl 2023 10:30 Raab var ráðherra í ríkisstjórnum Sunak, May og Johnson. epa/Neil Hall Dominic Raab, dómsmálaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, hefur sagt af sér. Ástæðan eru niðurstöður rannsóknar á ásökunum fjölda undirmanna hans um einelti og áreiti. Það var forsætisráðherrann Rishi Sunak sem fékk lögmanninum Adam Tolley að rannsaka ásakanirnar á hendur Raab, sem voru átta talsins og vörðuðu alls 24 einstaklinga. Ásakanirnar vörðuðu hegðun Raab í þremur ráðuneytum; dómsmálaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu í stjórnartíð Boris Johnson og ráðuneyti málefna Brexit í stjórnartíð Theresu May. Umrædd skýrsla hefur ekki verið gerð opinber en í afsagnarbréfi sínu sagði Raab að Tolley hefði komist að þeirri niðurstöðu að allar ásakanirnar nema tvær hefðu átt við rök að styðjast. Í gær virtist Raab ákveðinn í því að sitja áfram og þá heyrðist ekkert frá Sunak. Menn gerðu því þá skóna að ef til vill hefðu niðurstöður rannsóknirnar verið Raab í hag en eitthvað virðist hafa breyst seint í gærkvöldi, í nótt eða morgun, sem varð til þess að Raab ákvað að segja af sér. My resignation statement. pic.twitter.com/DLjBfChlFq— Dominic Raab (@DominicRaab) April 21, 2023 Raab hefur ávallt neitað sök og stuðningsmenn hans og andstæðingar deilt um hvort hann hafi einfaldlega verið strangur yfirmaður eða hvort hann gekk of langt í framkomu við starfmenn sína. Í afsagnarbréfinu segir Raab endalok málsins setja hættulegt fordæmi, þar sem ráðherrar verði að geta axlað þá ábyrgð sem þeim er ætlað og gagnrýnt verk undirmanna sinna til að tryggja að þau standist kröfur. Hann segir skilgreininguna á einelti (e. bullying) orðna hættulega víðfema. Guardian er meðal þeirra miðla sem hafa leitað viðbragða vegna afsagnarinnar og hefur meðal annars eftir fyrrverandi samstarfsmanni Raab að undirmenn hans varpi nú öndinni léttar. Afsökunarbeiðni Raab í afsagnarbréfinu sé eitt besta dæmið um „ekki-afsökunarbeiðni“. Bretland Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Það var forsætisráðherrann Rishi Sunak sem fékk lögmanninum Adam Tolley að rannsaka ásakanirnar á hendur Raab, sem voru átta talsins og vörðuðu alls 24 einstaklinga. Ásakanirnar vörðuðu hegðun Raab í þremur ráðuneytum; dómsmálaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu í stjórnartíð Boris Johnson og ráðuneyti málefna Brexit í stjórnartíð Theresu May. Umrædd skýrsla hefur ekki verið gerð opinber en í afsagnarbréfi sínu sagði Raab að Tolley hefði komist að þeirri niðurstöðu að allar ásakanirnar nema tvær hefðu átt við rök að styðjast. Í gær virtist Raab ákveðinn í því að sitja áfram og þá heyrðist ekkert frá Sunak. Menn gerðu því þá skóna að ef til vill hefðu niðurstöður rannsóknirnar verið Raab í hag en eitthvað virðist hafa breyst seint í gærkvöldi, í nótt eða morgun, sem varð til þess að Raab ákvað að segja af sér. My resignation statement. pic.twitter.com/DLjBfChlFq— Dominic Raab (@DominicRaab) April 21, 2023 Raab hefur ávallt neitað sök og stuðningsmenn hans og andstæðingar deilt um hvort hann hafi einfaldlega verið strangur yfirmaður eða hvort hann gekk of langt í framkomu við starfmenn sína. Í afsagnarbréfinu segir Raab endalok málsins setja hættulegt fordæmi, þar sem ráðherrar verði að geta axlað þá ábyrgð sem þeim er ætlað og gagnrýnt verk undirmanna sinna til að tryggja að þau standist kröfur. Hann segir skilgreininguna á einelti (e. bullying) orðna hættulega víðfema. Guardian er meðal þeirra miðla sem hafa leitað viðbragða vegna afsagnarinnar og hefur meðal annars eftir fyrrverandi samstarfsmanni Raab að undirmenn hans varpi nú öndinni léttar. Afsökunarbeiðni Raab í afsagnarbréfinu sé eitt besta dæmið um „ekki-afsökunarbeiðni“.
Bretland Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira