„Við þurftum að fara svolítið varlega“ Máni Snær Þorláksson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 21. apríl 2023 12:51 Einar Valsson segir að það hafi gengið vel að losa flutningaskipið Wilson Skaw í morgun. Landhelgisgæslan Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot í morgun. Skipherra á Freyju segir að björgunaraðgerðir hafi gengið hratt og vel. Nú sé skipið í rólegu togi þar til hægt verður að skoða það betur í skjóli. Það líti þó vel út eins og er. „Í morgun, fljótlega upp úr sjö, tókum við eftir að það var að komast aðeins hreyfing á skipið,“ segir Einar Valsson, skipherra á Freyju, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Hann segir vind hafa gengið hraðar upp en von var á og með honum hafi komið alda. Um klukkan hálf átta hafi áhöfnin verið farin að sjá að það var komin hreyfing á stefnið á flutningaskipinu. Þá var ákveðið að ræsa út í aðgerðir og koma dráttartaugum á milli flutningaskipsins og Freyju. „Það gekk alveg ótrúlega vel. Við sendum bát yfir með einn af stýrimönnunum okkar til þess að stjórna aðgerðum þarna hinum megin, hann var kominn um borð tíu mínútum eftir að hann fór frá okkur og við vorum búnir að koma á fyrstu tengingu einhverjum tíu mínútum þar á eftir.“ Einar segir að í framhaldi hafi aldan og vindurinn snúið og hreyft við skipinu. „Þannig þetta hjálpaðist allt að við að koma skipinu af skerinu og það var þarna um 9:40 sem við bókum að skipið sé laust,“ segir hann. Verkefninu var þó ekki lokið þegar búið var að losa skipið því það þurfti að koma því á dýpri sjó. „Það eru grynningar og þetta færi er svo sem ekki mjög vel mælt þannig við þurftum að fara svolítið varlega,“ segir Einar. „Við gerðum það bara, fikruðum okkur áfram bara metra fyrir metra í rauninni þar til við vorum búnir að koma skipinu á frían sjó. Við erum bara með það núna í rólegu togi hérna út álinn og stefnan er að fara inn á Steingrímsfjörð, koma okkur í skjól þar til þess að meta aðstæður og skoða skipið betur. Þetta lítur vel út í augnablikinu.“ Skipaflutningar Landhelgisgæslan Strand Wilson Skaw Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
„Í morgun, fljótlega upp úr sjö, tókum við eftir að það var að komast aðeins hreyfing á skipið,“ segir Einar Valsson, skipherra á Freyju, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Hann segir vind hafa gengið hraðar upp en von var á og með honum hafi komið alda. Um klukkan hálf átta hafi áhöfnin verið farin að sjá að það var komin hreyfing á stefnið á flutningaskipinu. Þá var ákveðið að ræsa út í aðgerðir og koma dráttartaugum á milli flutningaskipsins og Freyju. „Það gekk alveg ótrúlega vel. Við sendum bát yfir með einn af stýrimönnunum okkar til þess að stjórna aðgerðum þarna hinum megin, hann var kominn um borð tíu mínútum eftir að hann fór frá okkur og við vorum búnir að koma á fyrstu tengingu einhverjum tíu mínútum þar á eftir.“ Einar segir að í framhaldi hafi aldan og vindurinn snúið og hreyft við skipinu. „Þannig þetta hjálpaðist allt að við að koma skipinu af skerinu og það var þarna um 9:40 sem við bókum að skipið sé laust,“ segir hann. Verkefninu var þó ekki lokið þegar búið var að losa skipið því það þurfti að koma því á dýpri sjó. „Það eru grynningar og þetta færi er svo sem ekki mjög vel mælt þannig við þurftum að fara svolítið varlega,“ segir Einar. „Við gerðum það bara, fikruðum okkur áfram bara metra fyrir metra í rauninni þar til við vorum búnir að koma skipinu á frían sjó. Við erum bara með það núna í rólegu togi hérna út álinn og stefnan er að fara inn á Steingrímsfjörð, koma okkur í skjól þar til þess að meta aðstæður og skoða skipið betur. Þetta lítur vel út í augnablikinu.“
Skipaflutningar Landhelgisgæslan Strand Wilson Skaw Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira