Tjáningarfrelsið og málefni trans barna og ungmenna Helgi Áss Grétarsson skrifar 22. apríl 2023 10:00 Það má tjá skoðanir á hver sé þróun málefna trans barna og ungmenna hér á landi. Margir veigra sér þó við því. Hvers vegna? Væntanlega er ein ástæða þess að sú hætta er raunveruleg að sá sem tjái skoðanir sínar um málaflokkinn verði í framhaldinu brennimerktur á opinberum vettvangi, svo sem dæmi eru um. Þessi tilhneiging til skautunar í opinberri umræðu um málefni trans fólks er ekki einskorðuð við Ísland, sbr. t.d. skýrslu norskrar sérfræðingarnefndar um tjáningarfrelsið sem kom út 15. ágúst 2022 (NOU 2022:09, bls. 204). Eru áhrif kynhormónabælandi meðferða afturkræf? Þriðjudaginn 18. apríl sl. var birt í Morgunblaðinu grein eftir formann Trans Íslands og verkefnastjóra hjá samtökunum ’78 um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna. Um margt er greinin fróðleg og málefnaleg en í henni var m.a. eftirfarandi fullyrt: „Mörg trans börn sem komin eru á kynþroskaaldur kjósa, í samráði við lækna og foreldra, að nota hormónabælandi lyf sem halda aftur af kynþroska. Áhrif þeirra eru afturkræf.“ Þótt ég sé ekki menntaður í læknavísindum er ástæða til að staldra hér við þar eð við könnun á nýlegum og traustum heimildum má efast um sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar að áhrif kynhormónabælandi meðferða við þessar aðstæður sé afturkræf. Á hverju eru efasemdirnar reistar? Svo sem rakið er í grein minni í Morgunblaðinu 7. júlí 2022 var talið í skýrslu sænskra sérfræðinga frá febrúar 2022 að áhættan af notkun kynhormónabælandi meðferða í tilviki ungmenna væri meiri en mögulegur ávinningur af slíkri meðferð. Þessi skýrsla kom út á vegum opinbers rannsóknarráðs í málefnum tengd heilsu og velferð (s. Socialstyrelsen) og sambærileg stofnun í Noregi (n. Ukom), birti skýrslu 9. mars sl. þar sem niðurstaðan um sama álitaefni var sambærileg og í sænsku skýrslunni. Mælt var með því í norsku skýrslunni (n. Pasientsikkerhet for barn og unge með kjønnsinkongruens) að hormónameðferð við þessar aðstæður væri skilgreind sem tilraunarlyfjagjöf (n. utprøvende behandling). Í febrúar 2022 fengu ensk heilbrigðisyfirvöld í hendur bráðabirgðaskýrslu Dr. Cass (e. The Cass Review) þar sem m.a. var lagt til að hormónabælandi meðferð fyrir börn undir 16 ára yrði skilgreind sem tilraunarlyfjagjöf. Ensk heilbrigðisyfirvöld hafa á grundvelli athugasemda Dr. Cass unnið að breyttu verklagi. Lokaorð Það er fyllsta ástæða hér á landi að tryggja vandaða umgjörð um málefni transfólks. Á hinn bóginn er mikilvægt að raddir efasemda fái að komast að, ekki síst þegar kemur að viðurhlutamiklum læknisfræðilegum inngripum í líf barna og ungmenna, svo sem þeirra sem felast í notkun hormónabælandi lyfja til að halda aftur af kynþroska. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Börn og uppeldi Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það má tjá skoðanir á hver sé þróun málefna trans barna og ungmenna hér á landi. Margir veigra sér þó við því. Hvers vegna? Væntanlega er ein ástæða þess að sú hætta er raunveruleg að sá sem tjái skoðanir sínar um málaflokkinn verði í framhaldinu brennimerktur á opinberum vettvangi, svo sem dæmi eru um. Þessi tilhneiging til skautunar í opinberri umræðu um málefni trans fólks er ekki einskorðuð við Ísland, sbr. t.d. skýrslu norskrar sérfræðingarnefndar um tjáningarfrelsið sem kom út 15. ágúst 2022 (NOU 2022:09, bls. 204). Eru áhrif kynhormónabælandi meðferða afturkræf? Þriðjudaginn 18. apríl sl. var birt í Morgunblaðinu grein eftir formann Trans Íslands og verkefnastjóra hjá samtökunum ’78 um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna. Um margt er greinin fróðleg og málefnaleg en í henni var m.a. eftirfarandi fullyrt: „Mörg trans börn sem komin eru á kynþroskaaldur kjósa, í samráði við lækna og foreldra, að nota hormónabælandi lyf sem halda aftur af kynþroska. Áhrif þeirra eru afturkræf.“ Þótt ég sé ekki menntaður í læknavísindum er ástæða til að staldra hér við þar eð við könnun á nýlegum og traustum heimildum má efast um sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar að áhrif kynhormónabælandi meðferða við þessar aðstæður sé afturkræf. Á hverju eru efasemdirnar reistar? Svo sem rakið er í grein minni í Morgunblaðinu 7. júlí 2022 var talið í skýrslu sænskra sérfræðinga frá febrúar 2022 að áhættan af notkun kynhormónabælandi meðferða í tilviki ungmenna væri meiri en mögulegur ávinningur af slíkri meðferð. Þessi skýrsla kom út á vegum opinbers rannsóknarráðs í málefnum tengd heilsu og velferð (s. Socialstyrelsen) og sambærileg stofnun í Noregi (n. Ukom), birti skýrslu 9. mars sl. þar sem niðurstaðan um sama álitaefni var sambærileg og í sænsku skýrslunni. Mælt var með því í norsku skýrslunni (n. Pasientsikkerhet for barn og unge með kjønnsinkongruens) að hormónameðferð við þessar aðstæður væri skilgreind sem tilraunarlyfjagjöf (n. utprøvende behandling). Í febrúar 2022 fengu ensk heilbrigðisyfirvöld í hendur bráðabirgðaskýrslu Dr. Cass (e. The Cass Review) þar sem m.a. var lagt til að hormónabælandi meðferð fyrir börn undir 16 ára yrði skilgreind sem tilraunarlyfjagjöf. Ensk heilbrigðisyfirvöld hafa á grundvelli athugasemda Dr. Cass unnið að breyttu verklagi. Lokaorð Það er fyllsta ástæða hér á landi að tryggja vandaða umgjörð um málefni transfólks. Á hinn bóginn er mikilvægt að raddir efasemda fái að komast að, ekki síst þegar kemur að viðurhlutamiklum læknisfræðilegum inngripum í líf barna og ungmenna, svo sem þeirra sem felast í notkun hormónabælandi lyfja til að halda aftur af kynþroska. Höfundur er lögfræðingur.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun