Brynjar og Ari voru báðir í byrjunarliði sinna félaga í dag og léku allan leikinn. Eftir markalausan fyrri hálfleik sáu þeir Henrik Udahl og Paal Kirkevold um markaskorun Ham-Kam og niðurstaðan varð 2-0 sigur liðsins.
Ham-Kam situr nú í þriðja sæti norsku deildarinnar með sex stig eftir þrjá leiki, en Strømsgodset í því ellefta með þrjú stig.
Þá voru þeir Kristall Máni Ingason og Ísak Snær Þorvaldsson báðir í byrjunarliði Rosenborg er liðið gerði 1-1 jafntefli við Sandefjord og Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Hilmi Rafni Mikaelssyni og félögum í Tromsø.