Stoltur Pavel um stóru breytinguna | „Ég hef enga tilfinningu fyrir leiknum“ Aron Guðmundsson skrifar 23. apríl 2023 23:02 Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta, var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld er liðið bar sigurorðið gegn Njarðvík í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi í úrslitakeppni Subway deildar karla. Tindastóll er nú komið 2-0 yfir í einvíginu eftir fyrstu tvo leikina og getur, með sigri í þriðja leik liðanna á miðvikudaginn, sópað Njarðvíkingum út úr úrslitakeppninni. „Þeir (Njarðvík) spiluðu bara vel í kvöld myndi ég segja. Hvað okkur varðar þá held ég að þetta hafi bara verið framhald af síðasta leik,“ sagði Pavel eftir leik tvö í kvöld en Njarðvíkingar mættu mun sterkari til leiks í kvöld miðað við fyrsta leik liðanna. „Mér fannst við hvorki gera hlutina verr né öðruvísi, það var kannski bara mótherjinn sem var líkari sjálfum sér í dag heldur en hann á að vera. Njarðvíkingarnir eiga gott körfuboltalið sem spilaði betur í kvöld. Ég held að þessir góðu leikmenn þeirra hafi bara spilað eðlilega í kvöld. Ég veit ekki alveg hvað annað ég get sagt við strákana mína fyrir næsta leik en bara áfram, ég veit ekki alveg hvað ég get lagað.“ Upplifir ekki það sama sem þjálfari Svali Björgvinsson tók viðtalið við Pavel en hann vildi fá að vita hvort Pavel, sem á sínum leikmannaferli vann fjöldann allan af Íslandsmeistaratitlum, fyndi mun á því að vera þjálfari frekar en leikmaður í þessum aðstæðum. „Ég hef enga tilfinningu fyrir leiknum, það er aðal breytingin,” svaraði Pavel. ,,Þegar að maður er ekki inn á vellinum, þá hefur maður ekki tilfinningu. Ég upplifi ekki það sama og strákarnir. Við vorum yfir með 30 stigum í síðasta leik og nokkrar mínútur eftir en mér leið ekki eins og við værum með þá. Ef ég hefði verið inn á vellinum þá hefði ég fundið þessa tilfinningu, að við værum með þá. Það er aðal vandamálið með að vera þjálfari og ég reyni oft að hlera strákana með það hvernig þeim líður, ekki hvað þeim finnst við eiga vera að gera.“ En á annað borð viðurkenndi Pavel að hann sé að finna fyrir miklu stolti vegna spilamennsku sinna manna. „Ég ætla ekki að eigna mér neitt í þessum sigri en maður upplifir stolt og það er gaman að sjá strákana sína vera upplifa það sem ég hef áður upplifað. Ég veit hvaða tilfinningu þeir eru að upplifa og það gleður mig rosalega að vita hvernig þeim líður núna.“ Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Í beinni: Haukar - Þór Ak. | Hafnfirðingar geta nálgast deildarmeistaratitilinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ Sjá meira
Tindastóll er nú komið 2-0 yfir í einvíginu eftir fyrstu tvo leikina og getur, með sigri í þriðja leik liðanna á miðvikudaginn, sópað Njarðvíkingum út úr úrslitakeppninni. „Þeir (Njarðvík) spiluðu bara vel í kvöld myndi ég segja. Hvað okkur varðar þá held ég að þetta hafi bara verið framhald af síðasta leik,“ sagði Pavel eftir leik tvö í kvöld en Njarðvíkingar mættu mun sterkari til leiks í kvöld miðað við fyrsta leik liðanna. „Mér fannst við hvorki gera hlutina verr né öðruvísi, það var kannski bara mótherjinn sem var líkari sjálfum sér í dag heldur en hann á að vera. Njarðvíkingarnir eiga gott körfuboltalið sem spilaði betur í kvöld. Ég held að þessir góðu leikmenn þeirra hafi bara spilað eðlilega í kvöld. Ég veit ekki alveg hvað annað ég get sagt við strákana mína fyrir næsta leik en bara áfram, ég veit ekki alveg hvað ég get lagað.“ Upplifir ekki það sama sem þjálfari Svali Björgvinsson tók viðtalið við Pavel en hann vildi fá að vita hvort Pavel, sem á sínum leikmannaferli vann fjöldann allan af Íslandsmeistaratitlum, fyndi mun á því að vera þjálfari frekar en leikmaður í þessum aðstæðum. „Ég hef enga tilfinningu fyrir leiknum, það er aðal breytingin,” svaraði Pavel. ,,Þegar að maður er ekki inn á vellinum, þá hefur maður ekki tilfinningu. Ég upplifi ekki það sama og strákarnir. Við vorum yfir með 30 stigum í síðasta leik og nokkrar mínútur eftir en mér leið ekki eins og við værum með þá. Ef ég hefði verið inn á vellinum þá hefði ég fundið þessa tilfinningu, að við værum með þá. Það er aðal vandamálið með að vera þjálfari og ég reyni oft að hlera strákana með það hvernig þeim líður, ekki hvað þeim finnst við eiga vera að gera.“ En á annað borð viðurkenndi Pavel að hann sé að finna fyrir miklu stolti vegna spilamennsku sinna manna. „Ég ætla ekki að eigna mér neitt í þessum sigri en maður upplifir stolt og það er gaman að sjá strákana sína vera upplifa það sem ég hef áður upplifað. Ég veit hvaða tilfinningu þeir eru að upplifa og það gleður mig rosalega að vita hvernig þeim líður núna.“
Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Í beinni: Haukar - Þór Ak. | Hafnfirðingar geta nálgast deildarmeistaratitilinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti