„Ein alversta frammistaða hjá markmanni sem ég hef orðið vitni að“ Sverrir Mar Smárason skrifar 24. apríl 2023 09:30 Kári hefur ekki miklar mætur á Kela sem markverði. Samsett Hrafnkell Freyr Ágústsson, oftast þekktur sem Keli í hlaðvarpinu Dr. Football, hefur getið sér gott orð í fótboltaumfjöllun á Íslandi. Færri vita þó að Hrafnkell Freyr átti merkilegan feril sjálfur eins og hlustendur fá að kynnast í nýju hlaðvarpi á Tal, Ástríðan – Hetjur Neðri Deildanna. Þar sagði Kári Ársælsson, fyrrum fyrirliði í meistaraliði Breiðabliks og samherji Hrafnkels í Augnablik, skemmtilega sögu frá því þegar Hrafnkell brá sér í hlutverk markvarðar í leik gegn Kára á undirbúningstímabili. „Það fyrsta sem kemur upp í hugann er þegar við spiluðum við Kára upp á Skaga í höllinni. Við vorum, eins og oft var hjá Augnablik á þessum tíma, markmannslausir. Þeir voru alltaf í einhverjum fermingum eða klippingum. Kela fannst mjög eðlilegt að hann myndi taka á sig að vera í marki þarna í þessum leik. Við vorum svona að þræta þetta alla vikuna og það nennti enginn í mark en Keli hafði alltaf haft einhvern draum um að eiga einn leik í búrinu. Eftir á hyggja var þetta galin ákvörðun hjá Jökli þjálfara.“ Ástríðan: Hetjur neðri deildanna mætir á veitur á mánudaginn. TAL, Spotify, podcast öpp.Allt gert með JAKO, Waterclouds og Bola.Fyrstu tveir viðmælendurnir eru PalliBóndi og Málkell #ástríðan pic.twitter.com/xIDiGWO90R— Ástríðan Podcast (@AstriPodcast) April 13, 2023 „Þetta var ein alversta frammistaða hjá markmanni sem ég hef orðið vitni að. Hann var vel kærulaus og allir boltar fóru í gegnum hann og inn. Við hefðum alveg eins getað verið með keilu í marki. Ég man ekki eftir einni einustu vörslu. Keli er samt flottur strákur og á hrós skilið fyrir að þora,“ sagði Kári um þetta skemmtilega atvik. Hrafnkell hélt svo áfram með umræðuna og tók undir með Kára að þetta hafi líklegast verið röng ákvörðun þegar litið er til baka. „Ég var búinn að ræða þetta mikið við Jökul þjálfara alla vikuna. Ég hafði alltaf átt mér draum um að spila í marki. Ég veit ekki hvað það var. Bara tilhugsunin um að standa í markinu og láta skotin dynja á sig. Ég vissi það að á móti Kára í höllinni þá myndu helvíti mörg skot koma,“ sagði Hrafnkell og hló. „Ég sagði bara við Jökul að ég skyldi taka þetta á mig og þetta fer bara eins og þetta fer. Svo var þetta bara miklu verra en ég hélt. Ég var miklu lélegri en ég bjóst við og líka miklu erfiðara. Eftir þetta fór ég að bera meiri virðingu fyrir markmönnum,“ sagði Hrafnkell. Hann viðurkenndi svo að hann hafi verið farinn að huga að því hvort einhver vildi skipta við hann sem honum tókst svo eftir 60 mínútna leik. „Það sem gerðist fyndið var að í hálfleik var ég farinn að spyrja menn hvort einhver annar væri til í að taka að sér búrið. Arnór Brynjarsson var eiginlega eini sem var eitthvað til í það. Við ákváðum að ég myndi byrja síðari hálfleikinn áfram í markinu en svo á 60. mínútu gafst ég upp og þá tókum við markmannsskipti. Þeir á ÍA-TV voru búnir að vera að segja allan leikinn að ég væri nú líklega ekki markmaður sem þeir sáu svo bara þegar ég skipti við Arnór í miðvörðinn,“ sagði Hrafnkell og hló. Leikurinn endaði 7-3 heimamönnum í Kára í vil og Hrafnkell fékk því á sig 7 mörk í sínum eina leik á milli stanganna. Öllum til mikillar gleði er leikurinn enn opinn á youtube síðu ÍA TV og getur því hver sem er séð hvað átti sér stað og dæmi svo hver fyrir sig um hæfileika Hrafnkels sem markmaður. Ástríðan – Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2.- og 3.deild karla í fótbolta. Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna í öllum helstu hlaðvarpsveitum. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira
Þar sagði Kári Ársælsson, fyrrum fyrirliði í meistaraliði Breiðabliks og samherji Hrafnkels í Augnablik, skemmtilega sögu frá því þegar Hrafnkell brá sér í hlutverk markvarðar í leik gegn Kára á undirbúningstímabili. „Það fyrsta sem kemur upp í hugann er þegar við spiluðum við Kára upp á Skaga í höllinni. Við vorum, eins og oft var hjá Augnablik á þessum tíma, markmannslausir. Þeir voru alltaf í einhverjum fermingum eða klippingum. Kela fannst mjög eðlilegt að hann myndi taka á sig að vera í marki þarna í þessum leik. Við vorum svona að þræta þetta alla vikuna og það nennti enginn í mark en Keli hafði alltaf haft einhvern draum um að eiga einn leik í búrinu. Eftir á hyggja var þetta galin ákvörðun hjá Jökli þjálfara.“ Ástríðan: Hetjur neðri deildanna mætir á veitur á mánudaginn. TAL, Spotify, podcast öpp.Allt gert með JAKO, Waterclouds og Bola.Fyrstu tveir viðmælendurnir eru PalliBóndi og Málkell #ástríðan pic.twitter.com/xIDiGWO90R— Ástríðan Podcast (@AstriPodcast) April 13, 2023 „Þetta var ein alversta frammistaða hjá markmanni sem ég hef orðið vitni að. Hann var vel kærulaus og allir boltar fóru í gegnum hann og inn. Við hefðum alveg eins getað verið með keilu í marki. Ég man ekki eftir einni einustu vörslu. Keli er samt flottur strákur og á hrós skilið fyrir að þora,“ sagði Kári um þetta skemmtilega atvik. Hrafnkell hélt svo áfram með umræðuna og tók undir með Kára að þetta hafi líklegast verið röng ákvörðun þegar litið er til baka. „Ég var búinn að ræða þetta mikið við Jökul þjálfara alla vikuna. Ég hafði alltaf átt mér draum um að spila í marki. Ég veit ekki hvað það var. Bara tilhugsunin um að standa í markinu og láta skotin dynja á sig. Ég vissi það að á móti Kára í höllinni þá myndu helvíti mörg skot koma,“ sagði Hrafnkell og hló. „Ég sagði bara við Jökul að ég skyldi taka þetta á mig og þetta fer bara eins og þetta fer. Svo var þetta bara miklu verra en ég hélt. Ég var miklu lélegri en ég bjóst við og líka miklu erfiðara. Eftir þetta fór ég að bera meiri virðingu fyrir markmönnum,“ sagði Hrafnkell. Hann viðurkenndi svo að hann hafi verið farinn að huga að því hvort einhver vildi skipta við hann sem honum tókst svo eftir 60 mínútna leik. „Það sem gerðist fyndið var að í hálfleik var ég farinn að spyrja menn hvort einhver annar væri til í að taka að sér búrið. Arnór Brynjarsson var eiginlega eini sem var eitthvað til í það. Við ákváðum að ég myndi byrja síðari hálfleikinn áfram í markinu en svo á 60. mínútu gafst ég upp og þá tókum við markmannsskipti. Þeir á ÍA-TV voru búnir að vera að segja allan leikinn að ég væri nú líklega ekki markmaður sem þeir sáu svo bara þegar ég skipti við Arnór í miðvörðinn,“ sagði Hrafnkell og hló. Leikurinn endaði 7-3 heimamönnum í Kára í vil og Hrafnkell fékk því á sig 7 mörk í sínum eina leik á milli stanganna. Öllum til mikillar gleði er leikurinn enn opinn á youtube síðu ÍA TV og getur því hver sem er séð hvað átti sér stað og dæmi svo hver fyrir sig um hæfileika Hrafnkels sem markmaður. Ástríðan – Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2.- og 3.deild karla í fótbolta. Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna í öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira