Don Lemon rekinn frá CNN Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. apríl 2023 18:41 Don Lemon starfar ekki lengur hjá CNN eftir sautján ára starfsferil hjá fréttastöðinni. Getty/Dominik Bindl Fréttaþulurinn Don Lemon var rekinn frá CNN í dag. Brottreksturinn kemur í kjölfar greinar sem kom út fyrr í mánuðinum sem afhjúpaði ásakanir í garð Lemon nokkur ár aftur í tímann þar sem hann er sakaður um kvenfyrirlitningu og slæma hegðun. Í febrúar var hann gagnrýndur fyrir kvenfyrirlitin ummæli. CNN greindi frá því í dag að Lemon starfaði ekki lengur hjá stöðinni. Í tilkynningu Lemon sjálfs á Twitter sagði hann að fréttastöðin hafi ekki haft kjark til að reka sig í persónu heldur hafi þau gert það í gegnum umboðsmann sinn. „Ég var upplýstur af umboðsmanni mínum í morgun að ég hafi verið rekinn frá CNN. Ég er orðlaus. Eftir 17 ár hjá CNN hefði ég haldið að einhver af stjórnendunum hefðu haft sómann til að segja sér fréttirnar beint,“ skrifaði Lemon í tilkynningunni á Twitter. „Á engum tímapunkti fékk ég nokkra vísbendingu um að ég fengi ekki að halda áfram þeirri vinnu sem ég hef unað hjá fréttakeðjunni. Það er ljóst að það eru stærri þættir að verki. Að því sögðu, vil ég þakka kollegum mínum og þeim mörgu teymum sem ég hef unnið með í þessum ótrúlega spretti. Þau eru hæfileikaríkustu blaðamenn í bransanum og ég óska þeim alls hins besta,“ sagði jafnframt í tilkynningunni. pic.twitter.com/8PyLqvS0d7— Don Lemon (@donlemon) April 24, 2023 CNN svaraði Lemon á Twitter og sagði frásögn hans ónákvæma, honum hafi boðist að hitta stjórn CNN vegna málsins en hann hafi frekar ákveðið að birta yfirlýsinguna á Twitter. Konur á sextugsaldri komnar af léttasta skeiði Undanfarið hefur verið töluverð ólga í kringum Lemon eftir ummæli sem hann lét falla í morgunþættinum CNN This Morning í febrúar. Í þættinum var Nikki Haley, forsetaframbjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2024, til umræðu og tillögur hennar um að eldri stjórnmálamenn færu í hæfnipróf. Lemon sagði þá að hin 51 árs gamla Haley væri komin af léttasta skeiði á starfsferli sínum. Hann sagði að konur væru aðeins í blóma ferilsins þegar þæru væru á þrítugs og fertugsaldri og kannski fimmtugsaldri. Kollegar Lemon gagnrýndu hann í útsendingunni en hann var harður á afstöðu sinni. Christopher Licht, forstjóri CNN, sagði ummæli Lemon „óásættanleg“ í minnisblaði til starfsfólks og að hann hefði átt opinskátt samtal við Lemon um málið þar sem hann baðst afsökunar. Í kjölfarið gekkst Lemon við mistökum sínum á starfsmannafundi. Í síðasta mánuði birti Variety frétt sem afhjúpaði fjölda ásakana í garð Lemon. Þær ásakanir ná nokkur ár aftur í tímann og komu frá fleiri en einum aðila. Lemon neitaði þeim ásökununum. Lemon hefur verið vinsæll fréttamaður hjá CNN en hann gekk fyrst til liðs við stöðina árið 2006. Áður en hann varð hluti af morgunþættinum CNN This Morning fyrir sex mánuðum var hann í meira en átta ár með fréttaskýringaþátinn Don Lemon Tonight frá 2014 til 2022. Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
CNN greindi frá því í dag að Lemon starfaði ekki lengur hjá stöðinni. Í tilkynningu Lemon sjálfs á Twitter sagði hann að fréttastöðin hafi ekki haft kjark til að reka sig í persónu heldur hafi þau gert það í gegnum umboðsmann sinn. „Ég var upplýstur af umboðsmanni mínum í morgun að ég hafi verið rekinn frá CNN. Ég er orðlaus. Eftir 17 ár hjá CNN hefði ég haldið að einhver af stjórnendunum hefðu haft sómann til að segja sér fréttirnar beint,“ skrifaði Lemon í tilkynningunni á Twitter. „Á engum tímapunkti fékk ég nokkra vísbendingu um að ég fengi ekki að halda áfram þeirri vinnu sem ég hef unað hjá fréttakeðjunni. Það er ljóst að það eru stærri þættir að verki. Að því sögðu, vil ég þakka kollegum mínum og þeim mörgu teymum sem ég hef unnið með í þessum ótrúlega spretti. Þau eru hæfileikaríkustu blaðamenn í bransanum og ég óska þeim alls hins besta,“ sagði jafnframt í tilkynningunni. pic.twitter.com/8PyLqvS0d7— Don Lemon (@donlemon) April 24, 2023 CNN svaraði Lemon á Twitter og sagði frásögn hans ónákvæma, honum hafi boðist að hitta stjórn CNN vegna málsins en hann hafi frekar ákveðið að birta yfirlýsinguna á Twitter. Konur á sextugsaldri komnar af léttasta skeiði Undanfarið hefur verið töluverð ólga í kringum Lemon eftir ummæli sem hann lét falla í morgunþættinum CNN This Morning í febrúar. Í þættinum var Nikki Haley, forsetaframbjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2024, til umræðu og tillögur hennar um að eldri stjórnmálamenn færu í hæfnipróf. Lemon sagði þá að hin 51 árs gamla Haley væri komin af léttasta skeiði á starfsferli sínum. Hann sagði að konur væru aðeins í blóma ferilsins þegar þæru væru á þrítugs og fertugsaldri og kannski fimmtugsaldri. Kollegar Lemon gagnrýndu hann í útsendingunni en hann var harður á afstöðu sinni. Christopher Licht, forstjóri CNN, sagði ummæli Lemon „óásættanleg“ í minnisblaði til starfsfólks og að hann hefði átt opinskátt samtal við Lemon um málið þar sem hann baðst afsökunar. Í kjölfarið gekkst Lemon við mistökum sínum á starfsmannafundi. Í síðasta mánuði birti Variety frétt sem afhjúpaði fjölda ásakana í garð Lemon. Þær ásakanir ná nokkur ár aftur í tímann og komu frá fleiri en einum aðila. Lemon neitaði þeim ásökununum. Lemon hefur verið vinsæll fréttamaður hjá CNN en hann gekk fyrst til liðs við stöðina árið 2006. Áður en hann varð hluti af morgunþættinum CNN This Morning fyrir sex mánuðum var hann í meira en átta ár með fréttaskýringaþátinn Don Lemon Tonight frá 2014 til 2022.
Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira