Heimamenn í OB komust yfir um miðbik fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Petur Knudsen kom Lyngby yfir tíu mínútum síðar, reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.
LYNGBY BOLDKLUB I FRONT MED 0-1 VED PAUSEN
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) April 24, 2023
Et VAR-annulleret OB-mål og en flot kasse af Petur Knudsen gør, at vi er i front efter første halvleg
Vi fortsætter i anden halvleg #SammenForLyngby pic.twitter.com/F4sf6wRZl4
Kolbeinn Birgir Finnsson kom Lyngby 2-0 yfir snemma í síðari hálfleik eftir sendingu Sævars Atla Magnússonar. Því miður fyrir Frey Alexandersson og lærisveina hans í Lyngby skoruðu leikmenn OB tvívegis eftir það.
Heimamenn hefðu getað unnið leikinn en vítaspyrna fór forgörðum þegar tuttugu mínútur voru eftir. Lokatölur í kvöld 2-2 og Lyngby fimm stigum frá öruggu sæti þegar sex umferðir eru eftir.
Kolbeinn Birgir og Sævar Atli spiluðu allan leikinn í liði Lyngby á meðan Aron Elís Þrándarson kom inn af bekknum hjá OB í uppbótartíma.