Herþyrla á leið austur reyndist vera kafbátaleitarvél Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. apríl 2023 15:48 Chinook herþyrlurnar eru líklega meðal þekktustu herþyrlna í heimi. Engin slík flaug yfir Ísland um helgina. Stuart Gleave/Getty Bandarísk herþyrla af Chinook gerð sem virtist fljúga í austurátt yfir landið um helgina var í raun og veru bandarísk P-8 herflugvél sem notuð er í kafbátaleit. Glöggir flugáhugamenn veittu ferðum þyrlunnar athygli á vef FlightRadar. Á vef FlightRadar mátti sjá að á ferðinni yfir landið væri Boeing CH-47F Chinook herþyrla. Voru áhugamenn um flug í Facebook hópnum „Fróðleiksmolar um flug“ fljótir að veita ferðum „þyrlunnar“ eftirtekt og hve fljótt hún flaug yfir landið og áleiðis til Noregs. Vísir sendi utanríkisráðuneytinu fyrirspurn vegna málsins. Í svörum Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, kemur fram að um misskilning sé að ræða, nokkuð sem flugáhugamennirnir voru löngu búnir að átta sig á. Segir í svari utanríkisráðuneytisins: „Þetta er byggt á misskilningi. Þarna var á ferðinni bandarísk P-8 kafbátaleitarvél sem virðist hafa verið ranglega skráð á Flightradar sem Chinook-þyrla. P-8 vélarnar hafa haft tímabundna viðveru hér á landi undanfarin ár.“ Hin meinta Chinook herþyrla flaug á ógnarhraða yfir Ísland. Í umræðum flugáhugamanna um málið kemur fram að ekki sé um fyrstu vitleysuna að ræða í boði FlightRadar. „Hraðskreiðasta þyrla í heimi,“ skrifar einn áhugamannanna á léttum nótum og vísar til þess að hraðinn var mun meiri en þekkist þegar þyrlur eru annars vegar. Eftirlitsferðir nánast alla daga ársins Sveinn segir í svörum til Vísis ekki hafa skýringar á því hvers vegna flugvélin skráist sem herþyrla á vef FlightRadar. Hann segir að um sé að ræða flugvélar við kafbátaeftirlit bandalagsríkja í NATO, sem hafi farið fram við Ísland undanfarin ár vegna aukinnar umferðar kafbáta í kringum Ísland og á Atlantshafinu. „Tímabundin viðvera þessara eftirlitsvéla ræðst af umfangi þessarar umferðar á hverjum tíma en segja má að undanfarin misseri hafi verið flogið frá Íslandi í slíkar eftirlitsferðir nánast alla daga ársins.“ Um var raunverulega að ræða P-8 herflugvél líkt og hér sést á flugi.Rob Edgcumbe/Stocktrek/Getty NATO Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Hernaður Norðurslóðir Tengdar fréttir Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31 Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00 Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Á vef FlightRadar mátti sjá að á ferðinni yfir landið væri Boeing CH-47F Chinook herþyrla. Voru áhugamenn um flug í Facebook hópnum „Fróðleiksmolar um flug“ fljótir að veita ferðum „þyrlunnar“ eftirtekt og hve fljótt hún flaug yfir landið og áleiðis til Noregs. Vísir sendi utanríkisráðuneytinu fyrirspurn vegna málsins. Í svörum Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, kemur fram að um misskilning sé að ræða, nokkuð sem flugáhugamennirnir voru löngu búnir að átta sig á. Segir í svari utanríkisráðuneytisins: „Þetta er byggt á misskilningi. Þarna var á ferðinni bandarísk P-8 kafbátaleitarvél sem virðist hafa verið ranglega skráð á Flightradar sem Chinook-þyrla. P-8 vélarnar hafa haft tímabundna viðveru hér á landi undanfarin ár.“ Hin meinta Chinook herþyrla flaug á ógnarhraða yfir Ísland. Í umræðum flugáhugamanna um málið kemur fram að ekki sé um fyrstu vitleysuna að ræða í boði FlightRadar. „Hraðskreiðasta þyrla í heimi,“ skrifar einn áhugamannanna á léttum nótum og vísar til þess að hraðinn var mun meiri en þekkist þegar þyrlur eru annars vegar. Eftirlitsferðir nánast alla daga ársins Sveinn segir í svörum til Vísis ekki hafa skýringar á því hvers vegna flugvélin skráist sem herþyrla á vef FlightRadar. Hann segir að um sé að ræða flugvélar við kafbátaeftirlit bandalagsríkja í NATO, sem hafi farið fram við Ísland undanfarin ár vegna aukinnar umferðar kafbáta í kringum Ísland og á Atlantshafinu. „Tímabundin viðvera þessara eftirlitsvéla ræðst af umfangi þessarar umferðar á hverjum tíma en segja má að undanfarin misseri hafi verið flogið frá Íslandi í slíkar eftirlitsferðir nánast alla daga ársins.“ Um var raunverulega að ræða P-8 herflugvél líkt og hér sést á flugi.Rob Edgcumbe/Stocktrek/Getty
NATO Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Hernaður Norðurslóðir Tengdar fréttir Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31 Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00 Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31
Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00
Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent