Herþyrla á leið austur reyndist vera kafbátaleitarvél Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. apríl 2023 15:48 Chinook herþyrlurnar eru líklega meðal þekktustu herþyrlna í heimi. Engin slík flaug yfir Ísland um helgina. Stuart Gleave/Getty Bandarísk herþyrla af Chinook gerð sem virtist fljúga í austurátt yfir landið um helgina var í raun og veru bandarísk P-8 herflugvél sem notuð er í kafbátaleit. Glöggir flugáhugamenn veittu ferðum þyrlunnar athygli á vef FlightRadar. Á vef FlightRadar mátti sjá að á ferðinni yfir landið væri Boeing CH-47F Chinook herþyrla. Voru áhugamenn um flug í Facebook hópnum „Fróðleiksmolar um flug“ fljótir að veita ferðum „þyrlunnar“ eftirtekt og hve fljótt hún flaug yfir landið og áleiðis til Noregs. Vísir sendi utanríkisráðuneytinu fyrirspurn vegna málsins. Í svörum Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, kemur fram að um misskilning sé að ræða, nokkuð sem flugáhugamennirnir voru löngu búnir að átta sig á. Segir í svari utanríkisráðuneytisins: „Þetta er byggt á misskilningi. Þarna var á ferðinni bandarísk P-8 kafbátaleitarvél sem virðist hafa verið ranglega skráð á Flightradar sem Chinook-þyrla. P-8 vélarnar hafa haft tímabundna viðveru hér á landi undanfarin ár.“ Hin meinta Chinook herþyrla flaug á ógnarhraða yfir Ísland. Í umræðum flugáhugamanna um málið kemur fram að ekki sé um fyrstu vitleysuna að ræða í boði FlightRadar. „Hraðskreiðasta þyrla í heimi,“ skrifar einn áhugamannanna á léttum nótum og vísar til þess að hraðinn var mun meiri en þekkist þegar þyrlur eru annars vegar. Eftirlitsferðir nánast alla daga ársins Sveinn segir í svörum til Vísis ekki hafa skýringar á því hvers vegna flugvélin skráist sem herþyrla á vef FlightRadar. Hann segir að um sé að ræða flugvélar við kafbátaeftirlit bandalagsríkja í NATO, sem hafi farið fram við Ísland undanfarin ár vegna aukinnar umferðar kafbáta í kringum Ísland og á Atlantshafinu. „Tímabundin viðvera þessara eftirlitsvéla ræðst af umfangi þessarar umferðar á hverjum tíma en segja má að undanfarin misseri hafi verið flogið frá Íslandi í slíkar eftirlitsferðir nánast alla daga ársins.“ Um var raunverulega að ræða P-8 herflugvél líkt og hér sést á flugi.Rob Edgcumbe/Stocktrek/Getty NATO Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Hernaður Norðurslóðir Tengdar fréttir Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31 Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00 Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Á vef FlightRadar mátti sjá að á ferðinni yfir landið væri Boeing CH-47F Chinook herþyrla. Voru áhugamenn um flug í Facebook hópnum „Fróðleiksmolar um flug“ fljótir að veita ferðum „þyrlunnar“ eftirtekt og hve fljótt hún flaug yfir landið og áleiðis til Noregs. Vísir sendi utanríkisráðuneytinu fyrirspurn vegna málsins. Í svörum Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, kemur fram að um misskilning sé að ræða, nokkuð sem flugáhugamennirnir voru löngu búnir að átta sig á. Segir í svari utanríkisráðuneytisins: „Þetta er byggt á misskilningi. Þarna var á ferðinni bandarísk P-8 kafbátaleitarvél sem virðist hafa verið ranglega skráð á Flightradar sem Chinook-þyrla. P-8 vélarnar hafa haft tímabundna viðveru hér á landi undanfarin ár.“ Hin meinta Chinook herþyrla flaug á ógnarhraða yfir Ísland. Í umræðum flugáhugamanna um málið kemur fram að ekki sé um fyrstu vitleysuna að ræða í boði FlightRadar. „Hraðskreiðasta þyrla í heimi,“ skrifar einn áhugamannanna á léttum nótum og vísar til þess að hraðinn var mun meiri en þekkist þegar þyrlur eru annars vegar. Eftirlitsferðir nánast alla daga ársins Sveinn segir í svörum til Vísis ekki hafa skýringar á því hvers vegna flugvélin skráist sem herþyrla á vef FlightRadar. Hann segir að um sé að ræða flugvélar við kafbátaeftirlit bandalagsríkja í NATO, sem hafi farið fram við Ísland undanfarin ár vegna aukinnar umferðar kafbáta í kringum Ísland og á Atlantshafinu. „Tímabundin viðvera þessara eftirlitsvéla ræðst af umfangi þessarar umferðar á hverjum tíma en segja má að undanfarin misseri hafi verið flogið frá Íslandi í slíkar eftirlitsferðir nánast alla daga ársins.“ Um var raunverulega að ræða P-8 herflugvél líkt og hér sést á flugi.Rob Edgcumbe/Stocktrek/Getty
NATO Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Hernaður Norðurslóðir Tengdar fréttir Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31 Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00 Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31
Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00
Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01