Bjóðast til að endurgreiða stuðningsmönnum sem mættu á afhroðið gegn Newcastle Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. apríl 2023 18:01 Leikmenn Tottenham máttu þola niðurlægjandi tap gegn Newastle um liðna helgi. Clive Brunskill/Getty Images Leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham hafa boðið stuðningsmönnum sínum sem ferðuðust til Newcastle og sáu liðið niðurlægt gegn heimamönnum að endurgreiða þeim miðaverðið. Tottenham heimsótti Newcastle í afar mikilvægum leik í baráttunni um Meistaradeildarsæti síðastliðinn sunnudag. Það var þó ekki að sjá á leikmönnum Tottenham að mikið væri undir í leiknum því liðið fékk á sig fimm mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og tapaði að lokum 6-1. Andlaus frammistaða er líklega ekki nægilega sterk lýsing á því sem liðsmenn Tottenham buðu stuðninsgmönnum sínum upp á. Raunar var frammistaða liðsins svo slæm að bráðabirgðastjórinn Cristian Stellini, sem hafði verið í þjálfarateymi Antonio Conte, var rekinn daginn eftir leikinn. Hann hafði aðeins stýrt liðinu í fjórum leikjum. Leikmenn Tottenham hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir bjóðast til að endurgreiða stuðningsmönnum liðsins fyrir miðakaupin á leikinn. „Sem lið skiljum við pirringinn og reiðina. Við vitum að það sem við segjum mun ekki bæta fyrir þetta, en svona tap svíður,“ segir í yfirlýsingu leikmanna. „Við kunnum að meta ykkar stuðning, heima og að heiman, og með það í huga viljum við endurgreiða stuðningsmönnum miðaverðið á St. James' Park. Við vitum að það mun ekki breyta því sem gerðist á sunnudaginn og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að bæta upp fyrir þetta gegn Manchester United á fimmtudaginn þar sem stuðningur ykkar mun enn og aftur skipta okkur öllu máli.“ The players have a message for our fans who went to Newcastle on Sunday... pic.twitter.com/HFfmo8R2iH— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) April 25, 2023 Tottenham tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi fimmtudagskvöld í leik sem Lundúnaliðið verður einfaldlega að vinna til að halda veikri von sinni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili á lífi. Enski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Sjá meira
Tottenham heimsótti Newcastle í afar mikilvægum leik í baráttunni um Meistaradeildarsæti síðastliðinn sunnudag. Það var þó ekki að sjá á leikmönnum Tottenham að mikið væri undir í leiknum því liðið fékk á sig fimm mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og tapaði að lokum 6-1. Andlaus frammistaða er líklega ekki nægilega sterk lýsing á því sem liðsmenn Tottenham buðu stuðninsgmönnum sínum upp á. Raunar var frammistaða liðsins svo slæm að bráðabirgðastjórinn Cristian Stellini, sem hafði verið í þjálfarateymi Antonio Conte, var rekinn daginn eftir leikinn. Hann hafði aðeins stýrt liðinu í fjórum leikjum. Leikmenn Tottenham hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir bjóðast til að endurgreiða stuðningsmönnum liðsins fyrir miðakaupin á leikinn. „Sem lið skiljum við pirringinn og reiðina. Við vitum að það sem við segjum mun ekki bæta fyrir þetta, en svona tap svíður,“ segir í yfirlýsingu leikmanna. „Við kunnum að meta ykkar stuðning, heima og að heiman, og með það í huga viljum við endurgreiða stuðningsmönnum miðaverðið á St. James' Park. Við vitum að það mun ekki breyta því sem gerðist á sunnudaginn og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að bæta upp fyrir þetta gegn Manchester United á fimmtudaginn þar sem stuðningur ykkar mun enn og aftur skipta okkur öllu máli.“ The players have a message for our fans who went to Newcastle on Sunday... pic.twitter.com/HFfmo8R2iH— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) April 25, 2023 Tottenham tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi fimmtudagskvöld í leik sem Lundúnaliðið verður einfaldlega að vinna til að halda veikri von sinni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili á lífi.
Enski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Sjá meira