Myndir af Radcliffe að ganga um með barnavagn vöktu athygli Daily Mail í dag sem greindi frá því að Darke væri búin að eiga barnið. Það fékkst þó ekki staðfest strax en BBC greinir frá því að nú sé talsmaður Radcliffe búinn að staðfesta að þau séu orðnir foreldrar. Um er að ræða fyrsta barn þeirra beggja.
Radcliffe sagði í október í fyrra að hann vildi eignast börn. Leikarinn sagðist dreyma um að börnin sín myndu hafa áhuga á því að vinna í kringum kvikmyndir. Hann myndi þó helst vilja að þau hefðu meiri áhuga að vera fyrir aftan myndavélina.
„Kvikmyndasett eru æðislegir staðir. Ég held að í mörgum tilvikum geti þau verið æðisleg fyrir krakka. En það er í rauninni frægðarhliðin sem ætti að forðast með öllum ráðum.“