Gullleitarfyrirtæki horfir til íslenskra jarðhitasvæða eftir sýnatöku á Reykjanesi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. apríl 2023 14:45 Iceland Resources gefur ekki upp í hvaða virkjun sýnin voru tekin en samkvæmt heimildum Vísis er það Reykjanesvirkjun í eigu HS Orku. HS Orka Iceland Resources, fyrirtæki sem leitar að gulli og öðrum góðmálmum, greindi í dag frá niðurstöðum rannsókna á sýnum fengnum frá Reykjanesvirkjun. Forstjóri segir að langt sé í að möguleg vinnsla geti hafist. 26 sýni voru tekin innan úr borholum og úr setlaugum við Reykjanesvirkjun. Voru þau flutt út til greiningar í Kanada. Í sýnunum fundust 353 grömm af gulli og 5.960 grömm af silfri í hverju tonni. Auk þess sem sýnin innihéldu 12,65 prósent kopar og meira en 30 prósent sink. „Það er þörf á frekari rannsóknum og við erum langt frá því að sjá hvort að málmarnir séu til í vinnanlegu magni. Þetta eru örfá sýni sem við fengum frá Reykjanesi. Ef vinnsla hefst getur það svo tekið allt að tuttugu ár,“ segir Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir, forstjóri Iceland Resources. Samkvæmt Þórdísi sýna niðurstöðurnar að dýrmætir málmar séu til í talsverðu magni á jarðhitasvæðum Íslands. Það séu einnig miklar líkur á sambærilegu magni í öðrum jarðlögum landsins. Þessi uppgötvun staðfesti að viðskiptaáætlun Iceland Resources sé byggð á sterkum grunni. Umdeild gullleit Það var kanadíska námufyrirtækið St-Georges sem birti niðurstöðurnar en Iceland Resources er dótturfélag þess. Iceland Resources var áður í eigu feðganna Vilhjálms Þórs Vilhjálmssonar og Vilhjálms Kristins Eyjólfssonar sem eftir liggur slóð gjaldþrota á mismunandi kennitölum. Vilhjálmur Kristinn hefur einnig hlotið dóm fyrir skattalagabrot. LLandvernd og bæjarstjórn Mosfellsbæjar lögðust gegn gullleit í Þormóðsdal.Vilhelm Gunnarsson Árum saman stunduðu feðgarnir gullleit, einkum í Þormóðsdal í Mosfellssveit, Tröllaskaga og Vopnafirði og hlaut sú leit gagnrýni. En samkvæmt rannsóknarleyfi fyrir gulleit er landeigendum skylt að veita óhindraðan aðgang að því landi sem nýtingarleyfið nær til. Voru landeigendur margir hverjir mótfallnir leitinni og að veita aðgang að sínu landi. Sögðu þeir að jarðrask yrði mikið fyrir lítinn ávinning og að gullvinnsla sé mjög óumhverfisvæn. Meðal annars sé notuð blásýra til að „þvo“ gullið. Einnig hlutu áformin gagnrýni frá Landvernd og sveitarstjórn Mosfellsbæjar sem lagðist gegn gullleit í Þormóðsdal. Nýjar vinnsluaðferðir séu umhverfisvænni Samkvæmt Þórdísi fóru feðgarnir Vilhjálmur eldri og yngri út úr fyrirtækinu fyrir tveimur árum síðan. Hún stýrir fyrirtækinu sem sé alfarið í eigu St-Georges sem er með höfuðstöðvar í borginni Montreal. St-Georges titlar sig sem umhverfisvænt námuvinnslufyrirtæki, „eco-mining.“ Þórdís segir feðgana horfna úr fyrirtækinu og vinnsluaðferðirnar orðnar umhverfisvænni. „Nýjar aðferðir við vinnslu málma eru mun umhverfisvænni en eldri aðferðir,“ segir Þórdís og nefnir að lagaumhverfið skipti líka máli. „Í Svíþjóð er lagaumhverfið mjög ákjósanlegt og hugað er að öllum þáttum, þar á meðal landvernd sem Iceland Resources er mjög umhugað um,“ segir hún. Skoða Ísland í heild Iceland Resources er enn þá með gilt rannsóknarleyfi fyrir leit á gulli og öðrum málmum í Þormóðsdal. Var það endurnýjað nú síðast í marsmánuði en upprunalega var það fengið af fyrirtækinu Melmi sem gekk inn í Iceland Resources. Fyrirtækið hefur einnig gilt rannsóknarleyfi í Vopnafirði og Héraðsflóa en ósk um áframhaldandi leyfi á Tröllaskaga hefur verið dregið til baka. „Við erum að skoða Ísland í heild sinni. Málmar í jörðu eru auðlind sem vert er að kanna, sérstaklega í árferði eins og nú er,“ segir Þórdís. Reykjanesbær Umhverfismál Tengdar fréttir Gullleitarleyfi í Þormóðsdal selt til Kanada Námufélag sem er skráð í Kanada en er í hlutaeigu Íslendings hefur keypt einkahlutafélag sem var handhafi að rannsóknaleyfi fyrir gull- og koparleit í Þormóðsdal í Mosfellsbæ. Íslenskt dótturfélag þess er sagt eiga að stýra rannsóknar- og þróunarstarfi verkefna þess á Íslandi. 29. október 2020 07:01 Fær ekki að athuga hvort finna megi gull í Þormóðsdal Fyrirtækið vildi hefja rannsóknarboranir í Þormóðsdal og kanna hvort þar mætti finna gull í nægilegu magni til að hefja námuvinnslu. 12. júní 2018 11:34 Leita gulls dýpra í Þormóðsdal Framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar hefur verið falið að afla frekari gagna vegna umsóknar félagsins Iceland Resources ehf. vegna gullleitar í Þormóðsdal. 24. ágúst 2016 07:00 Gullleitarfyrirtæki gjaldþrota Kröfur í búið námu 65,3 milljónum króna og fundust engar eignir í búinu. 8. desember 2015 16:01 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
26 sýni voru tekin innan úr borholum og úr setlaugum við Reykjanesvirkjun. Voru þau flutt út til greiningar í Kanada. Í sýnunum fundust 353 grömm af gulli og 5.960 grömm af silfri í hverju tonni. Auk þess sem sýnin innihéldu 12,65 prósent kopar og meira en 30 prósent sink. „Það er þörf á frekari rannsóknum og við erum langt frá því að sjá hvort að málmarnir séu til í vinnanlegu magni. Þetta eru örfá sýni sem við fengum frá Reykjanesi. Ef vinnsla hefst getur það svo tekið allt að tuttugu ár,“ segir Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir, forstjóri Iceland Resources. Samkvæmt Þórdísi sýna niðurstöðurnar að dýrmætir málmar séu til í talsverðu magni á jarðhitasvæðum Íslands. Það séu einnig miklar líkur á sambærilegu magni í öðrum jarðlögum landsins. Þessi uppgötvun staðfesti að viðskiptaáætlun Iceland Resources sé byggð á sterkum grunni. Umdeild gullleit Það var kanadíska námufyrirtækið St-Georges sem birti niðurstöðurnar en Iceland Resources er dótturfélag þess. Iceland Resources var áður í eigu feðganna Vilhjálms Þórs Vilhjálmssonar og Vilhjálms Kristins Eyjólfssonar sem eftir liggur slóð gjaldþrota á mismunandi kennitölum. Vilhjálmur Kristinn hefur einnig hlotið dóm fyrir skattalagabrot. LLandvernd og bæjarstjórn Mosfellsbæjar lögðust gegn gullleit í Þormóðsdal.Vilhelm Gunnarsson Árum saman stunduðu feðgarnir gullleit, einkum í Þormóðsdal í Mosfellssveit, Tröllaskaga og Vopnafirði og hlaut sú leit gagnrýni. En samkvæmt rannsóknarleyfi fyrir gulleit er landeigendum skylt að veita óhindraðan aðgang að því landi sem nýtingarleyfið nær til. Voru landeigendur margir hverjir mótfallnir leitinni og að veita aðgang að sínu landi. Sögðu þeir að jarðrask yrði mikið fyrir lítinn ávinning og að gullvinnsla sé mjög óumhverfisvæn. Meðal annars sé notuð blásýra til að „þvo“ gullið. Einnig hlutu áformin gagnrýni frá Landvernd og sveitarstjórn Mosfellsbæjar sem lagðist gegn gullleit í Þormóðsdal. Nýjar vinnsluaðferðir séu umhverfisvænni Samkvæmt Þórdísi fóru feðgarnir Vilhjálmur eldri og yngri út úr fyrirtækinu fyrir tveimur árum síðan. Hún stýrir fyrirtækinu sem sé alfarið í eigu St-Georges sem er með höfuðstöðvar í borginni Montreal. St-Georges titlar sig sem umhverfisvænt námuvinnslufyrirtæki, „eco-mining.“ Þórdís segir feðgana horfna úr fyrirtækinu og vinnsluaðferðirnar orðnar umhverfisvænni. „Nýjar aðferðir við vinnslu málma eru mun umhverfisvænni en eldri aðferðir,“ segir Þórdís og nefnir að lagaumhverfið skipti líka máli. „Í Svíþjóð er lagaumhverfið mjög ákjósanlegt og hugað er að öllum þáttum, þar á meðal landvernd sem Iceland Resources er mjög umhugað um,“ segir hún. Skoða Ísland í heild Iceland Resources er enn þá með gilt rannsóknarleyfi fyrir leit á gulli og öðrum málmum í Þormóðsdal. Var það endurnýjað nú síðast í marsmánuði en upprunalega var það fengið af fyrirtækinu Melmi sem gekk inn í Iceland Resources. Fyrirtækið hefur einnig gilt rannsóknarleyfi í Vopnafirði og Héraðsflóa en ósk um áframhaldandi leyfi á Tröllaskaga hefur verið dregið til baka. „Við erum að skoða Ísland í heild sinni. Málmar í jörðu eru auðlind sem vert er að kanna, sérstaklega í árferði eins og nú er,“ segir Þórdís.
Reykjanesbær Umhverfismál Tengdar fréttir Gullleitarleyfi í Þormóðsdal selt til Kanada Námufélag sem er skráð í Kanada en er í hlutaeigu Íslendings hefur keypt einkahlutafélag sem var handhafi að rannsóknaleyfi fyrir gull- og koparleit í Þormóðsdal í Mosfellsbæ. Íslenskt dótturfélag þess er sagt eiga að stýra rannsóknar- og þróunarstarfi verkefna þess á Íslandi. 29. október 2020 07:01 Fær ekki að athuga hvort finna megi gull í Þormóðsdal Fyrirtækið vildi hefja rannsóknarboranir í Þormóðsdal og kanna hvort þar mætti finna gull í nægilegu magni til að hefja námuvinnslu. 12. júní 2018 11:34 Leita gulls dýpra í Þormóðsdal Framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar hefur verið falið að afla frekari gagna vegna umsóknar félagsins Iceland Resources ehf. vegna gullleitar í Þormóðsdal. 24. ágúst 2016 07:00 Gullleitarfyrirtæki gjaldþrota Kröfur í búið námu 65,3 milljónum króna og fundust engar eignir í búinu. 8. desember 2015 16:01 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Gullleitarleyfi í Þormóðsdal selt til Kanada Námufélag sem er skráð í Kanada en er í hlutaeigu Íslendings hefur keypt einkahlutafélag sem var handhafi að rannsóknaleyfi fyrir gull- og koparleit í Þormóðsdal í Mosfellsbæ. Íslenskt dótturfélag þess er sagt eiga að stýra rannsóknar- og þróunarstarfi verkefna þess á Íslandi. 29. október 2020 07:01
Fær ekki að athuga hvort finna megi gull í Þormóðsdal Fyrirtækið vildi hefja rannsóknarboranir í Þormóðsdal og kanna hvort þar mætti finna gull í nægilegu magni til að hefja námuvinnslu. 12. júní 2018 11:34
Leita gulls dýpra í Þormóðsdal Framkvæmdastjóra umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar hefur verið falið að afla frekari gagna vegna umsóknar félagsins Iceland Resources ehf. vegna gullleitar í Þormóðsdal. 24. ágúst 2016 07:00
Gullleitarfyrirtæki gjaldþrota Kröfur í búið námu 65,3 milljónum króna og fundust engar eignir í búinu. 8. desember 2015 16:01