Líður stundum eins og hann sé ekki alvöru manneskja Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. maí 2023 20:01 Haraldur er opinskár með það að hann hafi lengi langað til þess að fá að leika. Draumurinn hefur loksins ræsts. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, betur þekktur sem Halli í Ueno, lét draum sinn rætast og lék í alþjóðlegri kvikmynd í síðustu viku. Hann segir leiklistina henta sér vel því oft líði honum eins og hann þurfi að leika sig í gegnum hversdaginn. „Ég veit ekkert hvað ég má segja þér,“ segir Halli léttur í bragði í samtali við Vísi. Hann bætir því svo við hlæjandi að hann hafi reyndar ekki verið beðinn um að halda nein leyndarmál. Kvikmyndin sem Halli leikur í er þýsk og er framleidd af Warner Brothers kvikmyndaverinu. Halli útskýrir að hún heiti Ein milljónir mínútna og byggi á sannsögulegri bók um fjölskylduföður sem ákveður að hætta í vinnunni og ferðast með dóttur sinni og fjölskyldu í einar milljón mínútur. „Þau fara á flakk út um allan heim og myndin er tekin upp í Þýskalandi, Tælandi og síðan á Íslandi. Við vorum við tökur til dæmis á Eyrarbakka, í Hvalfirði og í Laxnesi.“ Halli greinir meðal annars frá nýorðnum leiklistarferli á Twitter. Þar segist hann sérstaklega spenntur fyrir því að taka að sér hlutverk illmennis. Wrapped my first first acting gig in a movie today.For a shy kid this was a major accomplishment. Call me if you re casting. Especially if you have a role for a bad guy. pic.twitter.com/qqlF4uSLv9— Halli (@iamharaldur) April 25, 2023 Halli segist ekki hafa búist við því að fá nokkurn tímann að leika í kvikmynd. Hann steig sín fyrstu skref í síðasta Áramótaskaupi en hafði aldrei leikið neitt að ráði fram að því. „Ég var farinn að hugsa um það hvað það yrði gaman að leika áður en ég kom fram í skaupinu. Síðan hafði þetta kvikmyndateymi samband við mig og þau buðu mér prufu. Svo bara fékk ég hlutverkið, sem kom mjög á óvart!“ segir Haraldur enn hlæjandi. Leikur sig í gegnum daginn Teymið hefur verið hér á landi síðustu vikur við tökur. Alls var Haraldur til staðar á settinu í þrjá daga. Spurður hvort það sé ekki frekar mikið fyrir aukaleikara segir Haraldur á léttum nótum: „Ég veit það ekki, ég hef aldrei verið í bíómynd áður!“ Halli var óhræddur við að slá á létta strengi á meðan tökum stóð. Spent the day on a movie set looking normal. pic.twitter.com/n8XBCxWgn2— Halli (@iamharaldur) April 24, 2023 „Það kom mér mjög á óvart hvað þetta varð stórt hlutverk. Ég fæ alveg nokkrar línur og fæ að tala í frekar djúsí atriðum.“ Talið berst að því hvaðan áhuginn á leiklistinni hafi komið. „Mig hefur oft langað til að prófa að leika því að mér líður oft ekki eins og ég sé alvöru manneskja,“ segir Haraldur og berskjaldar sig á sinn einstaka hátt. „Þá þarf ég stundum að prófa að setja mig í þessi spor og leika mig í gegnum daginn. Þannig mér fannst þetta mjög náttúrulegt.“ Til í að leika meira Halli segir að sér hafi mest komið á óvart það sem komi flestum á óvart sem taka þátt í kvikmyndagerð í fyrsta sinn; Hversu langur tími fer í allar tökur. „Þetta var rosamikil biði og hangs, það er magnað hvað það tekur langan tíma að taka upp til að mynda stutt atriði. Það þarf að íhuga þau á svo marga vegu, taka þau oft upp og þá út frá svo mörgum hliðum.“ Hann bætir því við að kvikmyndateymið hafi verið til fyrirmyndar og samstarfið gengið vel. Mest var Haraldur í tíu tíma í tökum í einu. Ætlarðu að leika meira? „Mér fannst þetta gaman. Þannig að ef einhver vill fá mig í það, þá er ég klár,“ segir Halli léttur í bragði. Haraldur var að sjálfsögðu ekki rekinn að loknum fyrsta degi við tökur. First day acting on a movie set complete.Wasn t fired.Mission accomplished.— Halli (@iamharaldur) April 19, 2023 Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. 14. apríl 2023 08:45 Haraldur maður ársins hjá lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar Haraldur Ingi Þorleifsson er maður ársins 2022 að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2022 11:36 „Stærsta sorg sem ég hef lent í“ Haraldur Ingi Þorleifsson stofnaði sitt eigið fyrirtæki í stofunni heima hjá sér árið 2014. Hugmyndin var þá að stofna lítið félag utan um þau verkefni sem hann var sjálfur að vinna í lausamennsku sem hönnuður á ýmiskonar vefsíðum, öppum og öðru skjáefni. 17. febrúar 2022 10:32 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
„Ég veit ekkert hvað ég má segja þér,“ segir Halli léttur í bragði í samtali við Vísi. Hann bætir því svo við hlæjandi að hann hafi reyndar ekki verið beðinn um að halda nein leyndarmál. Kvikmyndin sem Halli leikur í er þýsk og er framleidd af Warner Brothers kvikmyndaverinu. Halli útskýrir að hún heiti Ein milljónir mínútna og byggi á sannsögulegri bók um fjölskylduföður sem ákveður að hætta í vinnunni og ferðast með dóttur sinni og fjölskyldu í einar milljón mínútur. „Þau fara á flakk út um allan heim og myndin er tekin upp í Þýskalandi, Tælandi og síðan á Íslandi. Við vorum við tökur til dæmis á Eyrarbakka, í Hvalfirði og í Laxnesi.“ Halli greinir meðal annars frá nýorðnum leiklistarferli á Twitter. Þar segist hann sérstaklega spenntur fyrir því að taka að sér hlutverk illmennis. Wrapped my first first acting gig in a movie today.For a shy kid this was a major accomplishment. Call me if you re casting. Especially if you have a role for a bad guy. pic.twitter.com/qqlF4uSLv9— Halli (@iamharaldur) April 25, 2023 Halli segist ekki hafa búist við því að fá nokkurn tímann að leika í kvikmynd. Hann steig sín fyrstu skref í síðasta Áramótaskaupi en hafði aldrei leikið neitt að ráði fram að því. „Ég var farinn að hugsa um það hvað það yrði gaman að leika áður en ég kom fram í skaupinu. Síðan hafði þetta kvikmyndateymi samband við mig og þau buðu mér prufu. Svo bara fékk ég hlutverkið, sem kom mjög á óvart!“ segir Haraldur enn hlæjandi. Leikur sig í gegnum daginn Teymið hefur verið hér á landi síðustu vikur við tökur. Alls var Haraldur til staðar á settinu í þrjá daga. Spurður hvort það sé ekki frekar mikið fyrir aukaleikara segir Haraldur á léttum nótum: „Ég veit það ekki, ég hef aldrei verið í bíómynd áður!“ Halli var óhræddur við að slá á létta strengi á meðan tökum stóð. Spent the day on a movie set looking normal. pic.twitter.com/n8XBCxWgn2— Halli (@iamharaldur) April 24, 2023 „Það kom mér mjög á óvart hvað þetta varð stórt hlutverk. Ég fæ alveg nokkrar línur og fæ að tala í frekar djúsí atriðum.“ Talið berst að því hvaðan áhuginn á leiklistinni hafi komið. „Mig hefur oft langað til að prófa að leika því að mér líður oft ekki eins og ég sé alvöru manneskja,“ segir Haraldur og berskjaldar sig á sinn einstaka hátt. „Þá þarf ég stundum að prófa að setja mig í þessi spor og leika mig í gegnum daginn. Þannig mér fannst þetta mjög náttúrulegt.“ Til í að leika meira Halli segir að sér hafi mest komið á óvart það sem komi flestum á óvart sem taka þátt í kvikmyndagerð í fyrsta sinn; Hversu langur tími fer í allar tökur. „Þetta var rosamikil biði og hangs, það er magnað hvað það tekur langan tíma að taka upp til að mynda stutt atriði. Það þarf að íhuga þau á svo marga vegu, taka þau oft upp og þá út frá svo mörgum hliðum.“ Hann bætir því við að kvikmyndateymið hafi verið til fyrirmyndar og samstarfið gengið vel. Mest var Haraldur í tíu tíma í tökum í einu. Ætlarðu að leika meira? „Mér fannst þetta gaman. Þannig að ef einhver vill fá mig í það, þá er ég klár,“ segir Halli léttur í bragði. Haraldur var að sjálfsögðu ekki rekinn að loknum fyrsta degi við tökur. First day acting on a movie set complete.Wasn t fired.Mission accomplished.— Halli (@iamharaldur) April 19, 2023
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. 14. apríl 2023 08:45 Haraldur maður ársins hjá lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar Haraldur Ingi Þorleifsson er maður ársins 2022 að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2022 11:36 „Stærsta sorg sem ég hef lent í“ Haraldur Ingi Þorleifsson stofnaði sitt eigið fyrirtæki í stofunni heima hjá sér árið 2014. Hugmyndin var þá að stofna lítið félag utan um þau verkefni sem hann var sjálfur að vinna í lausamennsku sem hönnuður á ýmiskonar vefsíðum, öppum og öðru skjáefni. 17. febrúar 2022 10:32 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. 14. apríl 2023 08:45
Haraldur maður ársins hjá lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar Haraldur Ingi Þorleifsson er maður ársins 2022 að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2022 11:36
„Stærsta sorg sem ég hef lent í“ Haraldur Ingi Þorleifsson stofnaði sitt eigið fyrirtæki í stofunni heima hjá sér árið 2014. Hugmyndin var þá að stofna lítið félag utan um þau verkefni sem hann var sjálfur að vinna í lausamennsku sem hönnuður á ýmiskonar vefsíðum, öppum og öðru skjáefni. 17. febrúar 2022 10:32