Líður stundum eins og hann sé ekki alvöru manneskja Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. maí 2023 20:01 Haraldur er opinskár með það að hann hafi lengi langað til þess að fá að leika. Draumurinn hefur loksins ræsts. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, betur þekktur sem Halli í Ueno, lét draum sinn rætast og lék í alþjóðlegri kvikmynd í síðustu viku. Hann segir leiklistina henta sér vel því oft líði honum eins og hann þurfi að leika sig í gegnum hversdaginn. „Ég veit ekkert hvað ég má segja þér,“ segir Halli léttur í bragði í samtali við Vísi. Hann bætir því svo við hlæjandi að hann hafi reyndar ekki verið beðinn um að halda nein leyndarmál. Kvikmyndin sem Halli leikur í er þýsk og er framleidd af Warner Brothers kvikmyndaverinu. Halli útskýrir að hún heiti Ein milljónir mínútna og byggi á sannsögulegri bók um fjölskylduföður sem ákveður að hætta í vinnunni og ferðast með dóttur sinni og fjölskyldu í einar milljón mínútur. „Þau fara á flakk út um allan heim og myndin er tekin upp í Þýskalandi, Tælandi og síðan á Íslandi. Við vorum við tökur til dæmis á Eyrarbakka, í Hvalfirði og í Laxnesi.“ Halli greinir meðal annars frá nýorðnum leiklistarferli á Twitter. Þar segist hann sérstaklega spenntur fyrir því að taka að sér hlutverk illmennis. Wrapped my first first acting gig in a movie today.For a shy kid this was a major accomplishment. Call me if you re casting. Especially if you have a role for a bad guy. pic.twitter.com/qqlF4uSLv9— Halli (@iamharaldur) April 25, 2023 Halli segist ekki hafa búist við því að fá nokkurn tímann að leika í kvikmynd. Hann steig sín fyrstu skref í síðasta Áramótaskaupi en hafði aldrei leikið neitt að ráði fram að því. „Ég var farinn að hugsa um það hvað það yrði gaman að leika áður en ég kom fram í skaupinu. Síðan hafði þetta kvikmyndateymi samband við mig og þau buðu mér prufu. Svo bara fékk ég hlutverkið, sem kom mjög á óvart!“ segir Haraldur enn hlæjandi. Leikur sig í gegnum daginn Teymið hefur verið hér á landi síðustu vikur við tökur. Alls var Haraldur til staðar á settinu í þrjá daga. Spurður hvort það sé ekki frekar mikið fyrir aukaleikara segir Haraldur á léttum nótum: „Ég veit það ekki, ég hef aldrei verið í bíómynd áður!“ Halli var óhræddur við að slá á létta strengi á meðan tökum stóð. Spent the day on a movie set looking normal. pic.twitter.com/n8XBCxWgn2— Halli (@iamharaldur) April 24, 2023 „Það kom mér mjög á óvart hvað þetta varð stórt hlutverk. Ég fæ alveg nokkrar línur og fæ að tala í frekar djúsí atriðum.“ Talið berst að því hvaðan áhuginn á leiklistinni hafi komið. „Mig hefur oft langað til að prófa að leika því að mér líður oft ekki eins og ég sé alvöru manneskja,“ segir Haraldur og berskjaldar sig á sinn einstaka hátt. „Þá þarf ég stundum að prófa að setja mig í þessi spor og leika mig í gegnum daginn. Þannig mér fannst þetta mjög náttúrulegt.“ Til í að leika meira Halli segir að sér hafi mest komið á óvart það sem komi flestum á óvart sem taka þátt í kvikmyndagerð í fyrsta sinn; Hversu langur tími fer í allar tökur. „Þetta var rosamikil biði og hangs, það er magnað hvað það tekur langan tíma að taka upp til að mynda stutt atriði. Það þarf að íhuga þau á svo marga vegu, taka þau oft upp og þá út frá svo mörgum hliðum.“ Hann bætir því við að kvikmyndateymið hafi verið til fyrirmyndar og samstarfið gengið vel. Mest var Haraldur í tíu tíma í tökum í einu. Ætlarðu að leika meira? „Mér fannst þetta gaman. Þannig að ef einhver vill fá mig í það, þá er ég klár,“ segir Halli léttur í bragði. Haraldur var að sjálfsögðu ekki rekinn að loknum fyrsta degi við tökur. First day acting on a movie set complete.Wasn t fired.Mission accomplished.— Halli (@iamharaldur) April 19, 2023 Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. 14. apríl 2023 08:45 Haraldur maður ársins hjá lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar Haraldur Ingi Þorleifsson er maður ársins 2022 að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2022 11:36 „Stærsta sorg sem ég hef lent í“ Haraldur Ingi Þorleifsson stofnaði sitt eigið fyrirtæki í stofunni heima hjá sér árið 2014. Hugmyndin var þá að stofna lítið félag utan um þau verkefni sem hann var sjálfur að vinna í lausamennsku sem hönnuður á ýmiskonar vefsíðum, öppum og öðru skjáefni. 17. febrúar 2022 10:32 Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
„Ég veit ekkert hvað ég má segja þér,“ segir Halli léttur í bragði í samtali við Vísi. Hann bætir því svo við hlæjandi að hann hafi reyndar ekki verið beðinn um að halda nein leyndarmál. Kvikmyndin sem Halli leikur í er þýsk og er framleidd af Warner Brothers kvikmyndaverinu. Halli útskýrir að hún heiti Ein milljónir mínútna og byggi á sannsögulegri bók um fjölskylduföður sem ákveður að hætta í vinnunni og ferðast með dóttur sinni og fjölskyldu í einar milljón mínútur. „Þau fara á flakk út um allan heim og myndin er tekin upp í Þýskalandi, Tælandi og síðan á Íslandi. Við vorum við tökur til dæmis á Eyrarbakka, í Hvalfirði og í Laxnesi.“ Halli greinir meðal annars frá nýorðnum leiklistarferli á Twitter. Þar segist hann sérstaklega spenntur fyrir því að taka að sér hlutverk illmennis. Wrapped my first first acting gig in a movie today.For a shy kid this was a major accomplishment. Call me if you re casting. Especially if you have a role for a bad guy. pic.twitter.com/qqlF4uSLv9— Halli (@iamharaldur) April 25, 2023 Halli segist ekki hafa búist við því að fá nokkurn tímann að leika í kvikmynd. Hann steig sín fyrstu skref í síðasta Áramótaskaupi en hafði aldrei leikið neitt að ráði fram að því. „Ég var farinn að hugsa um það hvað það yrði gaman að leika áður en ég kom fram í skaupinu. Síðan hafði þetta kvikmyndateymi samband við mig og þau buðu mér prufu. Svo bara fékk ég hlutverkið, sem kom mjög á óvart!“ segir Haraldur enn hlæjandi. Leikur sig í gegnum daginn Teymið hefur verið hér á landi síðustu vikur við tökur. Alls var Haraldur til staðar á settinu í þrjá daga. Spurður hvort það sé ekki frekar mikið fyrir aukaleikara segir Haraldur á léttum nótum: „Ég veit það ekki, ég hef aldrei verið í bíómynd áður!“ Halli var óhræddur við að slá á létta strengi á meðan tökum stóð. Spent the day on a movie set looking normal. pic.twitter.com/n8XBCxWgn2— Halli (@iamharaldur) April 24, 2023 „Það kom mér mjög á óvart hvað þetta varð stórt hlutverk. Ég fæ alveg nokkrar línur og fæ að tala í frekar djúsí atriðum.“ Talið berst að því hvaðan áhuginn á leiklistinni hafi komið. „Mig hefur oft langað til að prófa að leika því að mér líður oft ekki eins og ég sé alvöru manneskja,“ segir Haraldur og berskjaldar sig á sinn einstaka hátt. „Þá þarf ég stundum að prófa að setja mig í þessi spor og leika mig í gegnum daginn. Þannig mér fannst þetta mjög náttúrulegt.“ Til í að leika meira Halli segir að sér hafi mest komið á óvart það sem komi flestum á óvart sem taka þátt í kvikmyndagerð í fyrsta sinn; Hversu langur tími fer í allar tökur. „Þetta var rosamikil biði og hangs, það er magnað hvað það tekur langan tíma að taka upp til að mynda stutt atriði. Það þarf að íhuga þau á svo marga vegu, taka þau oft upp og þá út frá svo mörgum hliðum.“ Hann bætir því við að kvikmyndateymið hafi verið til fyrirmyndar og samstarfið gengið vel. Mest var Haraldur í tíu tíma í tökum í einu. Ætlarðu að leika meira? „Mér fannst þetta gaman. Þannig að ef einhver vill fá mig í það, þá er ég klár,“ segir Halli léttur í bragði. Haraldur var að sjálfsögðu ekki rekinn að loknum fyrsta degi við tökur. First day acting on a movie set complete.Wasn t fired.Mission accomplished.— Halli (@iamharaldur) April 19, 2023
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. 14. apríl 2023 08:45 Haraldur maður ársins hjá lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar Haraldur Ingi Þorleifsson er maður ársins 2022 að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2022 11:36 „Stærsta sorg sem ég hef lent í“ Haraldur Ingi Þorleifsson stofnaði sitt eigið fyrirtæki í stofunni heima hjá sér árið 2014. Hugmyndin var þá að stofna lítið félag utan um þau verkefni sem hann var sjálfur að vinna í lausamennsku sem hönnuður á ýmiskonar vefsíðum, öppum og öðru skjáefni. 17. febrúar 2022 10:32 Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. 14. apríl 2023 08:45
Haraldur maður ársins hjá lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar Haraldur Ingi Þorleifsson er maður ársins 2022 að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2022 11:36
„Stærsta sorg sem ég hef lent í“ Haraldur Ingi Þorleifsson stofnaði sitt eigið fyrirtæki í stofunni heima hjá sér árið 2014. Hugmyndin var þá að stofna lítið félag utan um þau verkefni sem hann var sjálfur að vinna í lausamennsku sem hönnuður á ýmiskonar vefsíðum, öppum og öðru skjáefni. 17. febrúar 2022 10:32
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp