Líður stundum eins og hann sé ekki alvöru manneskja Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. maí 2023 20:01 Haraldur er opinskár með það að hann hafi lengi langað til þess að fá að leika. Draumurinn hefur loksins ræsts. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, betur þekktur sem Halli í Ueno, lét draum sinn rætast og lék í alþjóðlegri kvikmynd í síðustu viku. Hann segir leiklistina henta sér vel því oft líði honum eins og hann þurfi að leika sig í gegnum hversdaginn. „Ég veit ekkert hvað ég má segja þér,“ segir Halli léttur í bragði í samtali við Vísi. Hann bætir því svo við hlæjandi að hann hafi reyndar ekki verið beðinn um að halda nein leyndarmál. Kvikmyndin sem Halli leikur í er þýsk og er framleidd af Warner Brothers kvikmyndaverinu. Halli útskýrir að hún heiti Ein milljónir mínútna og byggi á sannsögulegri bók um fjölskylduföður sem ákveður að hætta í vinnunni og ferðast með dóttur sinni og fjölskyldu í einar milljón mínútur. „Þau fara á flakk út um allan heim og myndin er tekin upp í Þýskalandi, Tælandi og síðan á Íslandi. Við vorum við tökur til dæmis á Eyrarbakka, í Hvalfirði og í Laxnesi.“ Halli greinir meðal annars frá nýorðnum leiklistarferli á Twitter. Þar segist hann sérstaklega spenntur fyrir því að taka að sér hlutverk illmennis. Wrapped my first first acting gig in a movie today.For a shy kid this was a major accomplishment. Call me if you re casting. Especially if you have a role for a bad guy. pic.twitter.com/qqlF4uSLv9— Halli (@iamharaldur) April 25, 2023 Halli segist ekki hafa búist við því að fá nokkurn tímann að leika í kvikmynd. Hann steig sín fyrstu skref í síðasta Áramótaskaupi en hafði aldrei leikið neitt að ráði fram að því. „Ég var farinn að hugsa um það hvað það yrði gaman að leika áður en ég kom fram í skaupinu. Síðan hafði þetta kvikmyndateymi samband við mig og þau buðu mér prufu. Svo bara fékk ég hlutverkið, sem kom mjög á óvart!“ segir Haraldur enn hlæjandi. Leikur sig í gegnum daginn Teymið hefur verið hér á landi síðustu vikur við tökur. Alls var Haraldur til staðar á settinu í þrjá daga. Spurður hvort það sé ekki frekar mikið fyrir aukaleikara segir Haraldur á léttum nótum: „Ég veit það ekki, ég hef aldrei verið í bíómynd áður!“ Halli var óhræddur við að slá á létta strengi á meðan tökum stóð. Spent the day on a movie set looking normal. pic.twitter.com/n8XBCxWgn2— Halli (@iamharaldur) April 24, 2023 „Það kom mér mjög á óvart hvað þetta varð stórt hlutverk. Ég fæ alveg nokkrar línur og fæ að tala í frekar djúsí atriðum.“ Talið berst að því hvaðan áhuginn á leiklistinni hafi komið. „Mig hefur oft langað til að prófa að leika því að mér líður oft ekki eins og ég sé alvöru manneskja,“ segir Haraldur og berskjaldar sig á sinn einstaka hátt. „Þá þarf ég stundum að prófa að setja mig í þessi spor og leika mig í gegnum daginn. Þannig mér fannst þetta mjög náttúrulegt.“ Til í að leika meira Halli segir að sér hafi mest komið á óvart það sem komi flestum á óvart sem taka þátt í kvikmyndagerð í fyrsta sinn; Hversu langur tími fer í allar tökur. „Þetta var rosamikil biði og hangs, það er magnað hvað það tekur langan tíma að taka upp til að mynda stutt atriði. Það þarf að íhuga þau á svo marga vegu, taka þau oft upp og þá út frá svo mörgum hliðum.“ Hann bætir því við að kvikmyndateymið hafi verið til fyrirmyndar og samstarfið gengið vel. Mest var Haraldur í tíu tíma í tökum í einu. Ætlarðu að leika meira? „Mér fannst þetta gaman. Þannig að ef einhver vill fá mig í það, þá er ég klár,“ segir Halli léttur í bragði. Haraldur var að sjálfsögðu ekki rekinn að loknum fyrsta degi við tökur. First day acting on a movie set complete.Wasn t fired.Mission accomplished.— Halli (@iamharaldur) April 19, 2023 Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. 14. apríl 2023 08:45 Haraldur maður ársins hjá lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar Haraldur Ingi Þorleifsson er maður ársins 2022 að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2022 11:36 „Stærsta sorg sem ég hef lent í“ Haraldur Ingi Þorleifsson stofnaði sitt eigið fyrirtæki í stofunni heima hjá sér árið 2014. Hugmyndin var þá að stofna lítið félag utan um þau verkefni sem hann var sjálfur að vinna í lausamennsku sem hönnuður á ýmiskonar vefsíðum, öppum og öðru skjáefni. 17. febrúar 2022 10:32 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
„Ég veit ekkert hvað ég má segja þér,“ segir Halli léttur í bragði í samtali við Vísi. Hann bætir því svo við hlæjandi að hann hafi reyndar ekki verið beðinn um að halda nein leyndarmál. Kvikmyndin sem Halli leikur í er þýsk og er framleidd af Warner Brothers kvikmyndaverinu. Halli útskýrir að hún heiti Ein milljónir mínútna og byggi á sannsögulegri bók um fjölskylduföður sem ákveður að hætta í vinnunni og ferðast með dóttur sinni og fjölskyldu í einar milljón mínútur. „Þau fara á flakk út um allan heim og myndin er tekin upp í Þýskalandi, Tælandi og síðan á Íslandi. Við vorum við tökur til dæmis á Eyrarbakka, í Hvalfirði og í Laxnesi.“ Halli greinir meðal annars frá nýorðnum leiklistarferli á Twitter. Þar segist hann sérstaklega spenntur fyrir því að taka að sér hlutverk illmennis. Wrapped my first first acting gig in a movie today.For a shy kid this was a major accomplishment. Call me if you re casting. Especially if you have a role for a bad guy. pic.twitter.com/qqlF4uSLv9— Halli (@iamharaldur) April 25, 2023 Halli segist ekki hafa búist við því að fá nokkurn tímann að leika í kvikmynd. Hann steig sín fyrstu skref í síðasta Áramótaskaupi en hafði aldrei leikið neitt að ráði fram að því. „Ég var farinn að hugsa um það hvað það yrði gaman að leika áður en ég kom fram í skaupinu. Síðan hafði þetta kvikmyndateymi samband við mig og þau buðu mér prufu. Svo bara fékk ég hlutverkið, sem kom mjög á óvart!“ segir Haraldur enn hlæjandi. Leikur sig í gegnum daginn Teymið hefur verið hér á landi síðustu vikur við tökur. Alls var Haraldur til staðar á settinu í þrjá daga. Spurður hvort það sé ekki frekar mikið fyrir aukaleikara segir Haraldur á léttum nótum: „Ég veit það ekki, ég hef aldrei verið í bíómynd áður!“ Halli var óhræddur við að slá á létta strengi á meðan tökum stóð. Spent the day on a movie set looking normal. pic.twitter.com/n8XBCxWgn2— Halli (@iamharaldur) April 24, 2023 „Það kom mér mjög á óvart hvað þetta varð stórt hlutverk. Ég fæ alveg nokkrar línur og fæ að tala í frekar djúsí atriðum.“ Talið berst að því hvaðan áhuginn á leiklistinni hafi komið. „Mig hefur oft langað til að prófa að leika því að mér líður oft ekki eins og ég sé alvöru manneskja,“ segir Haraldur og berskjaldar sig á sinn einstaka hátt. „Þá þarf ég stundum að prófa að setja mig í þessi spor og leika mig í gegnum daginn. Þannig mér fannst þetta mjög náttúrulegt.“ Til í að leika meira Halli segir að sér hafi mest komið á óvart það sem komi flestum á óvart sem taka þátt í kvikmyndagerð í fyrsta sinn; Hversu langur tími fer í allar tökur. „Þetta var rosamikil biði og hangs, það er magnað hvað það tekur langan tíma að taka upp til að mynda stutt atriði. Það þarf að íhuga þau á svo marga vegu, taka þau oft upp og þá út frá svo mörgum hliðum.“ Hann bætir því við að kvikmyndateymið hafi verið til fyrirmyndar og samstarfið gengið vel. Mest var Haraldur í tíu tíma í tökum í einu. Ætlarðu að leika meira? „Mér fannst þetta gaman. Þannig að ef einhver vill fá mig í það, þá er ég klár,“ segir Halli léttur í bragði. Haraldur var að sjálfsögðu ekki rekinn að loknum fyrsta degi við tökur. First day acting on a movie set complete.Wasn t fired.Mission accomplished.— Halli (@iamharaldur) April 19, 2023
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. 14. apríl 2023 08:45 Haraldur maður ársins hjá lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar Haraldur Ingi Þorleifsson er maður ársins 2022 að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2022 11:36 „Stærsta sorg sem ég hef lent í“ Haraldur Ingi Þorleifsson stofnaði sitt eigið fyrirtæki í stofunni heima hjá sér árið 2014. Hugmyndin var þá að stofna lítið félag utan um þau verkefni sem hann var sjálfur að vinna í lausamennsku sem hönnuður á ýmiskonar vefsíðum, öppum og öðru skjáefni. 17. febrúar 2022 10:32 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. 14. apríl 2023 08:45
Haraldur maður ársins hjá lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar Haraldur Ingi Þorleifsson er maður ársins 2022 að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. 31. desember 2022 11:36
„Stærsta sorg sem ég hef lent í“ Haraldur Ingi Þorleifsson stofnaði sitt eigið fyrirtæki í stofunni heima hjá sér árið 2014. Hugmyndin var þá að stofna lítið félag utan um þau verkefni sem hann var sjálfur að vinna í lausamennsku sem hönnuður á ýmiskonar vefsíðum, öppum og öðru skjáefni. 17. febrúar 2022 10:32