Eyddi þrettán mínútum í markspyrnur gegn Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. apríl 2023 07:01 Þrívegis ræddi dómarinn við Bazunu í leiknum sem um er ræðir en aldrei fékk hann spjald. Julian Finney/Getty Images Gavin Bazunu, markvörður Southampton eyddi þrettán mínútum í að taka markspyrnur i 3-3 jafnteflinu gegn Arsenal þegar liðin mættust á dögunum. Þá tekur Nick Pope, markvörður Newcastle United, að meðaltali 37 sekúndur í hverja markspyrnu. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt Opta Analyst þar sem farið er yfir hversu mikið boltinn er að meðaltali í leik í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Farið yfir alla leiki tímabilsins til þessa og hversu mikinn tíma markverðir taka í markspyrnur, hversu mikinn tíma lið taka í föst leikatriði og þar fram eftir götunum. A Guide to PL Time-Wasting Time-wasting or game management? However you define it, we can see who does it most. Newcastle take 37 secs per goalkick, more than 3 secs longer than any other team Bazunu burned 13 mins while taking goalkicks v ArsenalMore insights — Opta Analyst (@OptaAnalyst) April 26, 2023 Í skýrslunni sem Opta Analyst gaf frá sér nýverið kom fram að þrívegis hafa markverðir eytt meira en tíu mínútum í markspyrnur. Bazunu eyddi að meðaltali 43,7 sekúndum í hverja af sínum 18 markspyrnum gegn Arsenal. Alls tók hann 13 mínútur og 6 sekúndur af klukkunni í leik þar sem Southampton náði í ólíklegt stig. Arsenal getur þó ekki kvartað þar sem Aaron Ramsdale gerði nákvæmlega það sama gegn Liverpool þegar Skytturnar heimsóttu Anfield. Þá tók Ramsdale raunar 57 sekúndur í hverja markspyrnu sína en alls tók hann 10 slíkar í leiknum. Ramsdale varði nokkrum sinnum meistaralega gegn Liverpool. EPA-EFE/PETER POWELL Einnig kemur fram í greininni að meðaltali er boltinn í leik í 54 mínútur og 46 sekúndur af þeim 90 mínútum – plús uppbótartíma – sem fótboltaleikur er. Aldrei hefur boltinn verið jafn lítið í leik síðan mælingar hófust tímabilið 2012-13. Það var ekki að ástæðulausu að boðið var upp á einstaklega langan uppbótartíma á HM sem fram fór í Katar undir lok síðasta árs. Þar var leikurinn að meðaltali 110 mínútur og 23 sekúndur. Þá var boltinn þremur mínútum og 18 sekúndum lengur í leik á HM en í ensku úrvalsdeildinni. Hvort enska úrvalsdeildin fari sömu leið og FIFA eða finni aðra leið til að koma í veg fyrir tímaeyðslu kemur eflaust í ljós næsta haust. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
Þetta kemur fram í nýlegri samantekt Opta Analyst þar sem farið er yfir hversu mikið boltinn er að meðaltali í leik í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Farið yfir alla leiki tímabilsins til þessa og hversu mikinn tíma markverðir taka í markspyrnur, hversu mikinn tíma lið taka í föst leikatriði og þar fram eftir götunum. A Guide to PL Time-Wasting Time-wasting or game management? However you define it, we can see who does it most. Newcastle take 37 secs per goalkick, more than 3 secs longer than any other team Bazunu burned 13 mins while taking goalkicks v ArsenalMore insights — Opta Analyst (@OptaAnalyst) April 26, 2023 Í skýrslunni sem Opta Analyst gaf frá sér nýverið kom fram að þrívegis hafa markverðir eytt meira en tíu mínútum í markspyrnur. Bazunu eyddi að meðaltali 43,7 sekúndum í hverja af sínum 18 markspyrnum gegn Arsenal. Alls tók hann 13 mínútur og 6 sekúndur af klukkunni í leik þar sem Southampton náði í ólíklegt stig. Arsenal getur þó ekki kvartað þar sem Aaron Ramsdale gerði nákvæmlega það sama gegn Liverpool þegar Skytturnar heimsóttu Anfield. Þá tók Ramsdale raunar 57 sekúndur í hverja markspyrnu sína en alls tók hann 10 slíkar í leiknum. Ramsdale varði nokkrum sinnum meistaralega gegn Liverpool. EPA-EFE/PETER POWELL Einnig kemur fram í greininni að meðaltali er boltinn í leik í 54 mínútur og 46 sekúndur af þeim 90 mínútum – plús uppbótartíma – sem fótboltaleikur er. Aldrei hefur boltinn verið jafn lítið í leik síðan mælingar hófust tímabilið 2012-13. Það var ekki að ástæðulausu að boðið var upp á einstaklega langan uppbótartíma á HM sem fram fór í Katar undir lok síðasta árs. Þar var leikurinn að meðaltali 110 mínútur og 23 sekúndur. Þá var boltinn þremur mínútum og 18 sekúndum lengur í leik á HM en í ensku úrvalsdeildinni. Hvort enska úrvalsdeildin fari sömu leið og FIFA eða finni aðra leið til að koma í veg fyrir tímaeyðslu kemur eflaust í ljós næsta haust.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira