Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2023 10:19 Breytingar eru fram undan á Reykjavíkurflugvelli með aukinni byggð. Vísir/Vilhelm Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar. Starfshópur sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skipaði til að meta áhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar, hefur skilað skýrslu sinni. Niðurstaðan er sú er að byggðin muni að óbreyttu þrengja að og skerða nothæfi Reykjavíkurflugvallar vegna breytinga á vindafari. Starfshópurinn telur þó ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði og bendir á mögulegar mótvægisaðgerðir. Skýrslunni átti að skila þann 1. október í fyrra en fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að vegna viðbótar tæknivinnu, sem óskað hafi verið eftir, hafi skil tafist um sjö mánuði. Formun mannvirkja og aukin upplýsingagjöf til flugmanna Starfshópurinn var skipaður í júlí 2022 og honum var falið að vinna flugfræðilega rannsókn á fyrirhugaðri byggð í Skerjafirði og rýna fyrirliggjandi gögn. Niðurstöður hópsins eru að mestu byggðar á rýni á fyrirliggjandi gögnum er byggja á rannsóknarvinnu sem fram hefur farið undanfarin ár á vegum Isavia og Reykjavíkurborgar. Meðal mótvægisaðgerða sem starfshópurinn telur að væru til þess fallnar að draga úr neikvæðum áhrifum byggðarinnar eru: Takmarka hæð fyrirhugaðrar byggðar í Nýja Skerjafirði við flötinn 1:35 frá miðlínu flugbrautar. Skoða nánar hvort og hvernig draga megi úr áhrifum frá jöðrum fyrirhugaðrar byggðar í Nýja Skerjafirði með annarri útfærslu á skipulagi og með formun mannvirkja. Skoða möguleg áhrif landslagsmótunar milli fyrirhugaðrar byggðar og flugvallarins til að draga úr áhrifum byggðarinnar. Auka upplýsingagjöf til flugmanna um tiltekin veðurskilyrði, byggt á mælingum um kviku og vindskurð. Þar fyrir utan leggur starfshópurinn til að óháð uppbyggingu í Nýja Skerjafirði verði eftirfarandi veðurrannsóknir gerðar á og við Reykjavíkurflugvöll: Unnið verði úr veðurgögnum ISAVIA sem Veðurstofan hefur fengið og á þeim grunni lagt mat á kviku. Ráðist verðir í frekari mælingar á kviku og vindskurði á flugvellinum. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar í Nýja Skerjafirði. Þá mun Reykjavíkurborg í samvinnu við Isavia yfirfara ákvæði í deiliskipulagi sem lúta að því að takmarka áhrif vinds við uppbyggingu og útfærslu byggðar og landmótun í samræmi við ábendingar starfshópsins. Isavia og Reykjavíkurborg munu jafnframt vinna áfram saman að mati annarra mótvægisaðgerða og öðru umhverfi Reykjavíkurflugvallar með það að markmiði að flug- og rekstraröryggi flugvallarins verði tryggt. „Niðurstaðan er að fyrirhuguð byggð mun hafa í för með sér einhverjar breytingar en umfang þeirra er óverulegt. Ekkert hefur því komið fram sem bendir til að aðstæður fyrir flug á Reykjavíkurflugvelli raskist það mikið að byggingaráformum í Skerjafirði skuli annað hvort frestað eða þau slegin af,“ segir í bókun Glóeyjar Helgudóttur Finnsdóttur, fulltrúa Reykjavíkurborgar, í starfshópnum. Í starfshópnum sátu Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður, Sveinn Valdimarsson frá Isavia innanlandsflugvöllum ehf., Ingvar Kristinsson frá Veðurstofu Íslands, Glóey Helgudóttir Finnsdóttir frá Reykjavíkurborg, Orri Eiríksson frá Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (ÖFÍA) og Þorgeir Pálsson frá Háskólanum í Reykjavík (HR). Upphaflega stóð til að starfshópurinn skilaði skýrslu 1. október 2022. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að vegna viðbótar tæknivinnu, sem óskað hafi verið eftir, hafi skil tafist um sjö mánuði. Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Innviðaráðherra telur minnkandi líkur á flugvelli í Hvassahrauni Innviðaráðherra telur ljóst að líkurnar á flugvelli í Hvassahrauni fari minnkandi vegna jarðhræringa á svæðinu. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda fundar í dag um jarðhræringar á Reykjanesi. 3. ágúst 2022 12:25 Samskipti Sigurðar Inga við borgina orðin mun betri Reykjavíkurborg hefur fallist á að fresta áformum sínum um úthlutun lóða fyrir nýja byggð í Skerjafirði á meðan starfshópur innviðaráðuneytis skoðar áhrif hennar á flugöryggi. Oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir vont að málið fresti uppbyggingu á félagslegu húsnæði. 25. júní 2022 16:01 Úthlutun lóðar í Skerjafirði frestað á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar Úthlutun lóðar og sala byggingarréttar við Einarsnes í Skerjafirði var sett á dagskrá fyrsta fundar nýrrar borgarstjórnar í dag. Þetta gerðist aðeins sólarhring eftir að málefnasamningur nýs meirihluta var kynntur þar sem segir að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt á meðan unnið sé að undirbúningi nýs flugvallar í nágrenni borgarinnar. 7. júní 2022 17:12 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Starfshópur sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skipaði til að meta áhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar, hefur skilað skýrslu sinni. Niðurstaðan er sú er að byggðin muni að óbreyttu þrengja að og skerða nothæfi Reykjavíkurflugvallar vegna breytinga á vindafari. Starfshópurinn telur þó ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði og bendir á mögulegar mótvægisaðgerðir. Skýrslunni átti að skila þann 1. október í fyrra en fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að vegna viðbótar tæknivinnu, sem óskað hafi verið eftir, hafi skil tafist um sjö mánuði. Formun mannvirkja og aukin upplýsingagjöf til flugmanna Starfshópurinn var skipaður í júlí 2022 og honum var falið að vinna flugfræðilega rannsókn á fyrirhugaðri byggð í Skerjafirði og rýna fyrirliggjandi gögn. Niðurstöður hópsins eru að mestu byggðar á rýni á fyrirliggjandi gögnum er byggja á rannsóknarvinnu sem fram hefur farið undanfarin ár á vegum Isavia og Reykjavíkurborgar. Meðal mótvægisaðgerða sem starfshópurinn telur að væru til þess fallnar að draga úr neikvæðum áhrifum byggðarinnar eru: Takmarka hæð fyrirhugaðrar byggðar í Nýja Skerjafirði við flötinn 1:35 frá miðlínu flugbrautar. Skoða nánar hvort og hvernig draga megi úr áhrifum frá jöðrum fyrirhugaðrar byggðar í Nýja Skerjafirði með annarri útfærslu á skipulagi og með formun mannvirkja. Skoða möguleg áhrif landslagsmótunar milli fyrirhugaðrar byggðar og flugvallarins til að draga úr áhrifum byggðarinnar. Auka upplýsingagjöf til flugmanna um tiltekin veðurskilyrði, byggt á mælingum um kviku og vindskurð. Þar fyrir utan leggur starfshópurinn til að óháð uppbyggingu í Nýja Skerjafirði verði eftirfarandi veðurrannsóknir gerðar á og við Reykjavíkurflugvöll: Unnið verði úr veðurgögnum ISAVIA sem Veðurstofan hefur fengið og á þeim grunni lagt mat á kviku. Ráðist verðir í frekari mælingar á kviku og vindskurði á flugvellinum. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar í Nýja Skerjafirði. Þá mun Reykjavíkurborg í samvinnu við Isavia yfirfara ákvæði í deiliskipulagi sem lúta að því að takmarka áhrif vinds við uppbyggingu og útfærslu byggðar og landmótun í samræmi við ábendingar starfshópsins. Isavia og Reykjavíkurborg munu jafnframt vinna áfram saman að mati annarra mótvægisaðgerða og öðru umhverfi Reykjavíkurflugvallar með það að markmiði að flug- og rekstraröryggi flugvallarins verði tryggt. „Niðurstaðan er að fyrirhuguð byggð mun hafa í för með sér einhverjar breytingar en umfang þeirra er óverulegt. Ekkert hefur því komið fram sem bendir til að aðstæður fyrir flug á Reykjavíkurflugvelli raskist það mikið að byggingaráformum í Skerjafirði skuli annað hvort frestað eða þau slegin af,“ segir í bókun Glóeyjar Helgudóttur Finnsdóttur, fulltrúa Reykjavíkurborgar, í starfshópnum. Í starfshópnum sátu Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður, Sveinn Valdimarsson frá Isavia innanlandsflugvöllum ehf., Ingvar Kristinsson frá Veðurstofu Íslands, Glóey Helgudóttir Finnsdóttir frá Reykjavíkurborg, Orri Eiríksson frá Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (ÖFÍA) og Þorgeir Pálsson frá Háskólanum í Reykjavík (HR). Upphaflega stóð til að starfshópurinn skilaði skýrslu 1. október 2022. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að vegna viðbótar tæknivinnu, sem óskað hafi verið eftir, hafi skil tafist um sjö mánuði.
Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Innviðaráðherra telur minnkandi líkur á flugvelli í Hvassahrauni Innviðaráðherra telur ljóst að líkurnar á flugvelli í Hvassahrauni fari minnkandi vegna jarðhræringa á svæðinu. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda fundar í dag um jarðhræringar á Reykjanesi. 3. ágúst 2022 12:25 Samskipti Sigurðar Inga við borgina orðin mun betri Reykjavíkurborg hefur fallist á að fresta áformum sínum um úthlutun lóða fyrir nýja byggð í Skerjafirði á meðan starfshópur innviðaráðuneytis skoðar áhrif hennar á flugöryggi. Oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir vont að málið fresti uppbyggingu á félagslegu húsnæði. 25. júní 2022 16:01 Úthlutun lóðar í Skerjafirði frestað á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar Úthlutun lóðar og sala byggingarréttar við Einarsnes í Skerjafirði var sett á dagskrá fyrsta fundar nýrrar borgarstjórnar í dag. Þetta gerðist aðeins sólarhring eftir að málefnasamningur nýs meirihluta var kynntur þar sem segir að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt á meðan unnið sé að undirbúningi nýs flugvallar í nágrenni borgarinnar. 7. júní 2022 17:12 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Innviðaráðherra telur minnkandi líkur á flugvelli í Hvassahrauni Innviðaráðherra telur ljóst að líkurnar á flugvelli í Hvassahrauni fari minnkandi vegna jarðhræringa á svæðinu. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda fundar í dag um jarðhræringar á Reykjanesi. 3. ágúst 2022 12:25
Samskipti Sigurðar Inga við borgina orðin mun betri Reykjavíkurborg hefur fallist á að fresta áformum sínum um úthlutun lóða fyrir nýja byggð í Skerjafirði á meðan starfshópur innviðaráðuneytis skoðar áhrif hennar á flugöryggi. Oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir vont að málið fresti uppbyggingu á félagslegu húsnæði. 25. júní 2022 16:01
Úthlutun lóðar í Skerjafirði frestað á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar Úthlutun lóðar og sala byggingarréttar við Einarsnes í Skerjafirði var sett á dagskrá fyrsta fundar nýrrar borgarstjórnar í dag. Þetta gerðist aðeins sólarhring eftir að málefnasamningur nýs meirihluta var kynntur þar sem segir að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt á meðan unnið sé að undirbúningi nýs flugvallar í nágrenni borgarinnar. 7. júní 2022 17:12
Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22