Tvö sækjast eftir að leiða ASÍ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 27. apríl 2023 12:02 Þingið leggst vel í Ólöfu Helgu sem er annar frambjóðandinn til embættis forseta ASÍ. Tvö eru í framboði til forseta Alþýðussambands Íslands á 45. þingi sambandsins sem heldur áfram í dag og stendur fram á morgun. Þingið leggst vel í frambjóðendurna sem segja mikilvægast að ganga sameinuð til kjaraviðræðna í haust. Þingið er framhaldsþing eftir að fyrra þingi í október i var frestað. þá drógu Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson framboð sín til miðstjórnar til baka. Þinginu var frestað í kjölfarið. Í dag fer fram málefnavinna í nefndum og á morgun fara fram atkvæðagreiðslur. Tvö eru í framboði til forseta. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrum ritari Eflingar og Finnbjörn Hermannsson fyrrum formaður Samiðnar og byggiðnar. Þingið leggst vel í Ólöfu. „Í kringum mig er fólk spennt að fá að klára málefnavinnuna og fá að kjósa sér forystu ASÍ. Það er langt síðan við höfum fengið að klára málefnavinnu og marka stefnu ASÍ, það er mikilvægt.“ Kjarasamningar haustsins séu stærsta verkefni tilvonandi forystu. „Það er mjög mikil vinna sem þarf að fara í fyrir næstu samninga, það er verkefni sem ég er spennt fyrir. Það er ekki bara forseti ASÍ sem kemur að þeirri vinnu heldur formenn allra aðildarfélagana og miðstjórn. Það er stór hópur sem kemur að þessu.“ Finnbjörn segist líka spenntur fyrir þinginu. „Þetta leggst vel í mig. Það eru búnar að vera væringar innan sambandsins og eru kannski enn en mér sýnist menn vera að ná saman um það að við ætlum að ná einhverjum takti um ákveðin málefni. Ef það tekst getum við alveg unnið saman í framhaldinu.“ Almenningur geti ekki einn borið ábyrgð á verðbólgunni. „Við gerðum samninga í ljósi þess að við vorum að leggja okkar af mörkum til þess að lækka verðbólgu sem hefur ekki gengið eftir. Að stórum hluta er það vegna þess að enginn annar hefur tekið ábyrgð á verðbólgunni heldur en almenningur í landinu. Við verðum að snúa þessari þróun við.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Þingið er framhaldsþing eftir að fyrra þingi í október i var frestað. þá drógu Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson framboð sín til miðstjórnar til baka. Þinginu var frestað í kjölfarið. Í dag fer fram málefnavinna í nefndum og á morgun fara fram atkvæðagreiðslur. Tvö eru í framboði til forseta. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrum ritari Eflingar og Finnbjörn Hermannsson fyrrum formaður Samiðnar og byggiðnar. Þingið leggst vel í Ólöfu. „Í kringum mig er fólk spennt að fá að klára málefnavinnuna og fá að kjósa sér forystu ASÍ. Það er langt síðan við höfum fengið að klára málefnavinnu og marka stefnu ASÍ, það er mikilvægt.“ Kjarasamningar haustsins séu stærsta verkefni tilvonandi forystu. „Það er mjög mikil vinna sem þarf að fara í fyrir næstu samninga, það er verkefni sem ég er spennt fyrir. Það er ekki bara forseti ASÍ sem kemur að þeirri vinnu heldur formenn allra aðildarfélagana og miðstjórn. Það er stór hópur sem kemur að þessu.“ Finnbjörn segist líka spenntur fyrir þinginu. „Þetta leggst vel í mig. Það eru búnar að vera væringar innan sambandsins og eru kannski enn en mér sýnist menn vera að ná saman um það að við ætlum að ná einhverjum takti um ákveðin málefni. Ef það tekst getum við alveg unnið saman í framhaldinu.“ Almenningur geti ekki einn borið ábyrgð á verðbólgunni. „Við gerðum samninga í ljósi þess að við vorum að leggja okkar af mörkum til þess að lækka verðbólgu sem hefur ekki gengið eftir. Að stórum hluta er það vegna þess að enginn annar hefur tekið ábyrgð á verðbólgunni heldur en almenningur í landinu. Við verðum að snúa þessari þróun við.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira