Jerry Springer látinn Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2023 14:44 Jerry Springer á viðburði í New York árið 2010. AP/Richard Drew Umdeildi spjallþáttastjórnandinn Jerry Springer er látinn, 79 ára að aldri. Þættirnir sem Springer stýrði í nærri því þrjá áratugi enduðu oft í tilfinningalegu uppnámi eða jafnvel líkamlegum átökum gesta. Kynningarfulltrúi Springer greindi frá því að hann hefði andast eftir skammvinn veikindi á heimili sínu í Chicago í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „The Jerry Springer Show“ hóf göngu sína sem tiltölulega hefðbundinn spjallþáttur í bandarísku sjónvarpi árið 1991. Tveimur árum síðar ákváðu stjórnendur hans að venda kvæði sínu í kross og breyta efnatökum sínum verulega. Þættirnir þóttu sérstaklega lágkúrulegir eftir breytingarnar. Þeir fjölluðu oft um afar persónuleg málefni gesta, þar á meðal framhjáhöld og sambandserjur. Einstakir þættir báru titla eins og „Stripparastríðin“ og „Ég vil að maðurinn minn hætti að horfa á klám,“ að því er kemur fram í ítarlegri andlátsfrétt Hollywood Reporter. Stundum kom Springer gestum sínum í opna skjöldu með því að kynna til sögunnar óvæntan gest, til dæmis hjákonu eiginmanns viðmælanda. Þættirnir leystust þannig gjarnan upp í háværum rifrildum eða áflogum á meðan áhorfendur í sjónvarpssal kyrjuðu „Jerry! Jerry!“ Dagskrárritið TV Guide tilnefndi þátt Springer sem þann versta í sögu sjónvarpsins á sínum tíma, að sögn AP-fréttastofunnar. Viðmælandi myrtur af fyrrverandi eiginmanni Þegar stjarna þáttanna reis sem hæst árið 1998 voru þeir vinsælli en spjallþáttur Opruh Winfrey með um tólf milljónir áhorfenda, að sögn Fox News. Efnistök í þættinum sættu töluverðri gagnrýni fyrir að vera ósmekkleg. Springer sjálfur var sakaður um að höfða til lægstu hvata áhorfenda og forheimska bandarísku þjóðina. Myrkasti kaflinn í sögu Jerry Springer Show var þegar Nancy Campbell-Panitz, 52 ára gömul kona sem hafði nýlega komið fram í þættinum, fannst barin til dauða árið 2000. Í þættinum hafði fyrrverandi eiginmaður hennar og ný eiginkona hans sakað hana um að elta sig á röndum. Eiginmaðurinn var síðar dæmdur fyrir að myrða hana. Springer hafnaði því að morðið hefði tengst þættinum með nokkrum hætti. Þættirnir luku göngu sinni árið 2018. Springer stýrði síðan dómsmálaþætti sem hét „Jerry dómari“. Framleiðslu þeirra var hætt í fyrra, að sögn ABC-sjónvarpsstöðvarinnar. Áður en Springer sneri sér að sjónvarpi var hann borgarstjóri Cincinnati til skamms tíma í lok áttunda áratugsins og pólitískur ráðgjafi Roberts F. Kennedy áður en hann var ráðinn af dögum. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Fjölmiðlar Andlát Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Kynningarfulltrúi Springer greindi frá því að hann hefði andast eftir skammvinn veikindi á heimili sínu í Chicago í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „The Jerry Springer Show“ hóf göngu sína sem tiltölulega hefðbundinn spjallþáttur í bandarísku sjónvarpi árið 1991. Tveimur árum síðar ákváðu stjórnendur hans að venda kvæði sínu í kross og breyta efnatökum sínum verulega. Þættirnir þóttu sérstaklega lágkúrulegir eftir breytingarnar. Þeir fjölluðu oft um afar persónuleg málefni gesta, þar á meðal framhjáhöld og sambandserjur. Einstakir þættir báru titla eins og „Stripparastríðin“ og „Ég vil að maðurinn minn hætti að horfa á klám,“ að því er kemur fram í ítarlegri andlátsfrétt Hollywood Reporter. Stundum kom Springer gestum sínum í opna skjöldu með því að kynna til sögunnar óvæntan gest, til dæmis hjákonu eiginmanns viðmælanda. Þættirnir leystust þannig gjarnan upp í háværum rifrildum eða áflogum á meðan áhorfendur í sjónvarpssal kyrjuðu „Jerry! Jerry!“ Dagskrárritið TV Guide tilnefndi þátt Springer sem þann versta í sögu sjónvarpsins á sínum tíma, að sögn AP-fréttastofunnar. Viðmælandi myrtur af fyrrverandi eiginmanni Þegar stjarna þáttanna reis sem hæst árið 1998 voru þeir vinsælli en spjallþáttur Opruh Winfrey með um tólf milljónir áhorfenda, að sögn Fox News. Efnistök í þættinum sættu töluverðri gagnrýni fyrir að vera ósmekkleg. Springer sjálfur var sakaður um að höfða til lægstu hvata áhorfenda og forheimska bandarísku þjóðina. Myrkasti kaflinn í sögu Jerry Springer Show var þegar Nancy Campbell-Panitz, 52 ára gömul kona sem hafði nýlega komið fram í þættinum, fannst barin til dauða árið 2000. Í þættinum hafði fyrrverandi eiginmaður hennar og ný eiginkona hans sakað hana um að elta sig á röndum. Eiginmaðurinn var síðar dæmdur fyrir að myrða hana. Springer hafnaði því að morðið hefði tengst þættinum með nokkrum hætti. Þættirnir luku göngu sinni árið 2018. Springer stýrði síðan dómsmálaþætti sem hét „Jerry dómari“. Framleiðslu þeirra var hætt í fyrra, að sögn ABC-sjónvarpsstöðvarinnar. Áður en Springer sneri sér að sjónvarpi var hann borgarstjóri Cincinnati til skamms tíma í lok áttunda áratugsins og pólitískur ráðgjafi Roberts F. Kennedy áður en hann var ráðinn af dögum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Fjölmiðlar Andlát Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira