Frá þessu er greint í tilkynningu frá Nóa Síríus. Þar kemur fram að Þóra hefur starfað sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs fyrirtækisins undanfarið. Þá búi hún yfir langri reynslu í matvælaiðnaði og þekki greinina bæði innanlands og utan.
„Þróun og árangur Nóa Síríusar hefur verið afar góður frá kaupum Orkla í júní 2021 og fyrirtækið hefur að okkar mati burði til að halda áfram að vaxa,“ segir Rolf Arnljot Strøm, stjórnarformaður Nóa Síríusar í tilkynningunni.
Orkla festi kaup á Nóa sumarið 2021 en hafði þar áður átt 20% hlut í fyrirtækinu árin tvö á undan. Finnur Geirsson, sem hafði þá verið forstjóri fyrirtækisins í 31 ár, lét í kjölfarið af störfum og Lasse tók við.