Græðgi og geðþótti, eða réttlæti, jöfnuð og velferð Sandra B. Franks skrifar 1. maí 2023 08:00 Ef þið fengjuð tækifæri til að hanna samfélag frá grunni, hvernig samfélag yrði það? Yrði það samfélag misskiptingar og misréttis? Yrði það samfélag kulnunar og kynjamismunar? Yrði það samfélag fátæktar og fjárhagsþrenginga? Yrði það samfélag valdníðslu og vígtóla? Yrði það samfélag klíku og kreddu? Yrði það samfélag græðgi og geðþótta? Nei, varla. Ég er nokkuð viss um að önnur hugtök yrðu ofar í ykkar huga. Ég er reyndar sannfærð um að hugtökin „réttlæti“, „jöfnuður“ og „velferð“ myndu skora hátt hjá öllu vinnandi fólki, sem og öðrum sem lifa í samfélagi með öðrum. Það eru einmitt þessi þrjú hugtök sem eru leiðarstef verkalýðsdags BSRB að þessu sinni. Verkalýðsbarátta snýst í grunninn um réttlæti, jöfnuð og velferð. Það er rauði þráðurinn í baráttu okkar. Verkalýðshreyfingin er í raun ekki að berjast fyrir neinu öðru. Þess vegna sætir það stundum furðu hversu erfitt það getur verið að ná þessu í gegn í samningum við vinnuveitendur, hvor sem það eru opinberir aðilar eða einkaaðilar. Réttlátt samfélag þar sem velferðin nær til allra en ekki sumra, og er ekki óraunhæfur draumur. Við getum auðveldlega náð jafnari skiptingu þeirra auðæfa sem til verða í landinu, ef vilji er til staðar. Skoðum tvær staðreyndir: Ríkustu 5% Íslendingarnir eiga tæplega 40% af hreinum eignum landsmanna. Hin 95% skipta með sér restinni, eða hinum 60%-unum. Ríkustu 10% Íslendingarnir taka yfir 80% allra fjármagnstekna sem til verða í landinu. Ísland er með lægsta fjármagnstekjuskatt af öllum Norðurlöndunum. Þessu til viðbótar birtust nýverið eftirfarandi fyrirsagnir í fjölmiðlum: „Mesti hagnaður á öldinni“ og átti þar við íslensk fyrirtæki. „Eitt af bestu árum íslensks sjávarútvegs“ skrifaði RÚV síðastliðið haust. Fyrir nokkrum vikum skrifaði Viðskiptablaðið: „67 milljarða hagnaður bankanna“. Til að setja þá tölu í samhengi, þá er þetta svipuð upphæð og það sem öll hjúkrunarheimili og endurhæfingarþjónusta landsins kosta. Öll heilsugæsla í landinu kostar um 40 milljarða kr. Á sama tíma glímir íslenskur almenningur við hækkandi verðbólgu og vexti. Okkur virðist ekki takast að reka bráðamóttöku Landspítalans með sóma. Um 10.000 börn á Íslandi búa við fátækt samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla. Og enn er verið að borga konum lægri laun en körlum, - bara af því þær eru konur! Það er því verk að vinna. Ekki síst fyrir verkalýðshreyfinguna en ekki síður almenning sem þarf að styðja þessa baráttu. Ef almenningur vill sjá framfarir í átt að auknu réttlæti, meiri jöfnuð og bættri velferð þá er tækifærið núna. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Verkalýðsdagurinn Kjaramál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Ef þið fengjuð tækifæri til að hanna samfélag frá grunni, hvernig samfélag yrði það? Yrði það samfélag misskiptingar og misréttis? Yrði það samfélag kulnunar og kynjamismunar? Yrði það samfélag fátæktar og fjárhagsþrenginga? Yrði það samfélag valdníðslu og vígtóla? Yrði það samfélag klíku og kreddu? Yrði það samfélag græðgi og geðþótta? Nei, varla. Ég er nokkuð viss um að önnur hugtök yrðu ofar í ykkar huga. Ég er reyndar sannfærð um að hugtökin „réttlæti“, „jöfnuður“ og „velferð“ myndu skora hátt hjá öllu vinnandi fólki, sem og öðrum sem lifa í samfélagi með öðrum. Það eru einmitt þessi þrjú hugtök sem eru leiðarstef verkalýðsdags BSRB að þessu sinni. Verkalýðsbarátta snýst í grunninn um réttlæti, jöfnuð og velferð. Það er rauði þráðurinn í baráttu okkar. Verkalýðshreyfingin er í raun ekki að berjast fyrir neinu öðru. Þess vegna sætir það stundum furðu hversu erfitt það getur verið að ná þessu í gegn í samningum við vinnuveitendur, hvor sem það eru opinberir aðilar eða einkaaðilar. Réttlátt samfélag þar sem velferðin nær til allra en ekki sumra, og er ekki óraunhæfur draumur. Við getum auðveldlega náð jafnari skiptingu þeirra auðæfa sem til verða í landinu, ef vilji er til staðar. Skoðum tvær staðreyndir: Ríkustu 5% Íslendingarnir eiga tæplega 40% af hreinum eignum landsmanna. Hin 95% skipta með sér restinni, eða hinum 60%-unum. Ríkustu 10% Íslendingarnir taka yfir 80% allra fjármagnstekna sem til verða í landinu. Ísland er með lægsta fjármagnstekjuskatt af öllum Norðurlöndunum. Þessu til viðbótar birtust nýverið eftirfarandi fyrirsagnir í fjölmiðlum: „Mesti hagnaður á öldinni“ og átti þar við íslensk fyrirtæki. „Eitt af bestu árum íslensks sjávarútvegs“ skrifaði RÚV síðastliðið haust. Fyrir nokkrum vikum skrifaði Viðskiptablaðið: „67 milljarða hagnaður bankanna“. Til að setja þá tölu í samhengi, þá er þetta svipuð upphæð og það sem öll hjúkrunarheimili og endurhæfingarþjónusta landsins kosta. Öll heilsugæsla í landinu kostar um 40 milljarða kr. Á sama tíma glímir íslenskur almenningur við hækkandi verðbólgu og vexti. Okkur virðist ekki takast að reka bráðamóttöku Landspítalans með sóma. Um 10.000 börn á Íslandi búa við fátækt samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla. Og enn er verið að borga konum lægri laun en körlum, - bara af því þær eru konur! Það er því verk að vinna. Ekki síst fyrir verkalýðshreyfinguna en ekki síður almenning sem þarf að styðja þessa baráttu. Ef almenningur vill sjá framfarir í átt að auknu réttlæti, meiri jöfnuð og bættri velferð þá er tækifærið núna. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun