Lýsingarorðið Pelé þýðir að vera stórkostlegur, óviðjafnanlegur og einstakur. Því var bætt við orðabókina eftir undirskriftarsöfnun sem góðgerðarsamtökin Pelé foundation stóðu fyrir. Um 125.000 undirskriftir söfnuðust.
Orðið Pelé er komið í netútgáfu Michaelis en verður bætt við prentútgáfuna næst þegar hún kemur út.
Pelé lést í desember á síðasta ári, 82 ára að aldri. Hann er að mörgum talinn einn besti fótboltamaður allra tíma og er þjóðhetja í Brasilíu.
Pelé skoraði tæplega þrettán hundruð mörk á ferlinum og er eini leikmaðurinn í sögu HM sem hefur unnið keppnina þrisvar sinnum.