Grant segir Sun hafa brotist inn til sín Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2023 09:04 Grant segir blaðið hafa brotist inn til sín í von um að finna efni til að koma á blað. Getty/Emma McIntyre Leikarinn Hugh Grant hefur sakað breska slúðurfréttablaðið um að hafa brotist inn í íbúð sína og komið GPS-tæki fyrir á bíl sínum í von um að komast að einhverju til að greina frá í blaðinu. Grant kom fyrir dóm í gær þar sem hann sakaði blaðið einnig um að hafa hlerað heimasímann sinn og hakkað sig inn í símsvarann. Grant sagði fyrir dómi að árið 2011 hafi verið brotist inn á heimili hans í Lundúnum en engu hafi verið stolið. Daginn eftir hafi frétt birst hjá Sun þar sem húskostum var lýst nákvæmlega og greint frá því að ummerki væru um erjur á heimilinu. Grant segir að á þessum tíma hafi hann ekki haft neinn grun um hver braust in. „Ég hafði engar sannanir fyrir því að fréttamiðlar bæru ábyrgð á innbrotinu, hvað þá að The Sun hafi verið ábyrgt,“ sagði Grant. Hann sagðist hafa tekið ákvörðun um að stefna blaðinu eftir að hann fékk í hendur gögn sem sýndu fram á að Sun hafi beint spjótum sínum að honum og vandamönnum hans. Grant sagðist þá einnig vita af því að á fyrsta áratugi aldarinnar hafi Sun ráðið einkaspæjara til að brjótast inn í tvö húsnæði í eigu kvikmyndafyrirtækis hans og fyrrverandi kærustu hans Liz Hurley. Leikarinn segir Rebekah Brooks, þáverandi ritstjóra blaðsins, hafa haft fulla vitneskju um innbrotin. Sun hefur harðneitað öllum ásökunum leikarans. Þá hefur móðurfyrirtæki Sun, News Group Newspapers, í eigu ástralska auðjöfursins Rupert Murdoch, tekið fyrir að nokkuð misjafnt hafi gengið á hjá blaðinu. Harry Bretaprins hefur staðið í svipuðum málaferlum gegn The Sun. Blaðið hefur reynt að koma í veg fyrir að málaferlar fari lengra með því að vísa til þess að bæði Grant og Harry hafi tekið sér of langan tíma til að skila inn gögnum í málunum. Báðir hafa þeir þá borið fyrir sig að ástæða þess sé að Sun hafi ekki viljað afhenda gögn í málinu. Bretland Hollywood Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hugh Grant verður Úmpa-Lúmpa Hugh Grant mun leika Úmpa-Lúmpa í myndinni Wonka sem kemur út í desember. Myndin segir frá ævintýrum sælgætisjöfursins Willy Wonka áður en hann opnaði sælgætisgerðina. Ungstirnið Timothee Chalamet fer með hlutverk Wonka í myndinni. 26. apríl 2023 22:14 Vandræðalegt viðtal við Hugh Grant vekur umtal Vandræðalegt viðtal við breska leikarann Hugh Grant á kampavínslitaða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær hefur vakið töluverða athygli. Netverjar eru ekki á sama máli um hvort sökin sé hjá leikaranum eða konunni sem tekur viðtalið við hann 13. mars 2023 14:43 Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Grant sagði fyrir dómi að árið 2011 hafi verið brotist inn á heimili hans í Lundúnum en engu hafi verið stolið. Daginn eftir hafi frétt birst hjá Sun þar sem húskostum var lýst nákvæmlega og greint frá því að ummerki væru um erjur á heimilinu. Grant segir að á þessum tíma hafi hann ekki haft neinn grun um hver braust in. „Ég hafði engar sannanir fyrir því að fréttamiðlar bæru ábyrgð á innbrotinu, hvað þá að The Sun hafi verið ábyrgt,“ sagði Grant. Hann sagðist hafa tekið ákvörðun um að stefna blaðinu eftir að hann fékk í hendur gögn sem sýndu fram á að Sun hafi beint spjótum sínum að honum og vandamönnum hans. Grant sagðist þá einnig vita af því að á fyrsta áratugi aldarinnar hafi Sun ráðið einkaspæjara til að brjótast inn í tvö húsnæði í eigu kvikmyndafyrirtækis hans og fyrrverandi kærustu hans Liz Hurley. Leikarinn segir Rebekah Brooks, þáverandi ritstjóra blaðsins, hafa haft fulla vitneskju um innbrotin. Sun hefur harðneitað öllum ásökunum leikarans. Þá hefur móðurfyrirtæki Sun, News Group Newspapers, í eigu ástralska auðjöfursins Rupert Murdoch, tekið fyrir að nokkuð misjafnt hafi gengið á hjá blaðinu. Harry Bretaprins hefur staðið í svipuðum málaferlum gegn The Sun. Blaðið hefur reynt að koma í veg fyrir að málaferlar fari lengra með því að vísa til þess að bæði Grant og Harry hafi tekið sér of langan tíma til að skila inn gögnum í málunum. Báðir hafa þeir þá borið fyrir sig að ástæða þess sé að Sun hafi ekki viljað afhenda gögn í málinu.
Bretland Hollywood Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hugh Grant verður Úmpa-Lúmpa Hugh Grant mun leika Úmpa-Lúmpa í myndinni Wonka sem kemur út í desember. Myndin segir frá ævintýrum sælgætisjöfursins Willy Wonka áður en hann opnaði sælgætisgerðina. Ungstirnið Timothee Chalamet fer með hlutverk Wonka í myndinni. 26. apríl 2023 22:14 Vandræðalegt viðtal við Hugh Grant vekur umtal Vandræðalegt viðtal við breska leikarann Hugh Grant á kampavínslitaða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær hefur vakið töluverða athygli. Netverjar eru ekki á sama máli um hvort sökin sé hjá leikaranum eða konunni sem tekur viðtalið við hann 13. mars 2023 14:43 Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Hugh Grant verður Úmpa-Lúmpa Hugh Grant mun leika Úmpa-Lúmpa í myndinni Wonka sem kemur út í desember. Myndin segir frá ævintýrum sælgætisjöfursins Willy Wonka áður en hann opnaði sælgætisgerðina. Ungstirnið Timothee Chalamet fer með hlutverk Wonka í myndinni. 26. apríl 2023 22:14
Vandræðalegt viðtal við Hugh Grant vekur umtal Vandræðalegt viðtal við breska leikarann Hugh Grant á kampavínslitaða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær hefur vakið töluverða athygli. Netverjar eru ekki á sama máli um hvort sökin sé hjá leikaranum eða konunni sem tekur viðtalið við hann 13. mars 2023 14:43