Hefja forfæringar til undirbúnings dráttar í dag Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2023 11:46 Wilson Skaw er nú við akkeri um hálfri sjómílu suðaustur af hafnarmynni Hólmavíkurhafnar. Landhelgisgæslan Fulltrúar eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw, Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu og Umhverfisstofnunar samþykktu í gær björgunaráætlun fyrir skipið og er reiknað með að forfæringar með farminn hefjist síðar í dag til undirbúnings dráttar þess til Akureyrarhafnar. Skipið strandaði í Húnaflóa í síðustu viku og hefur síðustu daga verið í vari fyrir utan Hólmavík. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að varðskipið Freyja, sem síðustu daga hafi verið í Steingrímsfirði, muni leggjast að Wilson Skaw síðar í dag. Hann segir að búist sé við að forfæringar muni standa fram í miðja næstu viku, en þar sé verið að stilla farmi með tilliti til styrkleika skipsins þannig að fyrirhugaður dráttur til Akureyrarhafnar verði sem áhættuminnstur. Skipið, sem er um 4.000 brúttótonn og 113 metra langt var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur þegar það strandaði þann 18. apríl. Um borð voru um tvö þúsund tonn af salti og 195 tonn af olíu. Freyja í Steingrímsfirði.Landhelgisgæslan Ekki hægt að taka skipið upp að bryggju í Hólmavík Á vef Strandabyggðar segir að skipið sé við akkeri um hálfri sjómílu suðaustur af hafnarmynni Hólmavíkurhafnar. Í tilkynningu frá oddvita sveitarfélagsins, Þorgeiri Pálssyni, segir að staðsetning skipsins sé valin með það í huga að skipið hafi ekki nein áhrif á siglingaleiðina til Hólmavíkur. Einfalt sé að draga skipið burt, gerist þess þörf. „Ekki hefur komið til álita að taka skipið upp að bryggju, enda ristir það dýpra en höfnin leyfir (6,0 m), eins og eflaust margir hafa tekið eftir er skipið djúprist að aftan um 6,8 metra og ekki hægt að breyta því þar sem göt eru komin á tanka skipsins að framan sem venjulega eru fylltir af sjó til þess að rétta af djúpristuna,“ segir í tilkynningunni. Strand Wilson Skaw Strandabyggð Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Afferma Wilson Skaw og reyna að koma til Akureyrar Stefnt er á að færa farminn um borð í flutningaskipinu Wilson Skaw og koma því þannig til Hólmavíkur í bráðabirgðaviðgerð. Þetta kom fram á fundi Landhelgisgæslunnar í dag. Hollenska flutningaskipið strandaði þann 18. apríl en er nú í vari í Steingrímsfirði. 24. apríl 2023 12:55 Ekki unnt að draga Wilson Skaw til Akureyrar að sinni Skoðun á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw í gærkvöldi leiddi í ljós að ekki væri unnt að draga skipið til Akureyrar líkt og fyrirhugað var. Mat þeirra er að nauðsynlegt sé að ráðast í bráðabirgðaviðgerð á skipinu áður en hægt verður að draga það til hafnar. 24. apríl 2023 07:37 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Skipið strandaði í Húnaflóa í síðustu viku og hefur síðustu daga verið í vari fyrir utan Hólmavík. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að varðskipið Freyja, sem síðustu daga hafi verið í Steingrímsfirði, muni leggjast að Wilson Skaw síðar í dag. Hann segir að búist sé við að forfæringar muni standa fram í miðja næstu viku, en þar sé verið að stilla farmi með tilliti til styrkleika skipsins þannig að fyrirhugaður dráttur til Akureyrarhafnar verði sem áhættuminnstur. Skipið, sem er um 4.000 brúttótonn og 113 metra langt var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur þegar það strandaði þann 18. apríl. Um borð voru um tvö þúsund tonn af salti og 195 tonn af olíu. Freyja í Steingrímsfirði.Landhelgisgæslan Ekki hægt að taka skipið upp að bryggju í Hólmavík Á vef Strandabyggðar segir að skipið sé við akkeri um hálfri sjómílu suðaustur af hafnarmynni Hólmavíkurhafnar. Í tilkynningu frá oddvita sveitarfélagsins, Þorgeiri Pálssyni, segir að staðsetning skipsins sé valin með það í huga að skipið hafi ekki nein áhrif á siglingaleiðina til Hólmavíkur. Einfalt sé að draga skipið burt, gerist þess þörf. „Ekki hefur komið til álita að taka skipið upp að bryggju, enda ristir það dýpra en höfnin leyfir (6,0 m), eins og eflaust margir hafa tekið eftir er skipið djúprist að aftan um 6,8 metra og ekki hægt að breyta því þar sem göt eru komin á tanka skipsins að framan sem venjulega eru fylltir af sjó til þess að rétta af djúpristuna,“ segir í tilkynningunni.
Strand Wilson Skaw Strandabyggð Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Afferma Wilson Skaw og reyna að koma til Akureyrar Stefnt er á að færa farminn um borð í flutningaskipinu Wilson Skaw og koma því þannig til Hólmavíkur í bráðabirgðaviðgerð. Þetta kom fram á fundi Landhelgisgæslunnar í dag. Hollenska flutningaskipið strandaði þann 18. apríl en er nú í vari í Steingrímsfirði. 24. apríl 2023 12:55 Ekki unnt að draga Wilson Skaw til Akureyrar að sinni Skoðun á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw í gærkvöldi leiddi í ljós að ekki væri unnt að draga skipið til Akureyrar líkt og fyrirhugað var. Mat þeirra er að nauðsynlegt sé að ráðast í bráðabirgðaviðgerð á skipinu áður en hægt verður að draga það til hafnar. 24. apríl 2023 07:37 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Afferma Wilson Skaw og reyna að koma til Akureyrar Stefnt er á að færa farminn um borð í flutningaskipinu Wilson Skaw og koma því þannig til Hólmavíkur í bráðabirgðaviðgerð. Þetta kom fram á fundi Landhelgisgæslunnar í dag. Hollenska flutningaskipið strandaði þann 18. apríl en er nú í vari í Steingrímsfirði. 24. apríl 2023 12:55
Ekki unnt að draga Wilson Skaw til Akureyrar að sinni Skoðun á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw í gærkvöldi leiddi í ljós að ekki væri unnt að draga skipið til Akureyrar líkt og fyrirhugað var. Mat þeirra er að nauðsynlegt sé að ráðast í bráðabirgðaviðgerð á skipinu áður en hægt verður að draga það til hafnar. 24. apríl 2023 07:37