Þetta segir Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi.
Hann segir að sjúkraflutningamenn á vettvangi hafi metið ástand eins sem lenti í árekstrinum svo að hann þyrfti á sjúkrahús til aðhlynningar en að fleirum hafi verið skutlað á sjúkrahús til skoðunar, að þeirra beiðni.
Þá sé töluvert brak á veginum og að slökkvilið sé enn að störfum á vettvangi við hreinsun. Eðli málsins samkvæmt hafa töluverðar tafir orðið á umferð en að sögn Lárusar er ein akrein opin og slökkvilið lýkur störfum fljótlega.