Skoruðu sigurmarkið í hinum margfræga „Fergie-tíma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. apríl 2023 12:31 Man United kom til baka gegn Aston Villa. Charlotte Tattersall/Getty Images Kvennalið Manchester United heldur svo sannarlega í gömlu góðu gildin sem gerðu karlalið félagsins jafn sigursælt og raun bar vitni. Liðið tvívegis undir gegn Aston Villa á útivelli en tókst á einhvern undraverðan hátt að snúa dæminu sér í vil og tryggja sér dramatískan 3-2 sigur með marki í uppbótartíma. Man United er í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn sem og liðið er komið í úrslit ensku bikarkeppninnar. Mikið afrek fyrir lið sem var ekki sett á laggirnar í núverandi mynd fyrir nema fimm árum síðar. Þá gekk liðið í gegnum töluvert af breytingum fyrir yfirstandandi leiktíð. Toppliðið heimsótti Birimingam á laugardag og mætti þar Aston Villa. Í tvígang kom Rachel Daly, framherjinn sem var áður vinstri bakvörður, heimaliðinu yfir en hún reyndist vörn Man Utd erfiður ljár í þúfu í leiknum. Gestirnir frá Manchester létu það ekki á sig fá og jöfnuðu metin tvívegis, fyrst Leah Galton og svo Nikita Parris. Það stefndi í 2-2 jafntefli þegar líða fór á leikinn en staðan var enn jöfn þegar venjulegum leiktíma var lokið. Það var ekki fyrr en á þriðju mínútu uppbótartíma sem Millie Turner skilaði aukaspyrnu Katie Zelem í netið og gestirnir ærðust af fögnuði. SCENES! #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/0l5EnvLuF8— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2023 Segja má að liðið hafi haldið í gildin sem gerðu bestu lið Sir Alex Ferguson að því óstöðvandi afli sem þau voru. Þau neituðu að gefast upp. Þá hjálpaði að fá góðan uppbótartíma til að tryggja sigurinn. Var það kallað „Fergie time“ eða „Fergie-tími.“ Var hugmyndin sú að Man United fengi einfaldlega eins mikinn uppbótartíma og þyrfti til að skora sigurmark í leikjum. What a night, what a feeling #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/6VMxbCqscV— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2023 Fergie time pic.twitter.com/wU4OKYI5xP— Millie Turner (@MillieTurner_) April 29, 2023 Þökk sé sigurmarki Turner í gær er Man United nú með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City er í öðru sætinu með leik til góða og þá er Chelsea sjö stigum á eftir toppliðinu með þrjá leiki til góða. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira
Man United er í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn sem og liðið er komið í úrslit ensku bikarkeppninnar. Mikið afrek fyrir lið sem var ekki sett á laggirnar í núverandi mynd fyrir nema fimm árum síðar. Þá gekk liðið í gegnum töluvert af breytingum fyrir yfirstandandi leiktíð. Toppliðið heimsótti Birimingam á laugardag og mætti þar Aston Villa. Í tvígang kom Rachel Daly, framherjinn sem var áður vinstri bakvörður, heimaliðinu yfir en hún reyndist vörn Man Utd erfiður ljár í þúfu í leiknum. Gestirnir frá Manchester létu það ekki á sig fá og jöfnuðu metin tvívegis, fyrst Leah Galton og svo Nikita Parris. Það stefndi í 2-2 jafntefli þegar líða fór á leikinn en staðan var enn jöfn þegar venjulegum leiktíma var lokið. Það var ekki fyrr en á þriðju mínútu uppbótartíma sem Millie Turner skilaði aukaspyrnu Katie Zelem í netið og gestirnir ærðust af fögnuði. SCENES! #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/0l5EnvLuF8— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2023 Segja má að liðið hafi haldið í gildin sem gerðu bestu lið Sir Alex Ferguson að því óstöðvandi afli sem þau voru. Þau neituðu að gefast upp. Þá hjálpaði að fá góðan uppbótartíma til að tryggja sigurinn. Var það kallað „Fergie time“ eða „Fergie-tími.“ Var hugmyndin sú að Man United fengi einfaldlega eins mikinn uppbótartíma og þyrfti til að skora sigurmark í leikjum. What a night, what a feeling #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/6VMxbCqscV— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2023 Fergie time pic.twitter.com/wU4OKYI5xP— Millie Turner (@MillieTurner_) April 29, 2023 Þökk sé sigurmarki Turner í gær er Man United nú með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City er í öðru sætinu með leik til góða og þá er Chelsea sjö stigum á eftir toppliðinu með þrjá leiki til góða.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira