Mundu að þú varst þræll Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 1. maí 2023 07:00 Í dag þegar gengið er fyrir réttlátu samfélagi er rétt að minnast þess að sú velmegun og sú auðskipting sem við búum við er nýtilkomin. Íslendingar komast ekki undan því að eiga langafa eða langömmu sem ólst upp í torfkofa við bág kjör. Flestar bókmenntaperlur fornaldar voru skrifaðar af aðalsmönnum sem höfðu tíma og fé til að helga sig ritlistinni. Það á þó líklega ekki við um Biblíuna en grundvöllur hennar, Fimmbókaritið, skilgreinir sig sem þrælabókmenntir. Fyrsta Mósebók með stórsögulegum stefjum sköpunar, syndaflóðs og sögu ættfeðranna eru forleikur að meginumfjöllunarefni ritsafnsins, frelsun þræla og för þeirra til fyrirheitna landsins. Í Annari Mósebók er sögusviðið Egyptaland og hópur erlends vinnuafls er býr við bág kjör undir harðræði stórveldisins fara trúa því að Guð geti leitt þau úr ánauð til frelsis. Verkalýðsleiðtogar rísa upp með Móse í broddi fylkingar og ögra arðræningjum sínum og mæta fyrir vikið auknu harðræði. Að lokum öðlast fylkingin frelsi en sá hópur sem kemst til betri kjara er fámennur miðað við þau sem buguðust undan aðstæðum sínum. Fimmbókaritið er í senn sagnfræði og guðfræði en sjálfsmynd þeirra sem sömdu þessar bókmenntir var að varðveita það minni að vera komnir af þrælum. Þegar þjóð þrælanna varð stöndug, bjó sjálf við þau forréttindi að hafa útlendinga í landi sínu sem ódýrt vinnuafl og þræla, minntu spámenn valdsmenn sína og auðmenn á þann uppruna að þjóðin var komin af þrælum. „Minnstu þess að þú varst sjálfur þræll í Egyptalandi og Drottinn, Guð þinn, keypti þig lausan.“ Nýja testamentið er skrifað í annarskonar deiglu. Þjóðin sem gat af sér bókmenntaarf Gamla testamentisins var nú undir rómversku hervaldi og leitaði frelsunar undan harðræði þeirra. Sú von var brotin á bak með hervaldi en Rómverjum tókst ekki að kæfa boðskap Jesú frá Nasaret, sem sagði ríki Guðs vera hér og nú og að vald heimsins mætti síns lítils andspænis valdi samstöðunnar, valdi kærleikans. Boðskapur Jesú var að hinir valdlausu hefðu vald og að framkoma í garð fátækra og öryrkja væru mælikvarði samfélagsins. Fylgjendur Jesú voru fjölbreyttur hópur og þeim greindi á um inntak og markmið þeirrar hreyfingar sem Jesús stofnsetti. Um það vitna annarsvegar fjölbreytileiki rita úr frumkristni og hinsvegar bréf Páls en hann lýsir deilum á milli sín og safnaðarins í Jerúsalem. Um meginboðskapinn deildi þó enginn en Páll segir „það eitt var til skilið að við skyldum minnast hinna fátæku“. Ísland er í sögulegu ljósi fátæk þjóð sem þráði um aldir sjálfstæði og velmegun. Undir lok 19. aldar flutti fimmtungur Íslendinga af landi brott í leit að betra lífi, á flótta undan matarskorti og harðindum. Mikið af því fólki sem nú býr við hvað bágust kjör á Íslandi stendur í þeim sömu sporum. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Verkalýðsdagurinn Trúmál Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag þegar gengið er fyrir réttlátu samfélagi er rétt að minnast þess að sú velmegun og sú auðskipting sem við búum við er nýtilkomin. Íslendingar komast ekki undan því að eiga langafa eða langömmu sem ólst upp í torfkofa við bág kjör. Flestar bókmenntaperlur fornaldar voru skrifaðar af aðalsmönnum sem höfðu tíma og fé til að helga sig ritlistinni. Það á þó líklega ekki við um Biblíuna en grundvöllur hennar, Fimmbókaritið, skilgreinir sig sem þrælabókmenntir. Fyrsta Mósebók með stórsögulegum stefjum sköpunar, syndaflóðs og sögu ættfeðranna eru forleikur að meginumfjöllunarefni ritsafnsins, frelsun þræla og för þeirra til fyrirheitna landsins. Í Annari Mósebók er sögusviðið Egyptaland og hópur erlends vinnuafls er býr við bág kjör undir harðræði stórveldisins fara trúa því að Guð geti leitt þau úr ánauð til frelsis. Verkalýðsleiðtogar rísa upp með Móse í broddi fylkingar og ögra arðræningjum sínum og mæta fyrir vikið auknu harðræði. Að lokum öðlast fylkingin frelsi en sá hópur sem kemst til betri kjara er fámennur miðað við þau sem buguðust undan aðstæðum sínum. Fimmbókaritið er í senn sagnfræði og guðfræði en sjálfsmynd þeirra sem sömdu þessar bókmenntir var að varðveita það minni að vera komnir af þrælum. Þegar þjóð þrælanna varð stöndug, bjó sjálf við þau forréttindi að hafa útlendinga í landi sínu sem ódýrt vinnuafl og þræla, minntu spámenn valdsmenn sína og auðmenn á þann uppruna að þjóðin var komin af þrælum. „Minnstu þess að þú varst sjálfur þræll í Egyptalandi og Drottinn, Guð þinn, keypti þig lausan.“ Nýja testamentið er skrifað í annarskonar deiglu. Þjóðin sem gat af sér bókmenntaarf Gamla testamentisins var nú undir rómversku hervaldi og leitaði frelsunar undan harðræði þeirra. Sú von var brotin á bak með hervaldi en Rómverjum tókst ekki að kæfa boðskap Jesú frá Nasaret, sem sagði ríki Guðs vera hér og nú og að vald heimsins mætti síns lítils andspænis valdi samstöðunnar, valdi kærleikans. Boðskapur Jesú var að hinir valdlausu hefðu vald og að framkoma í garð fátækra og öryrkja væru mælikvarði samfélagsins. Fylgjendur Jesú voru fjölbreyttur hópur og þeim greindi á um inntak og markmið þeirrar hreyfingar sem Jesús stofnsetti. Um það vitna annarsvegar fjölbreytileiki rita úr frumkristni og hinsvegar bréf Páls en hann lýsir deilum á milli sín og safnaðarins í Jerúsalem. Um meginboðskapinn deildi þó enginn en Páll segir „það eitt var til skilið að við skyldum minnast hinna fátæku“. Ísland er í sögulegu ljósi fátæk þjóð sem þráði um aldir sjálfstæði og velmegun. Undir lok 19. aldar flutti fimmtungur Íslendinga af landi brott í leit að betra lífi, á flótta undan matarskorti og harðindum. Mikið af því fólki sem nú býr við hvað bágust kjör á Íslandi stendur í þeim sömu sporum. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun