Íslendingaliðin töpuðu bæði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. apríl 2023 16:16 Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar. Lars Ronbog/Getty Images Íslendingaliðin FC Kaupmannahöfn og Lyngby töpuðu leikjm sínum í dönsku úrvalsdeildinni í dag. FCK tapaði 0-1 á heimavelli fyrir erkifjendum sínum í Bröndby á meðan Lyngby tapaði fyrir Álaborg á útivelli. Til að gera hlutina enn verri þá brenndi FCK af vítaspyrnu undir lok leiks. FC Kaupmannahöfn fékk Bröndby í heimsókn með það að leiðarljósi að auka forskot sitt á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. Hákon Rafn Haraldsson var í byrjunarliðinu en Ísak Bergmann Jóhannsson hóf leikinn á varamannabekknum. 28. Hakon kæmper alt hvad han kan oppe foran0-0 | #fckbif | #fcklive pic.twitter.com/gA0W8jmdAj— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) April 30, 2023 Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og raunar var staðan markalaus þangað til rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Þá skoraði hinn norski Ohi Omoijuanfo fyrir gestina og reyndist það sigurmark leiksins. FCK fékk þó gullið tækifæri til að jafna metin en Mads Hermansen varði vítaspyrnu Denis Vavro á 88. mínútu og Bröndby vann leikinn 1-0. FCK er enn á toppi deildarinnar en Nordsjælland er aðeins tveimur stigum þar á eftir með leik til góða. Lærisveinar Freys Alexanderssonar hafa verið á góðu skriði undanfarið í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið tapaði hins vegar fyrir Álaborg í botnslag deildarinnar í dag og er í vondum málum. Lyngby var svo gott sem fallið eftir skelfilegt gengi fyrir áramót þar sem liðið vann ekki leik fyrr en í lokaumferðinni fyrir jólafrí. Eftir að keppni hófst að nýju hefur Lyngby hins vegar sýnt klærnar og allt í einu var ekki útilokað að liðið myndi halda sæti sínu. Eftir að missa 2-0 forystu gegn OB niður í 2-2 jafntefli í síðustu umferð þá tapaði liðið 1-0 gegn Álaborg í dag og er komið aftur í botnsætið. Allan Gonçalves Sousa skoraði eina mark leiksins þegar stundarfjórðungur lifði leiks. BITTERT NEDERLAG I AALBORG Et VAR-straffe blev afgørende i et snævert 1-0-nederlag til AaB Vi rejser os sammen næste søndag #SammenForLyngby pic.twitter.com/XvipI32A8W— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) April 30, 2023 Sævar Atli Magnússon spilaði allan leikinn í liði Lyngby en Kolbeinn Birgir Finnsson var tekinn af velli á 78. mínútu. Alfreð Finnbogason er enn frá vegna meiðsla. Lyngby er aftur komið á botn deildarinnar. Nú með 21 stig, sex stigum frá öruggu sæti. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Sjá meira
FC Kaupmannahöfn fékk Bröndby í heimsókn með það að leiðarljósi að auka forskot sitt á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. Hákon Rafn Haraldsson var í byrjunarliðinu en Ísak Bergmann Jóhannsson hóf leikinn á varamannabekknum. 28. Hakon kæmper alt hvad han kan oppe foran0-0 | #fckbif | #fcklive pic.twitter.com/gA0W8jmdAj— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) April 30, 2023 Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og raunar var staðan markalaus þangað til rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Þá skoraði hinn norski Ohi Omoijuanfo fyrir gestina og reyndist það sigurmark leiksins. FCK fékk þó gullið tækifæri til að jafna metin en Mads Hermansen varði vítaspyrnu Denis Vavro á 88. mínútu og Bröndby vann leikinn 1-0. FCK er enn á toppi deildarinnar en Nordsjælland er aðeins tveimur stigum þar á eftir með leik til góða. Lærisveinar Freys Alexanderssonar hafa verið á góðu skriði undanfarið í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið tapaði hins vegar fyrir Álaborg í botnslag deildarinnar í dag og er í vondum málum. Lyngby var svo gott sem fallið eftir skelfilegt gengi fyrir áramót þar sem liðið vann ekki leik fyrr en í lokaumferðinni fyrir jólafrí. Eftir að keppni hófst að nýju hefur Lyngby hins vegar sýnt klærnar og allt í einu var ekki útilokað að liðið myndi halda sæti sínu. Eftir að missa 2-0 forystu gegn OB niður í 2-2 jafntefli í síðustu umferð þá tapaði liðið 1-0 gegn Álaborg í dag og er komið aftur í botnsætið. Allan Gonçalves Sousa skoraði eina mark leiksins þegar stundarfjórðungur lifði leiks. BITTERT NEDERLAG I AALBORG Et VAR-straffe blev afgørende i et snævert 1-0-nederlag til AaB Vi rejser os sammen næste søndag #SammenForLyngby pic.twitter.com/XvipI32A8W— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) April 30, 2023 Sævar Atli Magnússon spilaði allan leikinn í liði Lyngby en Kolbeinn Birgir Finnsson var tekinn af velli á 78. mínútu. Alfreð Finnbogason er enn frá vegna meiðsla. Lyngby er aftur komið á botn deildarinnar. Nú með 21 stig, sex stigum frá öruggu sæti.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Sjá meira