„Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2023 10:15 Hér má sjá Kristófer Acox koma sér frá Jordan Semple í þriðja leik Vals og Þórs í undanúrslitum Subway-deildar karla. Semple fór úr axlarlið og hefur ekki getað beitt sér síðan. Vísir/Stöð 2 Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins. „Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn í gær. Hann átti þar við Kristófer Acox og bætti við að dómaranefnd FIBA hafi metið þetta sem brottrekstrarvert atvik. „Dómaranefnd mat þetta ekki svo alvarlegt. En það er víst annað hjá FIBA dómaranefndinni, þeir telja að þetta sé alvarlegt atvik og hann hefði átt að fá brottvísun.“ Sérfræðingar Körfuboltakvölds ræddu þetta atvik bæði fyrir og eftir leik í Þorlákshöfn í gær. Hermann Hauksson sagði að hann teldi atvikið ekki kalla á brottvísun, en viðurkenndi þó að þetta liti skringilega út. „Ég skil Lalla mjög vel. Þetta er stórt atriði að missa þennan mann út og ég ítreka það sem ég sagði fyrir leikinn að úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu með því að toga þarna í hann,“ sagði Hermann eftir leikinn. „Hitt sjónarhornið, þá sé ég ekkert eitthvað óvenjulega gróft atriði. Það er smá klemma þarna og þarna fer hann. Ég næ þessu ekki, en ég skil alveg gremjuna í Lalla og hann talar um að dómarar þurfi að stíga upp.“ „Ég sé þetta ekki sem brottrekstur, bara því miður. Ég sé það ekki alveg og mér finnst þetta allt of grá lína um það að það þurfi að setja hann í brottrekstur fyrir þetta. Maður hefur séð margt grófara en þetta, en ég ítreka að mér finnst myndbrotin sýna tvennt. Þó þetta sé sama atriðið þá sýna þau tvennt,“ sagði Hermann. Eins og áður segir var þetta atvik til umræðu bæði fyrir og eftir leik og má sjá umræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kristó vs Semple Sigur Vals í gær þýðir að staðan í undanúrslitaeinvígi liðanna er jöfn, 2-2, og framundan er oddaleikur um sæti í úrslitum. Liðin mætast í Origo-höllinni annað kvöld klukkan 20:15 og verður leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Sjá meira
„Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn í gær. Hann átti þar við Kristófer Acox og bætti við að dómaranefnd FIBA hafi metið þetta sem brottrekstrarvert atvik. „Dómaranefnd mat þetta ekki svo alvarlegt. En það er víst annað hjá FIBA dómaranefndinni, þeir telja að þetta sé alvarlegt atvik og hann hefði átt að fá brottvísun.“ Sérfræðingar Körfuboltakvölds ræddu þetta atvik bæði fyrir og eftir leik í Þorlákshöfn í gær. Hermann Hauksson sagði að hann teldi atvikið ekki kalla á brottvísun, en viðurkenndi þó að þetta liti skringilega út. „Ég skil Lalla mjög vel. Þetta er stórt atriði að missa þennan mann út og ég ítreka það sem ég sagði fyrir leikinn að úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu með því að toga þarna í hann,“ sagði Hermann eftir leikinn. „Hitt sjónarhornið, þá sé ég ekkert eitthvað óvenjulega gróft atriði. Það er smá klemma þarna og þarna fer hann. Ég næ þessu ekki, en ég skil alveg gremjuna í Lalla og hann talar um að dómarar þurfi að stíga upp.“ „Ég sé þetta ekki sem brottrekstur, bara því miður. Ég sé það ekki alveg og mér finnst þetta allt of grá lína um það að það þurfi að setja hann í brottrekstur fyrir þetta. Maður hefur séð margt grófara en þetta, en ég ítreka að mér finnst myndbrotin sýna tvennt. Þó þetta sé sama atriðið þá sýna þau tvennt,“ sagði Hermann. Eins og áður segir var þetta atvik til umræðu bæði fyrir og eftir leik og má sjá umræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kristó vs Semple Sigur Vals í gær þýðir að staðan í undanúrslitaeinvígi liðanna er jöfn, 2-2, og framundan er oddaleikur um sæti í úrslitum. Liðin mætast í Origo-höllinni annað kvöld klukkan 20:15 og verður leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn