Skutu fjölda eldflauga á Úkraínu í morgun Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2023 13:40 Úkraínskur hermaður tekur upp sprengjur til að skjóta úr fallbyssu nærri borginni Bakhmut í Donetsk. AP/Libkos Rússar skutu fjölda eldflauga á úkraínskar borgir í morgun. Að minnsta kosti einn lést í Kherson-héraði en 34 eru slasaðir í Dnipropetrovsk. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ræddi við varnarmálaráðherra Úkraínu símleiðis í morgun. Morguninn hjá fjölda Úkraínumanna hófst á skot- og sprengjuhljóðum í morgun þegar Rússar skutu fjölda eldflauga á borgir Úkraínu. Borgin Pavlohrad kom verst út úr sprengingunum en þar varð mikill eldur og brunnu tugir húsa til kaldra kola. 34 slösuðust í brunanum. Strong explosions in Pavlograd as Russian missile barrage begins to each targets.Ukrainian sources say it was 38 old ballistic missiles (SS-24) with 1,800 tons of rocket fuel. They were stored at the Pavlohrad Chemical Plant. They were not decommissioned due to lack of funds. pic.twitter.com/h1L4kDHDKL— Mario Nawfal (@MarioNawfal) May 1, 2023 „Ég hljóp út og sá að bílskúrinn var eyðilagður. Það var kviknað í öllu, það voru glerbrot alls staðar. Ef við hefðum verið úti, þá værum við ekki á lífi,“ hefur BBC eftir Olha Lytvynenko sem býr í Pavlohrad. Var klukkan við það að ganga þrjú að nóttu til. Var þetta í annað sinn á síðustu þremur sólarhringum sem Rússar gera eldflaugaárás fyrir sólarupprás í Úkraínu. CNN greinir frá því að varnarmálaráðuneyti Rússlands hafi tilkynnt að þeir hafi hitt öll sín skotmörk í árásunum í morgun. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddi við Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, símleiðis í morgun. Reznikov greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni og segist hafa þakkað Þórdísi fyrir stuðning Íslands við Úkraínu. Had a meaningful conversation with Minister of Foreign Affairs @thordiskolbrun. I expressed my gratitude for a strong position of Iceland in support of Ukraine. Thank for standing by . pic.twitter.com/VRV5bQfUBh— Oleksii Reznikov (@oleksiireznikov) May 1, 2023 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Morguninn hjá fjölda Úkraínumanna hófst á skot- og sprengjuhljóðum í morgun þegar Rússar skutu fjölda eldflauga á borgir Úkraínu. Borgin Pavlohrad kom verst út úr sprengingunum en þar varð mikill eldur og brunnu tugir húsa til kaldra kola. 34 slösuðust í brunanum. Strong explosions in Pavlograd as Russian missile barrage begins to each targets.Ukrainian sources say it was 38 old ballistic missiles (SS-24) with 1,800 tons of rocket fuel. They were stored at the Pavlohrad Chemical Plant. They were not decommissioned due to lack of funds. pic.twitter.com/h1L4kDHDKL— Mario Nawfal (@MarioNawfal) May 1, 2023 „Ég hljóp út og sá að bílskúrinn var eyðilagður. Það var kviknað í öllu, það voru glerbrot alls staðar. Ef við hefðum verið úti, þá værum við ekki á lífi,“ hefur BBC eftir Olha Lytvynenko sem býr í Pavlohrad. Var klukkan við það að ganga þrjú að nóttu til. Var þetta í annað sinn á síðustu þremur sólarhringum sem Rússar gera eldflaugaárás fyrir sólarupprás í Úkraínu. CNN greinir frá því að varnarmálaráðuneyti Rússlands hafi tilkynnt að þeir hafi hitt öll sín skotmörk í árásunum í morgun. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddi við Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, símleiðis í morgun. Reznikov greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni og segist hafa þakkað Þórdísi fyrir stuðning Íslands við Úkraínu. Had a meaningful conversation with Minister of Foreign Affairs @thordiskolbrun. I expressed my gratitude for a strong position of Iceland in support of Ukraine. Thank for standing by . pic.twitter.com/VRV5bQfUBh— Oleksii Reznikov (@oleksiireznikov) May 1, 2023
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira