Skutu fjölda eldflauga á Úkraínu í morgun Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2023 13:40 Úkraínskur hermaður tekur upp sprengjur til að skjóta úr fallbyssu nærri borginni Bakhmut í Donetsk. AP/Libkos Rússar skutu fjölda eldflauga á úkraínskar borgir í morgun. Að minnsta kosti einn lést í Kherson-héraði en 34 eru slasaðir í Dnipropetrovsk. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ræddi við varnarmálaráðherra Úkraínu símleiðis í morgun. Morguninn hjá fjölda Úkraínumanna hófst á skot- og sprengjuhljóðum í morgun þegar Rússar skutu fjölda eldflauga á borgir Úkraínu. Borgin Pavlohrad kom verst út úr sprengingunum en þar varð mikill eldur og brunnu tugir húsa til kaldra kola. 34 slösuðust í brunanum. Strong explosions in Pavlograd as Russian missile barrage begins to each targets.Ukrainian sources say it was 38 old ballistic missiles (SS-24) with 1,800 tons of rocket fuel. They were stored at the Pavlohrad Chemical Plant. They were not decommissioned due to lack of funds. pic.twitter.com/h1L4kDHDKL— Mario Nawfal (@MarioNawfal) May 1, 2023 „Ég hljóp út og sá að bílskúrinn var eyðilagður. Það var kviknað í öllu, það voru glerbrot alls staðar. Ef við hefðum verið úti, þá værum við ekki á lífi,“ hefur BBC eftir Olha Lytvynenko sem býr í Pavlohrad. Var klukkan við það að ganga þrjú að nóttu til. Var þetta í annað sinn á síðustu þremur sólarhringum sem Rússar gera eldflaugaárás fyrir sólarupprás í Úkraínu. CNN greinir frá því að varnarmálaráðuneyti Rússlands hafi tilkynnt að þeir hafi hitt öll sín skotmörk í árásunum í morgun. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddi við Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, símleiðis í morgun. Reznikov greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni og segist hafa þakkað Þórdísi fyrir stuðning Íslands við Úkraínu. Had a meaningful conversation with Minister of Foreign Affairs @thordiskolbrun. I expressed my gratitude for a strong position of Iceland in support of Ukraine. Thank for standing by . pic.twitter.com/VRV5bQfUBh— Oleksii Reznikov (@oleksiireznikov) May 1, 2023 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Morguninn hjá fjölda Úkraínumanna hófst á skot- og sprengjuhljóðum í morgun þegar Rússar skutu fjölda eldflauga á borgir Úkraínu. Borgin Pavlohrad kom verst út úr sprengingunum en þar varð mikill eldur og brunnu tugir húsa til kaldra kola. 34 slösuðust í brunanum. Strong explosions in Pavlograd as Russian missile barrage begins to each targets.Ukrainian sources say it was 38 old ballistic missiles (SS-24) with 1,800 tons of rocket fuel. They were stored at the Pavlohrad Chemical Plant. They were not decommissioned due to lack of funds. pic.twitter.com/h1L4kDHDKL— Mario Nawfal (@MarioNawfal) May 1, 2023 „Ég hljóp út og sá að bílskúrinn var eyðilagður. Það var kviknað í öllu, það voru glerbrot alls staðar. Ef við hefðum verið úti, þá værum við ekki á lífi,“ hefur BBC eftir Olha Lytvynenko sem býr í Pavlohrad. Var klukkan við það að ganga þrjú að nóttu til. Var þetta í annað sinn á síðustu þremur sólarhringum sem Rússar gera eldflaugaárás fyrir sólarupprás í Úkraínu. CNN greinir frá því að varnarmálaráðuneyti Rússlands hafi tilkynnt að þeir hafi hitt öll sín skotmörk í árásunum í morgun. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddi við Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, símleiðis í morgun. Reznikov greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni og segist hafa þakkað Þórdísi fyrir stuðning Íslands við Úkraínu. Had a meaningful conversation with Minister of Foreign Affairs @thordiskolbrun. I expressed my gratitude for a strong position of Iceland in support of Ukraine. Thank for standing by . pic.twitter.com/VRV5bQfUBh— Oleksii Reznikov (@oleksiireznikov) May 1, 2023
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira