Hvetur fólk til að bretta upp ermar og mótmæla Máni Snær Þorláksson skrifar 1. maí 2023 13:11 Formaður VR segir að staðan eigi eftir að versna og hvetur fólk því til að mótmæla. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður VR er harðorður í grein sem hann skrifar í tilefni alþjóðlegs baráttudags verkalýðsins sem haldinn er í dag. Hann segir stjórnvöld hér á landi og Seðlabankann hafa tekið sér stöðu gegn fólkinu í landinu. Að hans sögn hefur verkalýðshreyfingin þó sjaldan verið í betra formi til að láta til skarar skríða. „Stjórnvöld og Seðlabankinn hafa tekið sér stöðu. Stöðu gegn fólkinu í landinu og stöðu með sérhagsmunaöflunum og fjármálakerfinu. Um það verður ekki deilt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í aðsendri grein sem birt var á Vísi í morgun. Ragnar segir stjórnmálin og peningastefnu Seðlabankans hafa brugðist skyldum sínum og hlutverki. Það sé þó ekki það eina, stjórnvöld og Seðlabankinn hafa að sögn Ragnars gert illt verra. „Það sorglega í þessu er að þessi staða þarf alls ekki að vera svona. Hún er að stórum hluta heimatilbúin og afleiðing upplýstra ákvarðana. Alls staðar í kringum okkur hafa ríki sem við berum okkur gjarnan saman við farið í fjölþættar aðgerðir til að bregðast við afkomukreppu fólks, hvort sem um er að ræða hóflegar vaxtahækkanir, leigubremsu og launahækkanir, eða ýmsar mikilvægar mótvægisaðgerðir eins og hvalrekaskatt á ofur hagnað fyrirtækja.“ Kosningaloforð séu svikin jafnóðum Ragnar segir að hér á landi sé ekki það sama uppi á teningnum og annars staðar. Hér sé frelsi til að græða í algjörum forgangi. „Árum saman hefur þessi staða verið og árum saman hefur hún fengið að versna þrátt fyrir fögur fyrirheit í aðdraganda kosninga. Það er allt svikið jafnóðum,“ segir hann. Þá fer Ragnar yfir það hvernig hann sér stöðuna á Íslandi í dag. Þjónusta sé að minnka og fjármagn að færast frá almenningi á meðan þeim sem mest eiga er hlíft. „Á meðan samanburðarlöndum gengur betur að vinna gegn verðbólgu og lífskjaraskerðingu en okkur, eru settir milljarðar í að halda þjóðarleiðtogasýningu.“ Ragnar segir að á meðan séu fyrirtæki að græða sem aldrei fyrr og að fjármálakerfið slái um sig með steinprýddum glerhöllum fyrir gróða sem eykst á kostnað almennings. „Við verðum að rísa upp“ Undir lok greinarinnar segir Ragnar að verkalýðsbaráttan sé sterk, hún hafi sjaldan eða aldrei verið í betra formi til að taka slaginn. Þá segir hann að framundan séu mótmæli. „Spillingin er sjálfnærandi og hefur hreiðrað um sig alls staðar í stjórnsýslunni. Það er aðeins ein leið til að vinna bug á henni. Rísum upp!“ Rætt var Ragnar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og tók hann þar í svipaða strengi og hann gerði í greininni. „Staðan sem hefur verið að myndast, þessi lífskjarakrísa eða kreppa, hefur verið að magnast og versna, stjórnvöld hafa staðið aðgerðalaus hjá og Seðlabankinn gert illt verra. Þannig það er eins gott að standa saman og bretta upp ermar,“ segir hann. Klippa: Ragnar Þór um verkalýðsdaginn „Staðan á eftir að versna. Það er alveg ljóst að við munum ekki ná árangri með samtalinu einu saman. Fólkið verður einfaldlega að flykkja sér á bakvið okkur, við verðum að rísa upp og við verðum að mótmæla.“ Kjaramál Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
„Stjórnvöld og Seðlabankinn hafa tekið sér stöðu. Stöðu gegn fólkinu í landinu og stöðu með sérhagsmunaöflunum og fjármálakerfinu. Um það verður ekki deilt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í aðsendri grein sem birt var á Vísi í morgun. Ragnar segir stjórnmálin og peningastefnu Seðlabankans hafa brugðist skyldum sínum og hlutverki. Það sé þó ekki það eina, stjórnvöld og Seðlabankinn hafa að sögn Ragnars gert illt verra. „Það sorglega í þessu er að þessi staða þarf alls ekki að vera svona. Hún er að stórum hluta heimatilbúin og afleiðing upplýstra ákvarðana. Alls staðar í kringum okkur hafa ríki sem við berum okkur gjarnan saman við farið í fjölþættar aðgerðir til að bregðast við afkomukreppu fólks, hvort sem um er að ræða hóflegar vaxtahækkanir, leigubremsu og launahækkanir, eða ýmsar mikilvægar mótvægisaðgerðir eins og hvalrekaskatt á ofur hagnað fyrirtækja.“ Kosningaloforð séu svikin jafnóðum Ragnar segir að hér á landi sé ekki það sama uppi á teningnum og annars staðar. Hér sé frelsi til að græða í algjörum forgangi. „Árum saman hefur þessi staða verið og árum saman hefur hún fengið að versna þrátt fyrir fögur fyrirheit í aðdraganda kosninga. Það er allt svikið jafnóðum,“ segir hann. Þá fer Ragnar yfir það hvernig hann sér stöðuna á Íslandi í dag. Þjónusta sé að minnka og fjármagn að færast frá almenningi á meðan þeim sem mest eiga er hlíft. „Á meðan samanburðarlöndum gengur betur að vinna gegn verðbólgu og lífskjaraskerðingu en okkur, eru settir milljarðar í að halda þjóðarleiðtogasýningu.“ Ragnar segir að á meðan séu fyrirtæki að græða sem aldrei fyrr og að fjármálakerfið slái um sig með steinprýddum glerhöllum fyrir gróða sem eykst á kostnað almennings. „Við verðum að rísa upp“ Undir lok greinarinnar segir Ragnar að verkalýðsbaráttan sé sterk, hún hafi sjaldan eða aldrei verið í betra formi til að taka slaginn. Þá segir hann að framundan séu mótmæli. „Spillingin er sjálfnærandi og hefur hreiðrað um sig alls staðar í stjórnsýslunni. Það er aðeins ein leið til að vinna bug á henni. Rísum upp!“ Rætt var Ragnar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og tók hann þar í svipaða strengi og hann gerði í greininni. „Staðan sem hefur verið að myndast, þessi lífskjarakrísa eða kreppa, hefur verið að magnast og versna, stjórnvöld hafa staðið aðgerðalaus hjá og Seðlabankinn gert illt verra. Þannig það er eins gott að standa saman og bretta upp ermar,“ segir hann. Klippa: Ragnar Þór um verkalýðsdaginn „Staðan á eftir að versna. Það er alveg ljóst að við munum ekki ná árangri með samtalinu einu saman. Fólkið verður einfaldlega að flykkja sér á bakvið okkur, við verðum að rísa upp og við verðum að mótmæla.“
Kjaramál Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira