Tryllt tölfræði Elínar Klöru í úrslitakeppninni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2023 14:31 Elín Klara Þorkelsdóttir fagnar sigri Hauka á ÍBV. vísir/hulda margrét Hin átján ára Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið hamförum með Haukum í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. Haukar unnu dramatískan sigur á deildar- og bikarmeisturum ÍBV í framlengingu í gær, 25-24. Hafnfirðingar jöfnuðu þar metin í einvígi liðanna í undanúrslitunum, 1-1. Haukar enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar og unnu svo Íslandsmeistara Fram í sex liða úrslitum, 2-0. Elín Klara skoraði sigurmark Hauka í seinni leiknum gegn Frömmurum með frábæru langskoti. Elín Klara var frábær í leiknum í gær eins og hún hefur verið í allri úrslitakeppninni. Hún skoraði tólf mörk, gaf þrjár stoðsendingar, gaf þrjár vítasendingar og fiskaði eitt víti. Þá var hún með sex löglegar stöðvanir í vörninni og stal boltanum í tvígang. Fyrir frammistöðu sína fékk hún tíu í einkunn hjá HB Statz. Þetta er önnur tían sem Elín Klara fær en hún fékk einnig tíu fyrir frammistöðuna í öðrum leiknum gegn Fram, tíu í sóknar-, varnar- og heildareinkunn. Hún fékk 9,88 fyrir fyrri leikinn gegn Fram og 7,13 fyrir fyrsta leikinn gegn ÍBV. Í leikjunum fjórum í úrslitakeppninni hefur Elín Klara skorað samtals 42 mörk, eða 10,5 mörk að meðaltali í leik. Skotnýtingin er ekkert slor, eða 66,7 prósent. Elín Klara hefur tekið 25 víti í úrslitakeppninni og skorað úr 21 þeirra. Þá er hún með þrettán stoðsendingar, níu vítasendingar og hefur fiskað fimm víti. Hún er ennfremur með 26 löglegar stöðvanir og hefur stolið boltanum fimm sinnum. Elín Klara í úrslitakeppninni Mörk: 42 Skotnýting: 66,7% Vítanýting: 84% Stoðsendingar: 13 Vítasendingar: 9 Fiskuð víti: 5 Löglegar stöðvanir: 26 Stolnir: 5 Elín Klara og stöllur hennar í Haukum fara til Vestmannaeyja á morgun og mæta þar ÍBV í þriðja leik liðanna. Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19:40 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Olís-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir „Ég er ótrúlega stolt af mínu liði“ Haukar unnu eins marks sigur gegn ÍBV 25-24 í ótrúlegum leik sem fór í framlengingu. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var í skýjunum með ótrúlegan sigur. 1. maí 2023 17:18 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira
Haukar unnu dramatískan sigur á deildar- og bikarmeisturum ÍBV í framlengingu í gær, 25-24. Hafnfirðingar jöfnuðu þar metin í einvígi liðanna í undanúrslitunum, 1-1. Haukar enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar og unnu svo Íslandsmeistara Fram í sex liða úrslitum, 2-0. Elín Klara skoraði sigurmark Hauka í seinni leiknum gegn Frömmurum með frábæru langskoti. Elín Klara var frábær í leiknum í gær eins og hún hefur verið í allri úrslitakeppninni. Hún skoraði tólf mörk, gaf þrjár stoðsendingar, gaf þrjár vítasendingar og fiskaði eitt víti. Þá var hún með sex löglegar stöðvanir í vörninni og stal boltanum í tvígang. Fyrir frammistöðu sína fékk hún tíu í einkunn hjá HB Statz. Þetta er önnur tían sem Elín Klara fær en hún fékk einnig tíu fyrir frammistöðuna í öðrum leiknum gegn Fram, tíu í sóknar-, varnar- og heildareinkunn. Hún fékk 9,88 fyrir fyrri leikinn gegn Fram og 7,13 fyrir fyrsta leikinn gegn ÍBV. Í leikjunum fjórum í úrslitakeppninni hefur Elín Klara skorað samtals 42 mörk, eða 10,5 mörk að meðaltali í leik. Skotnýtingin er ekkert slor, eða 66,7 prósent. Elín Klara hefur tekið 25 víti í úrslitakeppninni og skorað úr 21 þeirra. Þá er hún með þrettán stoðsendingar, níu vítasendingar og hefur fiskað fimm víti. Hún er ennfremur með 26 löglegar stöðvanir og hefur stolið boltanum fimm sinnum. Elín Klara í úrslitakeppninni Mörk: 42 Skotnýting: 66,7% Vítanýting: 84% Stoðsendingar: 13 Vítasendingar: 9 Fiskuð víti: 5 Löglegar stöðvanir: 26 Stolnir: 5 Elín Klara og stöllur hennar í Haukum fara til Vestmannaeyja á morgun og mæta þar ÍBV í þriðja leik liðanna. Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19:40 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Mörk: 42 Skotnýting: 66,7% Vítanýting: 84% Stoðsendingar: 13 Vítasendingar: 9 Fiskuð víti: 5 Löglegar stöðvanir: 26 Stolnir: 5
Olís-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir „Ég er ótrúlega stolt af mínu liði“ Haukar unnu eins marks sigur gegn ÍBV 25-24 í ótrúlegum leik sem fór í framlengingu. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var í skýjunum með ótrúlegan sigur. 1. maí 2023 17:18 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira
„Ég er ótrúlega stolt af mínu liði“ Haukar unnu eins marks sigur gegn ÍBV 25-24 í ótrúlegum leik sem fór í framlengingu. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var í skýjunum með ótrúlegan sigur. 1. maí 2023 17:18