Hvað verður um stjörnurnar á Selfossi ef liðið fellur? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2023 11:00 Kristrún Steinþórsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir hafa samið við Selfoss. selfoss Ekki liggur fyrir hver framtíð leikmannanna sem hafa samið við Selfoss verður ef liðið fellur niður í Grill 66 deildina. Á síðustu vikum hafa Selfyssingar samið við þrjár kanónur, þær Perlu Ruth Albertsdóttur, Kristrúnu Steinþórsdóttur og Lenu Margréti Valdimarsdóttur. Um er að ræða gríðarlega mikinn liðsstyrk enda þrír öflugir leikmenn og þær Perla og Lena hafa verið í íslenska landsliðinu undanfarin misseri. Sú síðarnefnda var fimmti markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar með 133 mörk. Selfoss endaði í 7. sæti Olís-deildarinnar og þurfti því að fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Þar beið lið ÍR sem endaði í 2. sæti Grill 66 deildarinnar og vann Gróttu í undanúrslitum umspilsins. Margir ráku upp stór augu þegar ÍR-ingar unnu fyrsta leikinn á heimavelli Selfyssinga, 21-27. Enn fleiri ráku svo upp enn stærri augu þegar ÍR vann annan leikinn eftir framlengingu, 29-28, og komst þar með í 2-0 í einvíginu. Þrjá leiki þarf til að vinna það og ÍR-ingar eru því aðeins einum sigri frá því að komast upp í Olís-deildina og senda Selfyssinga niður í Grill 66 deildina. Framtíð leikmannanna sem Selfoss hefur samið við, þeirra Lenu, Perlu og Kristrúnar, hefur verið talsvert rædd, það er hvort þær verði með liðinu ef það leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Í samtali við Vísi vildi Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, ekki tjá sig um ákvæði væri í samningi leikmannanna að þeir mættu fara ef liðið félli. „Við erum náttúrulega að fara að vinna þetta umspil. Það er ekkert annað sem kemur til greina,“ sagði Þórir brattur. „Þess utan, sama hvort það eru þessir leikmenn eða aðrir, gef ég ekki upp efnisatriði samninga,“ bætti hann við. Perla og Kristrún eru báðar uppaldar hjá Selfossi og léku með liðinu áður en þær fóru til Fram. Þær urðu báðar Íslands- og deildarmeistarar með Fram í fyrra. Lena er aftur á móti uppalin hjá Fram en fór til Stjörnunnar fyrir tveimur árum. Þriðji leikur Selfoss og ÍR fer fram í Set höllinni fyrir austan fjall klukkan 19:30 annað kvöld. Olís-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Sjá meira
Á síðustu vikum hafa Selfyssingar samið við þrjár kanónur, þær Perlu Ruth Albertsdóttur, Kristrúnu Steinþórsdóttur og Lenu Margréti Valdimarsdóttur. Um er að ræða gríðarlega mikinn liðsstyrk enda þrír öflugir leikmenn og þær Perla og Lena hafa verið í íslenska landsliðinu undanfarin misseri. Sú síðarnefnda var fimmti markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar með 133 mörk. Selfoss endaði í 7. sæti Olís-deildarinnar og þurfti því að fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Þar beið lið ÍR sem endaði í 2. sæti Grill 66 deildarinnar og vann Gróttu í undanúrslitum umspilsins. Margir ráku upp stór augu þegar ÍR-ingar unnu fyrsta leikinn á heimavelli Selfyssinga, 21-27. Enn fleiri ráku svo upp enn stærri augu þegar ÍR vann annan leikinn eftir framlengingu, 29-28, og komst þar með í 2-0 í einvíginu. Þrjá leiki þarf til að vinna það og ÍR-ingar eru því aðeins einum sigri frá því að komast upp í Olís-deildina og senda Selfyssinga niður í Grill 66 deildina. Framtíð leikmannanna sem Selfoss hefur samið við, þeirra Lenu, Perlu og Kristrúnar, hefur verið talsvert rædd, það er hvort þær verði með liðinu ef það leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Í samtali við Vísi vildi Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, ekki tjá sig um ákvæði væri í samningi leikmannanna að þeir mættu fara ef liðið félli. „Við erum náttúrulega að fara að vinna þetta umspil. Það er ekkert annað sem kemur til greina,“ sagði Þórir brattur. „Þess utan, sama hvort það eru þessir leikmenn eða aðrir, gef ég ekki upp efnisatriði samninga,“ bætti hann við. Perla og Kristrún eru báðar uppaldar hjá Selfossi og léku með liðinu áður en þær fóru til Fram. Þær urðu báðar Íslands- og deildarmeistarar með Fram í fyrra. Lena er aftur á móti uppalin hjá Fram en fór til Stjörnunnar fyrir tveimur árum. Þriðji leikur Selfoss og ÍR fer fram í Set höllinni fyrir austan fjall klukkan 19:30 annað kvöld.
Olís-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Sjá meira