„Við byrjuðum á klukkutíma barre tíma þar sem allir fengu að svitna smá og seinni tíminn fór svo í jóga og slökun,“ segir Sara ánægð með útkomuna og bætir við að konurnar hafi farið vel senaðar heim um kvöldið.
„Þetta er i annað skipti sem ég held viðburð hérna heima og finnst mér mikilvægt að koma til að halda tengingunni við Ísland og hitta konurnar mínar,“ segir Sara sem annars þjálfar konur á netinu frá Stokkhólmi, þar sem hún býr með fjölskyldu sinni.
Viðburðurinn fór fram í ráðstefnusal The Reykjavík Edition við Reykjavíkurhöfn þar sem um fimmtíu konur mættu tvö kvöld í röð.
Viðburðinum var hinn glæsilegasti líkt á sjá má á meðfylgjandi myndum.









Myndir viðburðinum í september í fyrra: