„Tíu ára horfi ég upp á vin minn lenda fyrir bíl“ Sverrir Mar Smárason skrifar 2. maí 2023 22:30 Víglundur Páll Einarsson hefur átt viðburðaríka ævi. Víglundur Páll Einarsson, fyrrum knattspyrnumaður, átti langan og farsælan feril í neðri deildum Íslands. Hann sinnti einnig mörgum öðrum hlutverkum en hlutverki leikmanns. Spilandi þjálfari, þjálfari, formaður, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri svo eitthvað sé nefnt. Ferill Víglundar spannar um 20 ár og kom hann víða við. Hann fór yfir langan feril sinn í nýju hlaðvarpi á Tal, Ástríðan – Hetjur neðri deildanna, á dögunum. Þar kom Víglundur inn á baráttu sína við áfengi og einna helst þá í tengslum við áföll í lífi sínu. Það er þekkt stef að karlmenn reyni að fela tilfinningar sínar, telji sig ekki mega gráta eða vera „veikburða“. Eftir mörg áföll og enga aðstoð lenti Víglundur á vegg eftir helgi fyrir sunnan, veturinn 2015-2016, stuttu eftir að hann tók við starfi sem aðalþjálfari Fjarðabyggðar í 1. deild karla. „Líklega kornið sem fyllti mælinn“ „Þarna spring ég á limminu. Ótrúlega margt sem hefur gengið á í mínu lífi sem maður hefur aldrei rætt við neinn. Þegar ég er tíu ára horfi ég upp á vin minn lenda fyrir bíl. Ég er endalaust að flytja á milli staða, er í sex grunnskólum á tíu árum. Skilnaður foreldra minna, mamma deyr og svo skilnaður hjá sjálfum mér sem var líklega kornið sem fyllti mælinn,“ segir Víglundur. „Þetta er samansafn áfalla sem maður fór á hnefanum, ræddi ekki við neinn. Ekki við pabba, vinina né neinn í kringum mig. Síðan kom einhver tímapunktur þegar ég var í Reykjavík, byrjaður að þjálfa Fjarðabyggð og á sama tíma að kveðja vinnufélagana á Vopnafirði. Þar hrundi ég í það og brotnaði. Endaði með því að ég keyrði fyrir utan geðdeild og bað um hjálp,“ segir Víglundur. Víglundur (til vinstri) og Sverrir Mar Smárason, þáttastjórnandi. „Besta ákvörðun sem ég hef tekið“ Víglundur talar um að sú ákvörðun að biðja um hjálp hafi verið sú besta á hans lífsleið. Hann sé töluvert betri maður í dag, líði betur og lifi betur. „Það er sennilega besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu. Þar bara næ ég að opna mig og fer í fulla meðferð. Fer á Vog og síðan á Staðarfell og þeir fyrir austan styðja mig í þessu. Svo kem ég bara til baka sem miklu betri maður og lífið hefur verið miklu betra eftir þetta heldur en fyrir,“segir Víglundur. „Þetta hefur hjálpað mér. Auðvitað hef ég oft hugsað til þess að ef maður hefði ekki verið svona blautur, og oft var ástæðan fyrir því að maður leitaði í áfengið að reyna að deyfa ákveðnar tilfinningar, að þá hefði maður getað farið miklu lengra,“ segir Víglundur Páll einlægur. Mikill stuðningur vina og fjölskyldu Að upptöku lokinni bætti Víglundur því við að hræðslan við að viðurkenna vandann var í langan tíma óbærileg. Meðal annars hræðsla við að vera útskúfaður, að missa vini og detta úr vinahópum. Það hins vegar varð þveröfugt. Stuðningurinn frá fjölskyldu og vinum var ótrúlegur og að hann hafi fengið kveðjur frá mönnum í fótboltanum sem hann þekkti ekki persónulega en höfðu gengið í gegnum það sama. Allt þetta hjálpaði Víglundi að snúa við sínu lífi. Ástríðan – Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2. og 3.deild karla í fótbolta. Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna í spilaranum hér fyrir ofan eða á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Ein alversta frammistaða hjá markmanni sem ég hef orðið vitni að“ Hrafnkell Freyr Ágústsson, oftast þekktur sem Keli í hlaðvarpinu Dr. Football, hefur getið sér gott orð í fótboltaumfjöllun á Íslandi. Færri vita þó að Hrafnkell Freyr átti merkilegan feril sjálfur eins og hlustendur fá að kynnast í nýju hlaðvarpi á Tal, Ástríðan – Hetjur Neðri Deildanna. 24. apríl 2023 09:30 Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Ferill Víglundar spannar um 20 ár og kom hann víða við. Hann fór yfir langan feril sinn í nýju hlaðvarpi á Tal, Ástríðan – Hetjur neðri deildanna, á dögunum. Þar kom Víglundur inn á baráttu sína við áfengi og einna helst þá í tengslum við áföll í lífi sínu. Það er þekkt stef að karlmenn reyni að fela tilfinningar sínar, telji sig ekki mega gráta eða vera „veikburða“. Eftir mörg áföll og enga aðstoð lenti Víglundur á vegg eftir helgi fyrir sunnan, veturinn 2015-2016, stuttu eftir að hann tók við starfi sem aðalþjálfari Fjarðabyggðar í 1. deild karla. „Líklega kornið sem fyllti mælinn“ „Þarna spring ég á limminu. Ótrúlega margt sem hefur gengið á í mínu lífi sem maður hefur aldrei rætt við neinn. Þegar ég er tíu ára horfi ég upp á vin minn lenda fyrir bíl. Ég er endalaust að flytja á milli staða, er í sex grunnskólum á tíu árum. Skilnaður foreldra minna, mamma deyr og svo skilnaður hjá sjálfum mér sem var líklega kornið sem fyllti mælinn,“ segir Víglundur. „Þetta er samansafn áfalla sem maður fór á hnefanum, ræddi ekki við neinn. Ekki við pabba, vinina né neinn í kringum mig. Síðan kom einhver tímapunktur þegar ég var í Reykjavík, byrjaður að þjálfa Fjarðabyggð og á sama tíma að kveðja vinnufélagana á Vopnafirði. Þar hrundi ég í það og brotnaði. Endaði með því að ég keyrði fyrir utan geðdeild og bað um hjálp,“ segir Víglundur. Víglundur (til vinstri) og Sverrir Mar Smárason, þáttastjórnandi. „Besta ákvörðun sem ég hef tekið“ Víglundur talar um að sú ákvörðun að biðja um hjálp hafi verið sú besta á hans lífsleið. Hann sé töluvert betri maður í dag, líði betur og lifi betur. „Það er sennilega besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu. Þar bara næ ég að opna mig og fer í fulla meðferð. Fer á Vog og síðan á Staðarfell og þeir fyrir austan styðja mig í þessu. Svo kem ég bara til baka sem miklu betri maður og lífið hefur verið miklu betra eftir þetta heldur en fyrir,“segir Víglundur. „Þetta hefur hjálpað mér. Auðvitað hef ég oft hugsað til þess að ef maður hefði ekki verið svona blautur, og oft var ástæðan fyrir því að maður leitaði í áfengið að reyna að deyfa ákveðnar tilfinningar, að þá hefði maður getað farið miklu lengra,“ segir Víglundur Páll einlægur. Mikill stuðningur vina og fjölskyldu Að upptöku lokinni bætti Víglundur því við að hræðslan við að viðurkenna vandann var í langan tíma óbærileg. Meðal annars hræðsla við að vera útskúfaður, að missa vini og detta úr vinahópum. Það hins vegar varð þveröfugt. Stuðningurinn frá fjölskyldu og vinum var ótrúlegur og að hann hafi fengið kveðjur frá mönnum í fótboltanum sem hann þekkti ekki persónulega en höfðu gengið í gegnum það sama. Allt þetta hjálpaði Víglundi að snúa við sínu lífi. Ástríðan – Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2. og 3.deild karla í fótbolta. Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna í spilaranum hér fyrir ofan eða á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Ein alversta frammistaða hjá markmanni sem ég hef orðið vitni að“ Hrafnkell Freyr Ágústsson, oftast þekktur sem Keli í hlaðvarpinu Dr. Football, hefur getið sér gott orð í fótboltaumfjöllun á Íslandi. Færri vita þó að Hrafnkell Freyr átti merkilegan feril sjálfur eins og hlustendur fá að kynnast í nýju hlaðvarpi á Tal, Ástríðan – Hetjur Neðri Deildanna. 24. apríl 2023 09:30 Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
„Ein alversta frammistaða hjá markmanni sem ég hef orðið vitni að“ Hrafnkell Freyr Ágústsson, oftast þekktur sem Keli í hlaðvarpinu Dr. Football, hefur getið sér gott orð í fótboltaumfjöllun á Íslandi. Færri vita þó að Hrafnkell Freyr átti merkilegan feril sjálfur eins og hlustendur fá að kynnast í nýju hlaðvarpi á Tal, Ástríðan – Hetjur Neðri Deildanna. 24. apríl 2023 09:30
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn