Warwick Davis á leið til Íslands í frí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. maí 2023 16:30 Warwick var afar hress þegar hann hitti íslenska hópinn og spenntur fyrir Íslandsförinni í þessum mánuði. Marteinn Ibsen Breski stórleikarinn Warwick Davis er á leið til Íslands í frí í þessum mánuði. Þetta sagði hann íslenskum aðdáendum sem mættu á sérstaka Stjörnustríðsráðstefnu í London um páskana. Þeirra á meðal er Marteinn Ibsen, stjórnarmaður í Íslandsdeild 501st Legion, Icelandic Outpost. Samtökin eru fyrir löngu orðin flestum kunn en meðlimir þeirra klæða sig upp í Stjörnustríðsbúninga, gleðja þannig almenning og styrkja hin ýmsu góðgerðarmál. „Við vorum þarna á Star Wars Celebration í London í algjöru Disney partýi. Það eru einhverjir tugir þúsunda aðdáenda sem mæta þangað og við rákumst bara á Warwick þarna í hurðinni,“ útskýrir Marteinn í samtali við Vísi. Sjálfur bregður hann gjarnan á leik í búningi Svarthöfða. Warwick er einn af frægustu leikurum Bretlandseyja og hefur komið fram í Stjörnustríðsmyndunum, Harry Potter myndunum og Willow myndinni og sjónvarpsþáttunum svo fátt eitt sé nefnt. Marteinn segir að um hafi verið að ræða sannkallaða Stjörnustríðshátíð í London þar sem stærstu stjörnurnar mættu úr myndunum mættu. Forsvarsmenn kvikmyndaversins Lucasfilm tilkynntu þar sömuleiðis ýmsar sjónvarpsseríur og kvikmyndir sem eru í bígerð og tengjast Stjörnustríðsheiminum. „Svo voru sýnd brot úr allskonar verkefnum sem enginn annar má sjá,“ segir Marteinn og fellst á það hlæjandi að hann sitji því á nokkrum hernaðarleyndarmálum Disney samsteypunnar sem á Lucasfilm. Horfðu á Mandalorian með Mandalorian teyminu Meðal þess sem ráðstefnugestir fengu að sjá var nýjasti þátturinn í sjónvarpsþáttaseríunni The Mandalorian. Marteinn segist hafa áttað sig á því að sýningu lokinni að teymið sem gerir þættina var einnig viðstatt sýninguna. Íslenski hópurinn komst að ýmsum hernaðarleyndarmálum um nýtt efni úr Star Wars heiminum á ráðstefnunni. Marteinn Ibsen „Þarna voru Jon Favreu, Dave Filoni og allir leikararnir úr þáttunum. Við tókum ekki eftir því fyrr en eftir að þátturinn var búinn, þá forðuðu þau sér út í myrkrinu.“ Báðir hafa þeir Jon Favreau og Dave Filoni verið helstu sprauturnar í sjónvarpsheimi Stjörnustríðsins sem byggður hefur verið upp undanfarin ár. Mjög áhugasamur um Ísland „Warwick var virkilega hress. Við hittum hann af einskærri tilviljun, hann var að ganga inn um starfsmannainngang fyrir þá sem eru með öðruvísi passa en hinir,“ segir Marteinn. Hann gaf honum merki Íslandsdeildar 501st. „Hann þakkaði kærlega fyrir og spurði hvaðan við værum og þegar við sögðumst vera frá Íslandi sagðist hann einmitt vera að fara til Íslands í næsta mánuði, bara með fjölskyldunni í frí.“ Leikarinn spurði Martein og félaga hvað hann ætti að sjá á Íslandi. „Við sögðum honum að hann ætti bara að sjá allt,“ segir Marteinn hlæjandi. Marteinn segir að hann alveg myndi þiggja fimm sentímetra í viðbót þegar hann bregður sér í búning Svarthöfða.Marteinn Ibsen Maí er mánuður Stjörnustríðs Íslandsdeild 501st hefur að sögn Marteins nóg fyrir stafni í maí. 40 ár eru um þessar mundir síðan Star Wars: Return of the Jedi var frumsýnd í kvikmyndahúsum og var hátíðarsýning í Sambíóum Kringlunni í vikunni. „Við mættum tíu í búning þangað og það var mikil stemning. Ég sé reyndar ekkert út um þennan Svarthöfðahjálm, þannig kannski vorum við fleiri,“ segir Marteinn enn hlæjandi. 501st ætlar svo að fagna sjálfum Stjörnustríðsdeginum sem er 4. maí á Bókasafni Hafnarfjarðar. „Við verðum þar reyndar tveimur dögum síðar, þann 6. maí og ætlum að mæta með hersveit Keisaraveldisins og hvetjum bara alla til þess að mæta í búningum.“ Það verður nóg um að vera hjá hinum íslenska Svarthöfða og félögum í 501st í maí. Marteinn Ibsen Star Wars Hollywood Íslandsvinir Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Þeirra á meðal er Marteinn Ibsen, stjórnarmaður í Íslandsdeild 501st Legion, Icelandic Outpost. Samtökin eru fyrir löngu orðin flestum kunn en meðlimir þeirra klæða sig upp í Stjörnustríðsbúninga, gleðja þannig almenning og styrkja hin ýmsu góðgerðarmál. „Við vorum þarna á Star Wars Celebration í London í algjöru Disney partýi. Það eru einhverjir tugir þúsunda aðdáenda sem mæta þangað og við rákumst bara á Warwick þarna í hurðinni,“ útskýrir Marteinn í samtali við Vísi. Sjálfur bregður hann gjarnan á leik í búningi Svarthöfða. Warwick er einn af frægustu leikurum Bretlandseyja og hefur komið fram í Stjörnustríðsmyndunum, Harry Potter myndunum og Willow myndinni og sjónvarpsþáttunum svo fátt eitt sé nefnt. Marteinn segir að um hafi verið að ræða sannkallaða Stjörnustríðshátíð í London þar sem stærstu stjörnurnar mættu úr myndunum mættu. Forsvarsmenn kvikmyndaversins Lucasfilm tilkynntu þar sömuleiðis ýmsar sjónvarpsseríur og kvikmyndir sem eru í bígerð og tengjast Stjörnustríðsheiminum. „Svo voru sýnd brot úr allskonar verkefnum sem enginn annar má sjá,“ segir Marteinn og fellst á það hlæjandi að hann sitji því á nokkrum hernaðarleyndarmálum Disney samsteypunnar sem á Lucasfilm. Horfðu á Mandalorian með Mandalorian teyminu Meðal þess sem ráðstefnugestir fengu að sjá var nýjasti þátturinn í sjónvarpsþáttaseríunni The Mandalorian. Marteinn segist hafa áttað sig á því að sýningu lokinni að teymið sem gerir þættina var einnig viðstatt sýninguna. Íslenski hópurinn komst að ýmsum hernaðarleyndarmálum um nýtt efni úr Star Wars heiminum á ráðstefnunni. Marteinn Ibsen „Þarna voru Jon Favreu, Dave Filoni og allir leikararnir úr þáttunum. Við tókum ekki eftir því fyrr en eftir að þátturinn var búinn, þá forðuðu þau sér út í myrkrinu.“ Báðir hafa þeir Jon Favreau og Dave Filoni verið helstu sprauturnar í sjónvarpsheimi Stjörnustríðsins sem byggður hefur verið upp undanfarin ár. Mjög áhugasamur um Ísland „Warwick var virkilega hress. Við hittum hann af einskærri tilviljun, hann var að ganga inn um starfsmannainngang fyrir þá sem eru með öðruvísi passa en hinir,“ segir Marteinn. Hann gaf honum merki Íslandsdeildar 501st. „Hann þakkaði kærlega fyrir og spurði hvaðan við værum og þegar við sögðumst vera frá Íslandi sagðist hann einmitt vera að fara til Íslands í næsta mánuði, bara með fjölskyldunni í frí.“ Leikarinn spurði Martein og félaga hvað hann ætti að sjá á Íslandi. „Við sögðum honum að hann ætti bara að sjá allt,“ segir Marteinn hlæjandi. Marteinn segir að hann alveg myndi þiggja fimm sentímetra í viðbót þegar hann bregður sér í búning Svarthöfða.Marteinn Ibsen Maí er mánuður Stjörnustríðs Íslandsdeild 501st hefur að sögn Marteins nóg fyrir stafni í maí. 40 ár eru um þessar mundir síðan Star Wars: Return of the Jedi var frumsýnd í kvikmyndahúsum og var hátíðarsýning í Sambíóum Kringlunni í vikunni. „Við mættum tíu í búning þangað og það var mikil stemning. Ég sé reyndar ekkert út um þennan Svarthöfðahjálm, þannig kannski vorum við fleiri,“ segir Marteinn enn hlæjandi. 501st ætlar svo að fagna sjálfum Stjörnustríðsdeginum sem er 4. maí á Bókasafni Hafnarfjarðar. „Við verðum þar reyndar tveimur dögum síðar, þann 6. maí og ætlum að mæta með hersveit Keisaraveldisins og hvetjum bara alla til þess að mæta í búningum.“ Það verður nóg um að vera hjá hinum íslenska Svarthöfða og félögum í 501st í maí. Marteinn Ibsen
Star Wars Hollywood Íslandsvinir Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira