Tíska og hönnun

Hönnunar­Mars í dag: Kvik­mynda­há­tíð, staf­ræn lista­verk og keppni í sjó­mann

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Tískumerkið Bahns, eða Bið að heilsa niðrí Slipp, stendur fyrir keppni í sjómann í dag í tengslum við HönnunarMars.
Tískumerkið Bahns, eða Bið að heilsa niðrí Slipp, stendur fyrir keppni í sjómann í dag í tengslum við HönnunarMars. Aðsend

Reykjavíkurborg iðar af menningu þessa dagana í tilefni af HönnunarMars. Í dag, fimmtudag, felur dagskráin meðal annars í sér leiðsögn um íslenska hönnun og arkítektúr með Loga Pedro, opnun á kvikmyndahátíð Hönnunardeildar LHÍ, sjómanns keppni og tískupartý.

Fjölbreytt opnunarhóf standa einnig til boða bæði í miðbænum sem og í húsgagnaversluninni Vest í Ármúla, Norræna húsinu, Borgarbókasafninu í Grófinni og úti á Granda. 

Kiosk Granda verður með tískupartý frá klukkan 16:00-20:00 og Fatamerkið Bið að heilsa niðrí Slipp frumsýnir glænýja peysu á Sjóminjasafninu, ásamt því að bjóða gestum og gangandi að taka þátt í keppni í sjómann. 

Fatamerkið Bið að heilsa niðrí Slipp er óhrætt við að hnikla vöðvana og hefur meðal annars staðið fyrir koddaslag við sjóinn. Aðsend

Á Hólmaslóð verður meðal annars opnun á Pásu barnum hjá Lady Brewery þar sem hún hefur breytt höfuðstöðvum sínum í upplifunarbar. Einnig munu Sóley Organics og Geysir afhjúpa fyrstu vöruna úr samstarfsverkefni sínu Rætur í arfleifð okkar.

Fischersund stendur fyrir sýningunni Korter í fimm þar sem þau kynna inn nýjan ilmIlmurinn er  innblásinn af augnabliki ringulreiðar og gleði sem á sér stað þegar þú gengur út af myrkum sveittum bar út í ferskan og bjartan sumarmorgun.

Ilmurinn frá Fischersundi er innblásinn af íslensku sumardjammi.Erla Franklín

Sundbolahönnunarmerkið Swimslow býður síðan í opnunar- og innflutningspartý á Seljavegi klukkan 19:00.

Þá verður stafrænu listaverki varpað á norðurhlið Ráðhússins í Reykjavík frá klukkan 20:00-23:00 í kvöld. Hér má nálgast dagskrána í heild sinni fyrir daginn í dag.


Tengdar fréttir

Hönnunar­Mars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátt­tak­endur

Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×