Kristján: Eigum að klára leikinn í upphafi seinni hálfleiks Kári Mímisson skrifar 2. maí 2023 21:52 Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Diego Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn ÍBV í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. „Að ákveðnu leyti er maður bara glaður og feginn að við náðum að skora eitt mark hér í kvöld. Við erum reyndar með stjórn á leiknum allan tímann og eigum í raun að klára hann í upphafi seinni hálfleiks. Það kemur tíu mínútna kafli þá þar sem við hefðum átt að skora annað mark. Það gekk ekki og þá þurftum við að vera aðeins á tánum og vinna vel til baka sem mér fannst leikmennirnir gera bara mjög vel.“ Sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan náði ekki öðru marki hér í dag og því voru Eyjakonur alltaf inn í leiknum. Var ekkert farið að fara um þjálfaran? „Það fór ekki þannig séð mikið um mig en ég þurfti að kalla mikið í þær til að halda þeim á tánum og til þess að þær myndu klára þennan leik. Þær voru búnar að gera þetta vel og kláruðu þetta að lokum. Kannski þurftu þær ekkert á mér að halda þarna.“ Kristján tók Anítu Ýr útaf í hálfleik sem hafði verið frábær. Í hennar stað kom Snædís María Jörundsdóttir sem átti sömuleiðis mjög góðan dag. Afhverju tókstu Anítu út af? „Aníta er bara að koma til baka eftir meiðsli sem hún er búin að vera að standa í. Það er einfaldlega ástæðan. Hún spilaði 20 mínútur seinast og núna er hún í 45 mínútum. Það þarf bara að stjórna álaginu á henni núna þegar hún er að koma til baka. Hún missti af öllum vetrinum og þetta kemur bara hægt og bítandi. “ Sóknarleikur Stjörnunnar breyttist eftir skiptinguna og varð beinskeyttari með Snædísi. Má segja að hún gefi ykkur aðeins meiri vídd fram á við? „Við breytum uppspilinu í sóknarleiknum við skiptinguna í hálfleiknum. Þá koma aðeins öðruvísi færslur á framherjan og allt öðruvísi áherslur fyrir hægri kantinn enda ólíkir leikmenn sem koma inn. Snædís fékk færi í dag og við vorum búin að semja um það að hún myndi skora en hún á það þá bara inn. Það þurfti ekki í dag.“ Besta deild kvenna Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Gunnhildur Yrsa tryggði Stjörnunni fyrsta sigurinn Stjarnan lagði ÍBV í 2. umferð Bestu deildar kvenna 1-0 í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn. 2. maí 2023 21:44 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
„Að ákveðnu leyti er maður bara glaður og feginn að við náðum að skora eitt mark hér í kvöld. Við erum reyndar með stjórn á leiknum allan tímann og eigum í raun að klára hann í upphafi seinni hálfleiks. Það kemur tíu mínútna kafli þá þar sem við hefðum átt að skora annað mark. Það gekk ekki og þá þurftum við að vera aðeins á tánum og vinna vel til baka sem mér fannst leikmennirnir gera bara mjög vel.“ Sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan náði ekki öðru marki hér í dag og því voru Eyjakonur alltaf inn í leiknum. Var ekkert farið að fara um þjálfaran? „Það fór ekki þannig séð mikið um mig en ég þurfti að kalla mikið í þær til að halda þeim á tánum og til þess að þær myndu klára þennan leik. Þær voru búnar að gera þetta vel og kláruðu þetta að lokum. Kannski þurftu þær ekkert á mér að halda þarna.“ Kristján tók Anítu Ýr útaf í hálfleik sem hafði verið frábær. Í hennar stað kom Snædís María Jörundsdóttir sem átti sömuleiðis mjög góðan dag. Afhverju tókstu Anítu út af? „Aníta er bara að koma til baka eftir meiðsli sem hún er búin að vera að standa í. Það er einfaldlega ástæðan. Hún spilaði 20 mínútur seinast og núna er hún í 45 mínútum. Það þarf bara að stjórna álaginu á henni núna þegar hún er að koma til baka. Hún missti af öllum vetrinum og þetta kemur bara hægt og bítandi. “ Sóknarleikur Stjörnunnar breyttist eftir skiptinguna og varð beinskeyttari með Snædísi. Má segja að hún gefi ykkur aðeins meiri vídd fram á við? „Við breytum uppspilinu í sóknarleiknum við skiptinguna í hálfleiknum. Þá koma aðeins öðruvísi færslur á framherjan og allt öðruvísi áherslur fyrir hægri kantinn enda ólíkir leikmenn sem koma inn. Snædís fékk færi í dag og við vorum búin að semja um það að hún myndi skora en hún á það þá bara inn. Það þurfti ekki í dag.“
Besta deild kvenna Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Gunnhildur Yrsa tryggði Stjörnunni fyrsta sigurinn Stjarnan lagði ÍBV í 2. umferð Bestu deildar kvenna 1-0 í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn. 2. maí 2023 21:44 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Gunnhildur Yrsa tryggði Stjörnunni fyrsta sigurinn Stjarnan lagði ÍBV í 2. umferð Bestu deildar kvenna 1-0 í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn. 2. maí 2023 21:44